Efasemdarmönnum gengur hægt að safna undirskriftum Snorri Másson skrifar 1. september 2021 19:41 Jóhannes Loftsson segir að undirskriftasöfnunin hjá Ábyrgri framtíð fari hægt af stað, en sé þó öll að taka við sér. Hann hitti stuðningsmenn að máli á kaffihúsi í Kringlunni í dag. Vísir/Einar Meiri gangur er í atkvæðagreiðslu utan kjörfundar í aðdraganda þingkosninga en á sama tíma við síðustu kosningar. Nýju stjórnmálahreyfingunni Ábyrgri framtíð gengur hægt að safna undirskriftum, en á meðal stefnumála hennar er að nota óhefðbundin lyf við Covid-19. Þegar hafa um 2.400 greitt atkvæði á höfuðborgarsvæðinu og samtals 3.100 um land allt. Þetta er meira en í síðustu alþingiskosningum, sem helgast að vonum einkum af faraldursástandinu. „Það er fínn gangur í þessu,“ segir Sigríður Kristinsdóttir, sýslumaður á höfuðborgarsvæðinu. „Við erum með miklu meiri opnun en hefur verið, meðal annars vegna ástandsins sem er. Við erum að dreifa fólkinu og það getur verið þess vegna sem er meiri kosning. Það er opið frá 10 til 10 alla daga, í Kringlunni og Smáralind.“ Öruggast að kjósa strax? Borið hefur á að stjórnmálaöfl hvetji kjósendur beinlínis til að drífa sig að kjósa fyrir kjördag, eins og til dæmis Ungir jafnaðarmenn hafa gert. Það er þá til þess að forða fólki frá vandræðum sem kunna að hljótast af einangrun og sóttkví í kringum kosningar. Annað eins á þó ekki að koma í veg fyrir að fólk geti kosið. „Nú er verið að skipuleggja hvernig þessi kosning fer fram en þeir sem eru í sóttkví eða einangrun vegna Covid á kjördag geta kosið utan kjörfundar,“ segir Sigríður. Greiði maður framboði atkvæði utan kjörfundar sem síðan nær ekki að skila inn nauðsynlegum undirskriftum fyrir 10. september, fellur það atkvæði dautt. Þá er gott að geta kosið aftur, hvort sem það er aftur utan kjörfundar eða á sjálfan kjördag. Mælir með lyfjum sem íslensk stjórnvöld taka ekki gild Eitt framboð sem stendur nú í ströngu við að ná að undirskriftum í tæka tíð er nýja stjórnmálahreyfingin Ábyrg framtíð, sem hefur sterk tengsl við mótmælahreyfinguna Covidspyrnan. Hún er nýbúin að fá listabókstafinn Y en stofnandinn segir undirskriftasöfnunina þó fara hægt af stað. Hann vill nota lyf sem bönnuð eru á Íslandi, efast stórlega um gagnsemi bólusetninga og er mjög gagnrýninn á það hvernig stjórnvöld tókust á við faraldurinn og kallar eftir að þau taki ábyrgð. „Í staðinn fyrir að stjórna og reyna að ræða mögulegar vísindalegar lausnir til að takast á við vandann földu yfirvöld sig á bakvið embættismenn sem síðan eru fjarstýrðir af alþjóðastofnunum og við vitum í rauninni ekki hver ræður för lengur,“ segir Jóhannes Loftsson, stofnandi Ábyrgrar framtíðar. Jóhannes vill aflétta strax öllum samkomutakmörkunum komist hann til valda og fylgja yfirvöldum í Texas í Bandaríkjunum þegar kemur að því að eiga við faraldurinn. Í þeim efnum lítur hann einkum til snemmtækrar lyfjameðferðar sem hann segir að þar sé beitt, meðal annars með lyfinu Ivermectin. Íslensk heilbrigðisyfirvöld mæla ekki með notkun þess lyfs. Alþingi Alþingiskosningar 2021 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Ábyrg framtíð Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Sjá meira
Þegar hafa um 2.400 greitt atkvæði á höfuðborgarsvæðinu og samtals 3.100 um land allt. Þetta er meira en í síðustu alþingiskosningum, sem helgast að vonum einkum af faraldursástandinu. „Það er fínn gangur í þessu,“ segir Sigríður Kristinsdóttir, sýslumaður á höfuðborgarsvæðinu. „Við erum með miklu meiri opnun en hefur verið, meðal annars vegna ástandsins sem er. Við erum að dreifa fólkinu og það getur verið þess vegna sem er meiri kosning. Það er opið frá 10 til 10 alla daga, í Kringlunni og Smáralind.“ Öruggast að kjósa strax? Borið hefur á að stjórnmálaöfl hvetji kjósendur beinlínis til að drífa sig að kjósa fyrir kjördag, eins og til dæmis Ungir jafnaðarmenn hafa gert. Það er þá til þess að forða fólki frá vandræðum sem kunna að hljótast af einangrun og sóttkví í kringum kosningar. Annað eins á þó ekki að koma í veg fyrir að fólk geti kosið. „Nú er verið að skipuleggja hvernig þessi kosning fer fram en þeir sem eru í sóttkví eða einangrun vegna Covid á kjördag geta kosið utan kjörfundar,“ segir Sigríður. Greiði maður framboði atkvæði utan kjörfundar sem síðan nær ekki að skila inn nauðsynlegum undirskriftum fyrir 10. september, fellur það atkvæði dautt. Þá er gott að geta kosið aftur, hvort sem það er aftur utan kjörfundar eða á sjálfan kjördag. Mælir með lyfjum sem íslensk stjórnvöld taka ekki gild Eitt framboð sem stendur nú í ströngu við að ná að undirskriftum í tæka tíð er nýja stjórnmálahreyfingin Ábyrg framtíð, sem hefur sterk tengsl við mótmælahreyfinguna Covidspyrnan. Hún er nýbúin að fá listabókstafinn Y en stofnandinn segir undirskriftasöfnunina þó fara hægt af stað. Hann vill nota lyf sem bönnuð eru á Íslandi, efast stórlega um gagnsemi bólusetninga og er mjög gagnrýninn á það hvernig stjórnvöld tókust á við faraldurinn og kallar eftir að þau taki ábyrgð. „Í staðinn fyrir að stjórna og reyna að ræða mögulegar vísindalegar lausnir til að takast á við vandann földu yfirvöld sig á bakvið embættismenn sem síðan eru fjarstýrðir af alþjóðastofnunum og við vitum í rauninni ekki hver ræður för lengur,“ segir Jóhannes Loftsson, stofnandi Ábyrgrar framtíðar. Jóhannes vill aflétta strax öllum samkomutakmörkunum komist hann til valda og fylgja yfirvöldum í Texas í Bandaríkjunum þegar kemur að því að eiga við faraldurinn. Í þeim efnum lítur hann einkum til snemmtækrar lyfjameðferðar sem hann segir að þar sé beitt, meðal annars með lyfinu Ivermectin. Íslensk heilbrigðisyfirvöld mæla ekki með notkun þess lyfs.
Alþingi Alþingiskosningar 2021 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Ábyrg framtíð Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Sjá meira