„Ekki vírusinn sem er vandamálið heldur stefnuleysi yfirvalda“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. september 2021 11:23 Iceland Airwaves hefur iðulega verið vel sótt og lífgað upp á borgina. Svo verður ekki í ár. Vísir/andri marinó Tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves hefur verið frestað til ársins 2022 vegna áframhaldandi samkomutakmarkana í ljósi kórónuveirufaraldursins. Framkvæmdastjóri hátíðarinnar segir það mikil vonbrigði fyrir íslenska tónlistariðnaðinn að samkomutakmarkanir séu enn svo strangar. „Það eru tveir mánuðir í hátíð og við vorum með tólf tónleikastaði bókaða og 130 bönd, þar af 65 frá útlöndum og allir þurfa að vita hvort sé hægt að halda hátíðina eða ekki,“ segir Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdastjóri Senu, sem sér um hátíðina. Frá og með morgundeginum mega 500 koma saman í rými sýni allir fram á niðurstöðu hraðprófs. Fólk verður þó að vera í númeruðum sætum og þurfa að bera grímur þar til það sest niður. „Ég held að það sé alveg ljóst að það er enginn vilji hjá yfirvöldum að leyfa að svona viðburður megi fara fram. Þannig að við neyddumst til að kasta inn handklæðinu en þetta er alveg gríðarlega sorglegt,“ segir Ísleifur. Hann segir íslensku tónlistarsenuna líða fyrir frestunina. „Þetta er náttúrulega bara algjör tragedía fyrir íslenska tónlist. Íslensk tónlist á hverju ári hverfist í kring um Iceland Airwaves. Undir venjulegum kringumstæðum væru öll böndin núna að gefa út nýja tónlist og við værum að heyra endalaus af nýrri tónlist verða til og nýjum böndum að verða til.“ „Það er bara verið að ganga af íslenskri tónlist dauðri.“ Hann furðar sig á því að reglurnar séu enn svona strangar hér á landi. „Maður myndi halda þegar við erum 90 prósent bólusett, og það er svo sem alveg hægt að setja skilyrði að bara bólusett fólk megi mæta,“ segir Ísleifur. „Ef við erum að tala um hraust og heilbrigt fólk sem er þar að auki sent í skyndipróf þá er erfitt að átta sig á því að það þurfi allar þessar hömlur ofan á það.“ „Ég myndi segja að núna er það ekki vírusinn sem er vandamálið heldur stefnuleysi yfirvalda. og það virðist ekki vera neinn vilji að koma þessum hlutum í gang aftur,“ segir Ísleifur. Tónlist Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Airwaves Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Ástralski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Sjá meira
„Það eru tveir mánuðir í hátíð og við vorum með tólf tónleikastaði bókaða og 130 bönd, þar af 65 frá útlöndum og allir þurfa að vita hvort sé hægt að halda hátíðina eða ekki,“ segir Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdastjóri Senu, sem sér um hátíðina. Frá og með morgundeginum mega 500 koma saman í rými sýni allir fram á niðurstöðu hraðprófs. Fólk verður þó að vera í númeruðum sætum og þurfa að bera grímur þar til það sest niður. „Ég held að það sé alveg ljóst að það er enginn vilji hjá yfirvöldum að leyfa að svona viðburður megi fara fram. Þannig að við neyddumst til að kasta inn handklæðinu en þetta er alveg gríðarlega sorglegt,“ segir Ísleifur. Hann segir íslensku tónlistarsenuna líða fyrir frestunina. „Þetta er náttúrulega bara algjör tragedía fyrir íslenska tónlist. Íslensk tónlist á hverju ári hverfist í kring um Iceland Airwaves. Undir venjulegum kringumstæðum væru öll böndin núna að gefa út nýja tónlist og við værum að heyra endalaus af nýrri tónlist verða til og nýjum böndum að verða til.“ „Það er bara verið að ganga af íslenskri tónlist dauðri.“ Hann furðar sig á því að reglurnar séu enn svona strangar hér á landi. „Maður myndi halda þegar við erum 90 prósent bólusett, og það er svo sem alveg hægt að setja skilyrði að bara bólusett fólk megi mæta,“ segir Ísleifur. „Ef við erum að tala um hraust og heilbrigt fólk sem er þar að auki sent í skyndipróf þá er erfitt að átta sig á því að það þurfi allar þessar hömlur ofan á það.“ „Ég myndi segja að núna er það ekki vírusinn sem er vandamálið heldur stefnuleysi yfirvalda. og það virðist ekki vera neinn vilji að koma þessum hlutum í gang aftur,“ segir Ísleifur.
Tónlist Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Airwaves Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Ástralski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Sjá meira