Tólfan stendur með þolendum: Ætlar að sitja og þegja fram að 12. mínútu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. september 2021 09:45 Tólfan í öllu sínu veldi. vísir/vilhelm Tólfan, stuðningssveit íslensku fótboltalandsliðanna, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem allt ofbeldi er fordæmt. Tólfan lýsir yfir stuðningi við þolendur og mun sýna hann á táknrænan hátt á næstu þremur leikjum karlalandsliðsins. Fram að 12. mínútu á leikjunum þremur mun Tólfan sitja og hafa hljótt. Tólfan hvetur meðlimi sína til að bera bönd Bleika fílsins og vera með Fokk ofbeldi húfur. Þá lét Tólfan útbúa borða með stuðningsyfirlýsingu til þolenda. Yfirskrift yfirlýsingar Tólfunnar er nýtt upphaf. Þar ítrekar Tólfan stuðning sinn við þolendur, hetjur okkar tíma eins og það er orðað, og segir að fótboltaheimurinn hafi orðið miðpunktur umræðunnar um kynbundið ofbeldi vegna hegðunar leikmanna karlalandsliðsins og óviðunandi viðbragða KSÍ við henni. Tólfan minnir á að lykilsetning hennar sé „Ekki vera fáviti“ og að ofbeldi sé fávitaskapur, í öllum sínum myndum. Að lokum skorar Tólfan á íslensku þjóðina að mæta á leikina sem framundan eru og styðja við liðið. Yfirlýsing Tólfunnar Nýtt upphaf Það hefur ekki farið framhjá neinum að mikil umræða hefur skapast í kringum karlalandsliðið í fótbolta. Umræðan er hluti af stærra máli þar sem öflugt fólk- hetjur okkar tíma- þolendur ofbeldis- gerir þá einföldu og sanngjörnu kröfu að skapað verði samfélag án ofbeldis. Þöggun, meðvirkni og leyndarhyggja skulu þar með heyra sögunni til. Í raun er einfaldlega krafist heilbrigðara og fallegra samfélags. Krafist er byltingar. Knattspyrnuheimurinn hefur, vegna hegðunar leikmanna liðsins og óviðunandi viðbragða knattspyrnuyfirvalda, orðið miðpunktur þessarar byltingar. Eðlilega. Stuðningsmannafélagið Tólfan vill koma því skýrt á framfæri að, lykilsetning félagsins hefur alltaf verið: 'Ekki vera fáviti'. Ofbeldi er fávitaskapur- í öllum sínum myndum. Tólfan fordæmir allt ofbeldi og vill á sama tíma koma á framfæri þakklæti til þeirra einstaklinga sem fram hafa komið og sýnt gríðarlegan kjark með því að segja sínar sögur. Það eru þið, með ykkar vinnu sem skapið grunn að heilbrigðara og fallegra samfélagi. Takk. Við stöndum með þolendum. --- Framundan eru þrír mikilvægir leikir hjá landsliðinu. Stuðningsmannafélagið Tólfan hefur ávallt reynt að styðja íslensku landsliðin af öllu hjarta, með jákvæðum hætti, og hefur það vakið athygli utan landsteinanna. Það verður að viðurkennast að erfitt hefur reynst að finna jákvæðnina í öldurótinu en hefur Tólfan ákveðið að: Fram að 12.mínútu leiksins mun Tólfan sitja og engir söngvar koma frá stúkunni, þeir sem kjósa og eiga, bera bönd Bleika Fílsins og vera með F O húfur á komandi leikjum og hvetjum við þá sem eiga slíkt að koma með á leikinn. Einnig var ákveðið að skella í einn borða með stuðningsyfirlýsingu til þolenda. Einnig munum við taka samtalið við KSÍ og koma okkar skoðunum á framfæri við þau. Vonar Tólfan að með þessu verði skapaður grunnur að nýju upphafi, nýju jákvæðara samfélagi. Með því skorar Tólfan á þjóðina alla að mæta á völlinn og styðja við liðið. Áfram Ísland! Ísland mætir Rúmeníu í undankeppni HM 2022 annað kvöld. Á sunnudaginn mætir íslenska liðið því norður-makedónska og eftir viku er komið að leik gegn Þjóðverjum. Allir leikirnir fara fram á Laugardalsvelli. HM 2022 í Katar Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi KSÍ Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Neymar á leið heim í Santos „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Martínez hetja Rauðu djöflanna Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Sjá meira
Fram að 12. mínútu á leikjunum þremur mun Tólfan sitja og hafa hljótt. Tólfan hvetur meðlimi sína til að bera bönd Bleika fílsins og vera með Fokk ofbeldi húfur. Þá lét Tólfan útbúa borða með stuðningsyfirlýsingu til þolenda. Yfirskrift yfirlýsingar Tólfunnar er nýtt upphaf. Þar ítrekar Tólfan stuðning sinn við þolendur, hetjur okkar tíma eins og það er orðað, og segir að fótboltaheimurinn hafi orðið miðpunktur umræðunnar um kynbundið ofbeldi vegna hegðunar leikmanna karlalandsliðsins og óviðunandi viðbragða KSÍ við henni. Tólfan minnir á að lykilsetning hennar sé „Ekki vera fáviti“ og að ofbeldi sé fávitaskapur, í öllum sínum myndum. Að lokum skorar Tólfan á íslensku þjóðina að mæta á leikina sem framundan eru og styðja við liðið. Yfirlýsing Tólfunnar Nýtt upphaf Það hefur ekki farið framhjá neinum að mikil umræða hefur skapast í kringum karlalandsliðið í fótbolta. Umræðan er hluti af stærra máli þar sem öflugt fólk- hetjur okkar tíma- þolendur ofbeldis- gerir þá einföldu og sanngjörnu kröfu að skapað verði samfélag án ofbeldis. Þöggun, meðvirkni og leyndarhyggja skulu þar með heyra sögunni til. Í raun er einfaldlega krafist heilbrigðara og fallegra samfélags. Krafist er byltingar. Knattspyrnuheimurinn hefur, vegna hegðunar leikmanna liðsins og óviðunandi viðbragða knattspyrnuyfirvalda, orðið miðpunktur þessarar byltingar. Eðlilega. Stuðningsmannafélagið Tólfan vill koma því skýrt á framfæri að, lykilsetning félagsins hefur alltaf verið: 'Ekki vera fáviti'. Ofbeldi er fávitaskapur- í öllum sínum myndum. Tólfan fordæmir allt ofbeldi og vill á sama tíma koma á framfæri þakklæti til þeirra einstaklinga sem fram hafa komið og sýnt gríðarlegan kjark með því að segja sínar sögur. Það eru þið, með ykkar vinnu sem skapið grunn að heilbrigðara og fallegra samfélagi. Takk. Við stöndum með þolendum. --- Framundan eru þrír mikilvægir leikir hjá landsliðinu. Stuðningsmannafélagið Tólfan hefur ávallt reynt að styðja íslensku landsliðin af öllu hjarta, með jákvæðum hætti, og hefur það vakið athygli utan landsteinanna. Það verður að viðurkennast að erfitt hefur reynst að finna jákvæðnina í öldurótinu en hefur Tólfan ákveðið að: Fram að 12.mínútu leiksins mun Tólfan sitja og engir söngvar koma frá stúkunni, þeir sem kjósa og eiga, bera bönd Bleika Fílsins og vera með F O húfur á komandi leikjum og hvetjum við þá sem eiga slíkt að koma með á leikinn. Einnig var ákveðið að skella í einn borða með stuðningsyfirlýsingu til þolenda. Einnig munum við taka samtalið við KSÍ og koma okkar skoðunum á framfæri við þau. Vonar Tólfan að með þessu verði skapaður grunnur að nýju upphafi, nýju jákvæðara samfélagi. Með því skorar Tólfan á þjóðina alla að mæta á völlinn og styðja við liðið. Áfram Ísland! Ísland mætir Rúmeníu í undankeppni HM 2022 annað kvöld. Á sunnudaginn mætir íslenska liðið því norður-makedónska og eftir viku er komið að leik gegn Þjóðverjum. Allir leikirnir fara fram á Laugardalsvelli.
Nýtt upphaf Það hefur ekki farið framhjá neinum að mikil umræða hefur skapast í kringum karlalandsliðið í fótbolta. Umræðan er hluti af stærra máli þar sem öflugt fólk- hetjur okkar tíma- þolendur ofbeldis- gerir þá einföldu og sanngjörnu kröfu að skapað verði samfélag án ofbeldis. Þöggun, meðvirkni og leyndarhyggja skulu þar með heyra sögunni til. Í raun er einfaldlega krafist heilbrigðara og fallegra samfélags. Krafist er byltingar. Knattspyrnuheimurinn hefur, vegna hegðunar leikmanna liðsins og óviðunandi viðbragða knattspyrnuyfirvalda, orðið miðpunktur þessarar byltingar. Eðlilega. Stuðningsmannafélagið Tólfan vill koma því skýrt á framfæri að, lykilsetning félagsins hefur alltaf verið: 'Ekki vera fáviti'. Ofbeldi er fávitaskapur- í öllum sínum myndum. Tólfan fordæmir allt ofbeldi og vill á sama tíma koma á framfæri þakklæti til þeirra einstaklinga sem fram hafa komið og sýnt gríðarlegan kjark með því að segja sínar sögur. Það eru þið, með ykkar vinnu sem skapið grunn að heilbrigðara og fallegra samfélagi. Takk. Við stöndum með þolendum. --- Framundan eru þrír mikilvægir leikir hjá landsliðinu. Stuðningsmannafélagið Tólfan hefur ávallt reynt að styðja íslensku landsliðin af öllu hjarta, með jákvæðum hætti, og hefur það vakið athygli utan landsteinanna. Það verður að viðurkennast að erfitt hefur reynst að finna jákvæðnina í öldurótinu en hefur Tólfan ákveðið að: Fram að 12.mínútu leiksins mun Tólfan sitja og engir söngvar koma frá stúkunni, þeir sem kjósa og eiga, bera bönd Bleika Fílsins og vera með F O húfur á komandi leikjum og hvetjum við þá sem eiga slíkt að koma með á leikinn. Einnig var ákveðið að skella í einn borða með stuðningsyfirlýsingu til þolenda. Einnig munum við taka samtalið við KSÍ og koma okkar skoðunum á framfæri við þau. Vonar Tólfan að með þessu verði skapaður grunnur að nýju upphafi, nýju jákvæðara samfélagi. Með því skorar Tólfan á þjóðina alla að mæta á völlinn og styðja við liðið. Áfram Ísland!
HM 2022 í Katar Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi KSÍ Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Neymar á leið heim í Santos „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Martínez hetja Rauðu djöflanna Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti