Á vef Veðurstofunnar segir að í dag verði sunnan fimm til þrettán metrar á sekúndu, en tíu til fimmtán á norðanverðu Snæfellsnesi. Súld eða rigning á víð og dreif sunnan- og vestanlands en léttskýjað á Norðaustur- og Austurlandi.
„Áfram hlýtt í veðri og hiti á bilinu 11 til 21 stig og líkt og síðustu daga er hlýjast fyrir austan.
Heldur dregur úr vindi í nótt og fyrramálið, sunnan 3-8 m/s á morgun en áfram hvassara í vindstrengjum á norðanverðu Snæfellsnesi. Súld með köflum á Suður- og Vesturlandi en bjartviðri norðaustanlands. Síðdegis er síðan útlit fyrir vaxandi suðaustanátt með rigningu vestast á landinu. Hiti 11 til 17 stig.
Í lok vikunnar og um helgina er síðan von á lægðum sem líklega ná að brjóta upp munstur veðrakerfanna og því ætti að fylgja meiri fjölbreytileiki í veðrinu.“

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á fimmtudag: Sunnan átt, víða 5-10 m/s. Dálítil rigning með köflum um vestanvert landið og hiti 8 til 13 stig, en léttskýjað austantil á landinu og hiti 12 til 17 stig yfir daginn.
Á föstudag og laugardag: Sunnan 8-13 m/s og rigning á vesturhelming landsins, en hægari vindur og bjart með köflum austantil. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast norðaustanlands.
Á sunnudag: Suðlæg átt og rigning af og til sunnan- og vestanlands, en þurrt norðaustantil. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast á Norðausturlandi.
Á mánudag og þriðjudag: Útlit fyrir suðaustlæga eða breytilega átt og vætu víðast hvar á landinu.