Stjórn KSÍ skoðar að fá sér talsmann vegna mála síðustu daga Vésteinn Örn Pétursson og Óttar Kolbeinsson Proppé skrifa 31. ágúst 2021 21:11 Erfiðlega hefur gengið að fá viðtal við stjórnarmeðlimi og framkvæmdastjóra KSÍ í dag. Vísir/Vilhelm Stjórn Knattspyrnusambands Íslands (KSÍ) er með það til skoðunar að ráða inn utanaðkomandi aðila til að vera „talsmaður stjórnar“ í þeim málum sem hafa dunið á henni síðustu daga. Þetta staðfestu bæði Borghildur Sigurðardóttir, varaformaður KSÍ, og Magnús Gylfason, stjórnarmeðlimur og formaður landsliðsnefndar karlalandsliðsins í knattspyrnu, í samtali við fréttastofu. Að öðru leyti vildu þau þó lítið tjá sig við fréttastofu þegar eftir því var leitað. Hvort hér sé um að ræða einhvers konar upplýsingafulltrúa eða lögfræðing er óljóst en greinilegt að stjórnin hefur fengið nóg af því að þurfa að svara fyrir sín mál í fjölmiðlum allan liðlangan daginn. Borghildur nefndi það við fréttastofu að stjórn sambandsins hefði í nógu að snúast þessa dagana í öllum undirbúningi fyrir landsleiki og aðra viðburði á vegum KSÍ. Erfiðlega hefur gengið að fá viðtal við stjórnarmeðlimi sambandsins að undanförnu, sem og Klöru Bjartmarz, framkvæmdastjóra KSÍ. Í því samhengi má nefna að varaformennirnir Borghildur Sigurðardóttir og Gísli Gíslason báðust undan viðtali við fréttastofu í dag. Það gerði stjórnarmeðlimurinn Magnús Gylfason einnig, sem og Klara. Í fyrradag sagði formaðurinn Guðni Bergsson af sér. Í gær fylgdi stjórnin og boðað hefur verið til aukaþings eftir fjórar vikur, þar sem ný stjórn verður kjörin. Klara hefur gefið það út að hún muni ekki fara sömu leið en hóparnir Öfgar og Bleiki fíllinn hafa boðað til mótmæla við Laugardalsvöll á fimmtudag, þar sem þess verður krafist að Klara láti af störfum fyrir sambandið. Afsagnir síðustu daga koma kjölfar þess að Þórhildur Gyða Arnarsdóttir steig fram og greindi frá því að hún hafi orðið fyrir kynferðisofbeldi af hálfu leikmanns karlalandsliðsins í knattspyrnu haustið 2017. Leikmaðurinn, sem reyndist vera Kolbeinn Sigþórsson, hafi gengist við ofbeldinu og greitt henni miskabætur. Guðni hafi vitað af málinu en sagði í Kastljósi í síðustu viku að ekkert kynferðisofbeldismál hafi komið inn á borð stjórnar KSÍ. KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Fengu óformlega tilkynningu um annað hópnauðgunarmál Knattspyrnusambandi Íslands barst óformleg tilkynning um annað hópnauðgunarmál síðasta sunnudag. Eftir því sem sambandið kemst næst eru meintir gerendur í því máli ekki í landsliðshópnum fyrir leikinn við Rúmeníu á fimmtudag. 31. ágúst 2021 12:02 Stjórn KSÍ mun ekki víkja Klöru frá störfum Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, mun að öllu óbreyttu sinna störfum sínum fyrir sambandið áfram næstu mánuði. Hún ætlar ekki að stíga frá borði og sitjandi stjórn ætlar ekki að víkja henni frá störfum. 31. ágúst 2021 09:32 Segir tilkynningu um hópnauðgun hafa komið inn á borð KSÍ KSÍ hefur til meðferðar tilkynningu um hópnauðgun. Þetta kom fram í máli Klöru Bjartmarz, framkvæmdastjóra KSÍ, í tíufréttum RÚV í kvöld þegar hún var spurð hvort mál Þórhildar Gyðu Arnarsdóttur væri eina kynferðisafbrotamálið sem hún vissi af á borði sambandsins. 30. ágúst 2021 23:36 Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Fleiri fréttir Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Sjá meira
Þetta staðfestu bæði Borghildur Sigurðardóttir, varaformaður KSÍ, og Magnús Gylfason, stjórnarmeðlimur og formaður landsliðsnefndar karlalandsliðsins í knattspyrnu, í samtali við fréttastofu. Að öðru leyti vildu þau þó lítið tjá sig við fréttastofu þegar eftir því var leitað. Hvort hér sé um að ræða einhvers konar upplýsingafulltrúa eða lögfræðing er óljóst en greinilegt að stjórnin hefur fengið nóg af því að þurfa að svara fyrir sín mál í fjölmiðlum allan liðlangan daginn. Borghildur nefndi það við fréttastofu að stjórn sambandsins hefði í nógu að snúast þessa dagana í öllum undirbúningi fyrir landsleiki og aðra viðburði á vegum KSÍ. Erfiðlega hefur gengið að fá viðtal við stjórnarmeðlimi sambandsins að undanförnu, sem og Klöru Bjartmarz, framkvæmdastjóra KSÍ. Í því samhengi má nefna að varaformennirnir Borghildur Sigurðardóttir og Gísli Gíslason báðust undan viðtali við fréttastofu í dag. Það gerði stjórnarmeðlimurinn Magnús Gylfason einnig, sem og Klara. Í fyrradag sagði formaðurinn Guðni Bergsson af sér. Í gær fylgdi stjórnin og boðað hefur verið til aukaþings eftir fjórar vikur, þar sem ný stjórn verður kjörin. Klara hefur gefið það út að hún muni ekki fara sömu leið en hóparnir Öfgar og Bleiki fíllinn hafa boðað til mótmæla við Laugardalsvöll á fimmtudag, þar sem þess verður krafist að Klara láti af störfum fyrir sambandið. Afsagnir síðustu daga koma kjölfar þess að Þórhildur Gyða Arnarsdóttir steig fram og greindi frá því að hún hafi orðið fyrir kynferðisofbeldi af hálfu leikmanns karlalandsliðsins í knattspyrnu haustið 2017. Leikmaðurinn, sem reyndist vera Kolbeinn Sigþórsson, hafi gengist við ofbeldinu og greitt henni miskabætur. Guðni hafi vitað af málinu en sagði í Kastljósi í síðustu viku að ekkert kynferðisofbeldismál hafi komið inn á borð stjórnar KSÍ.
KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Fengu óformlega tilkynningu um annað hópnauðgunarmál Knattspyrnusambandi Íslands barst óformleg tilkynning um annað hópnauðgunarmál síðasta sunnudag. Eftir því sem sambandið kemst næst eru meintir gerendur í því máli ekki í landsliðshópnum fyrir leikinn við Rúmeníu á fimmtudag. 31. ágúst 2021 12:02 Stjórn KSÍ mun ekki víkja Klöru frá störfum Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, mun að öllu óbreyttu sinna störfum sínum fyrir sambandið áfram næstu mánuði. Hún ætlar ekki að stíga frá borði og sitjandi stjórn ætlar ekki að víkja henni frá störfum. 31. ágúst 2021 09:32 Segir tilkynningu um hópnauðgun hafa komið inn á borð KSÍ KSÍ hefur til meðferðar tilkynningu um hópnauðgun. Þetta kom fram í máli Klöru Bjartmarz, framkvæmdastjóra KSÍ, í tíufréttum RÚV í kvöld þegar hún var spurð hvort mál Þórhildar Gyðu Arnarsdóttur væri eina kynferðisafbrotamálið sem hún vissi af á borði sambandsins. 30. ágúst 2021 23:36 Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Fleiri fréttir Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Sjá meira
Fengu óformlega tilkynningu um annað hópnauðgunarmál Knattspyrnusambandi Íslands barst óformleg tilkynning um annað hópnauðgunarmál síðasta sunnudag. Eftir því sem sambandið kemst næst eru meintir gerendur í því máli ekki í landsliðshópnum fyrir leikinn við Rúmeníu á fimmtudag. 31. ágúst 2021 12:02
Stjórn KSÍ mun ekki víkja Klöru frá störfum Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, mun að öllu óbreyttu sinna störfum sínum fyrir sambandið áfram næstu mánuði. Hún ætlar ekki að stíga frá borði og sitjandi stjórn ætlar ekki að víkja henni frá störfum. 31. ágúst 2021 09:32
Segir tilkynningu um hópnauðgun hafa komið inn á borð KSÍ KSÍ hefur til meðferðar tilkynningu um hópnauðgun. Þetta kom fram í máli Klöru Bjartmarz, framkvæmdastjóra KSÍ, í tíufréttum RÚV í kvöld þegar hún var spurð hvort mál Þórhildar Gyðu Arnarsdóttur væri eina kynferðisafbrotamálið sem hún vissi af á borði sambandsins. 30. ágúst 2021 23:36