Tólfan stendur með þolendum: Ætlar að sitja og þegja fram að 12. mínútu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. september 2021 09:45 Tólfan í öllu sínu veldi. vísir/vilhelm Tólfan, stuðningssveit íslensku fótboltalandsliðanna, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem allt ofbeldi er fordæmt. Tólfan lýsir yfir stuðningi við þolendur og mun sýna hann á táknrænan hátt á næstu þremur leikjum karlalandsliðsins. Fram að 12. mínútu á leikjunum þremur mun Tólfan sitja og hafa hljótt. Tólfan hvetur meðlimi sína til að bera bönd Bleika fílsins og vera með Fokk ofbeldi húfur. Þá lét Tólfan útbúa borða með stuðningsyfirlýsingu til þolenda. Yfirskrift yfirlýsingar Tólfunnar er nýtt upphaf. Þar ítrekar Tólfan stuðning sinn við þolendur, hetjur okkar tíma eins og það er orðað, og segir að fótboltaheimurinn hafi orðið miðpunktur umræðunnar um kynbundið ofbeldi vegna hegðunar leikmanna karlalandsliðsins og óviðunandi viðbragða KSÍ við henni. Tólfan minnir á að lykilsetning hennar sé „Ekki vera fáviti“ og að ofbeldi sé fávitaskapur, í öllum sínum myndum. Að lokum skorar Tólfan á íslensku þjóðina að mæta á leikina sem framundan eru og styðja við liðið. Yfirlýsing Tólfunnar Nýtt upphaf Það hefur ekki farið framhjá neinum að mikil umræða hefur skapast í kringum karlalandsliðið í fótbolta. Umræðan er hluti af stærra máli þar sem öflugt fólk- hetjur okkar tíma- þolendur ofbeldis- gerir þá einföldu og sanngjörnu kröfu að skapað verði samfélag án ofbeldis. Þöggun, meðvirkni og leyndarhyggja skulu þar með heyra sögunni til. Í raun er einfaldlega krafist heilbrigðara og fallegra samfélags. Krafist er byltingar. Knattspyrnuheimurinn hefur, vegna hegðunar leikmanna liðsins og óviðunandi viðbragða knattspyrnuyfirvalda, orðið miðpunktur þessarar byltingar. Eðlilega. Stuðningsmannafélagið Tólfan vill koma því skýrt á framfæri að, lykilsetning félagsins hefur alltaf verið: 'Ekki vera fáviti'. Ofbeldi er fávitaskapur- í öllum sínum myndum. Tólfan fordæmir allt ofbeldi og vill á sama tíma koma á framfæri þakklæti til þeirra einstaklinga sem fram hafa komið og sýnt gríðarlegan kjark með því að segja sínar sögur. Það eru þið, með ykkar vinnu sem skapið grunn að heilbrigðara og fallegra samfélagi. Takk. Við stöndum með þolendum. --- Framundan eru þrír mikilvægir leikir hjá landsliðinu. Stuðningsmannafélagið Tólfan hefur ávallt reynt að styðja íslensku landsliðin af öllu hjarta, með jákvæðum hætti, og hefur það vakið athygli utan landsteinanna. Það verður að viðurkennast að erfitt hefur reynst að finna jákvæðnina í öldurótinu en hefur Tólfan ákveðið að: Fram að 12.mínútu leiksins mun Tólfan sitja og engir söngvar koma frá stúkunni, þeir sem kjósa og eiga, bera bönd Bleika Fílsins og vera með F O húfur á komandi leikjum og hvetjum við þá sem eiga slíkt að koma með á leikinn. Einnig var ákveðið að skella í einn borða með stuðningsyfirlýsingu til þolenda. Einnig munum við taka samtalið við KSÍ og koma okkar skoðunum á framfæri við þau. Vonar Tólfan að með þessu verði skapaður grunnur að nýju upphafi, nýju jákvæðara samfélagi. Með því skorar Tólfan á þjóðina alla að mæta á völlinn og styðja við liðið. Áfram Ísland! Ísland mætir Rúmeníu í undankeppni HM 2022 annað kvöld. Á sunnudaginn mætir íslenska liðið því norður-makedónska og eftir viku er komið að leik gegn Þjóðverjum. Allir leikirnir fara fram á Laugardalsvelli. HM 2022 í Katar Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi KSÍ Mest lesið Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Enski boltinn „Ég er ekki Hitler“ Fótbolti Eir Chang fær norrænan styrk fyrir efnilegt íþróttafólk Sport Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Körfubolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag Körfubolti Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Fótbolti Fleiri fréttir „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Diljá og Karólína skoruðu báðar Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Hæsti fótboltamaður í heimi Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Sjá meira
Fram að 12. mínútu á leikjunum þremur mun Tólfan sitja og hafa hljótt. Tólfan hvetur meðlimi sína til að bera bönd Bleika fílsins og vera með Fokk ofbeldi húfur. Þá lét Tólfan útbúa borða með stuðningsyfirlýsingu til þolenda. Yfirskrift yfirlýsingar Tólfunnar er nýtt upphaf. Þar ítrekar Tólfan stuðning sinn við þolendur, hetjur okkar tíma eins og það er orðað, og segir að fótboltaheimurinn hafi orðið miðpunktur umræðunnar um kynbundið ofbeldi vegna hegðunar leikmanna karlalandsliðsins og óviðunandi viðbragða KSÍ við henni. Tólfan minnir á að lykilsetning hennar sé „Ekki vera fáviti“ og að ofbeldi sé fávitaskapur, í öllum sínum myndum. Að lokum skorar Tólfan á íslensku þjóðina að mæta á leikina sem framundan eru og styðja við liðið. Yfirlýsing Tólfunnar Nýtt upphaf Það hefur ekki farið framhjá neinum að mikil umræða hefur skapast í kringum karlalandsliðið í fótbolta. Umræðan er hluti af stærra máli þar sem öflugt fólk- hetjur okkar tíma- þolendur ofbeldis- gerir þá einföldu og sanngjörnu kröfu að skapað verði samfélag án ofbeldis. Þöggun, meðvirkni og leyndarhyggja skulu þar með heyra sögunni til. Í raun er einfaldlega krafist heilbrigðara og fallegra samfélags. Krafist er byltingar. Knattspyrnuheimurinn hefur, vegna hegðunar leikmanna liðsins og óviðunandi viðbragða knattspyrnuyfirvalda, orðið miðpunktur þessarar byltingar. Eðlilega. Stuðningsmannafélagið Tólfan vill koma því skýrt á framfæri að, lykilsetning félagsins hefur alltaf verið: 'Ekki vera fáviti'. Ofbeldi er fávitaskapur- í öllum sínum myndum. Tólfan fordæmir allt ofbeldi og vill á sama tíma koma á framfæri þakklæti til þeirra einstaklinga sem fram hafa komið og sýnt gríðarlegan kjark með því að segja sínar sögur. Það eru þið, með ykkar vinnu sem skapið grunn að heilbrigðara og fallegra samfélagi. Takk. Við stöndum með þolendum. --- Framundan eru þrír mikilvægir leikir hjá landsliðinu. Stuðningsmannafélagið Tólfan hefur ávallt reynt að styðja íslensku landsliðin af öllu hjarta, með jákvæðum hætti, og hefur það vakið athygli utan landsteinanna. Það verður að viðurkennast að erfitt hefur reynst að finna jákvæðnina í öldurótinu en hefur Tólfan ákveðið að: Fram að 12.mínútu leiksins mun Tólfan sitja og engir söngvar koma frá stúkunni, þeir sem kjósa og eiga, bera bönd Bleika Fílsins og vera með F O húfur á komandi leikjum og hvetjum við þá sem eiga slíkt að koma með á leikinn. Einnig var ákveðið að skella í einn borða með stuðningsyfirlýsingu til þolenda. Einnig munum við taka samtalið við KSÍ og koma okkar skoðunum á framfæri við þau. Vonar Tólfan að með þessu verði skapaður grunnur að nýju upphafi, nýju jákvæðara samfélagi. Með því skorar Tólfan á þjóðina alla að mæta á völlinn og styðja við liðið. Áfram Ísland! Ísland mætir Rúmeníu í undankeppni HM 2022 annað kvöld. Á sunnudaginn mætir íslenska liðið því norður-makedónska og eftir viku er komið að leik gegn Þjóðverjum. Allir leikirnir fara fram á Laugardalsvelli.
Nýtt upphaf Það hefur ekki farið framhjá neinum að mikil umræða hefur skapast í kringum karlalandsliðið í fótbolta. Umræðan er hluti af stærra máli þar sem öflugt fólk- hetjur okkar tíma- þolendur ofbeldis- gerir þá einföldu og sanngjörnu kröfu að skapað verði samfélag án ofbeldis. Þöggun, meðvirkni og leyndarhyggja skulu þar með heyra sögunni til. Í raun er einfaldlega krafist heilbrigðara og fallegra samfélags. Krafist er byltingar. Knattspyrnuheimurinn hefur, vegna hegðunar leikmanna liðsins og óviðunandi viðbragða knattspyrnuyfirvalda, orðið miðpunktur þessarar byltingar. Eðlilega. Stuðningsmannafélagið Tólfan vill koma því skýrt á framfæri að, lykilsetning félagsins hefur alltaf verið: 'Ekki vera fáviti'. Ofbeldi er fávitaskapur- í öllum sínum myndum. Tólfan fordæmir allt ofbeldi og vill á sama tíma koma á framfæri þakklæti til þeirra einstaklinga sem fram hafa komið og sýnt gríðarlegan kjark með því að segja sínar sögur. Það eru þið, með ykkar vinnu sem skapið grunn að heilbrigðara og fallegra samfélagi. Takk. Við stöndum með þolendum. --- Framundan eru þrír mikilvægir leikir hjá landsliðinu. Stuðningsmannafélagið Tólfan hefur ávallt reynt að styðja íslensku landsliðin af öllu hjarta, með jákvæðum hætti, og hefur það vakið athygli utan landsteinanna. Það verður að viðurkennast að erfitt hefur reynst að finna jákvæðnina í öldurótinu en hefur Tólfan ákveðið að: Fram að 12.mínútu leiksins mun Tólfan sitja og engir söngvar koma frá stúkunni, þeir sem kjósa og eiga, bera bönd Bleika Fílsins og vera með F O húfur á komandi leikjum og hvetjum við þá sem eiga slíkt að koma með á leikinn. Einnig var ákveðið að skella í einn borða með stuðningsyfirlýsingu til þolenda. Einnig munum við taka samtalið við KSÍ og koma okkar skoðunum á framfæri við þau. Vonar Tólfan að með þessu verði skapaður grunnur að nýju upphafi, nýju jákvæðara samfélagi. Með því skorar Tólfan á þjóðina alla að mæta á völlinn og styðja við liðið. Áfram Ísland!
HM 2022 í Katar Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi KSÍ Mest lesið Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Enski boltinn „Ég er ekki Hitler“ Fótbolti Eir Chang fær norrænan styrk fyrir efnilegt íþróttafólk Sport Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Körfubolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag Körfubolti Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Fótbolti Fleiri fréttir „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Diljá og Karólína skoruðu báðar Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Hæsti fótboltamaður í heimi Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Sjá meira