Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Breiðablik 3-3 | Sex mörk og eitt rautt spjald í fjörugum leik Sverrir Mar Smárason skrifar 5. september 2021 15:12 Stjarnan gerði 3-3 jafntefli við Breiðablik í dag. Breiðablik kom í heimsókn á Samsung völlinn í hádeginu í dag til þess að spila við Stjörnuna í Pepsi-Max deild kvenna. Lítið var undir í þessum leik þar sem Breiðablik er öruggt í 2.sæti og Stjarnan siglir lygnan sjó um miðja deild. Bæði liðin því að mörgu leyti sátt við lokatölur leiksins, 3-3 jafntefli. Fyrri hálfleikurinn var mikil skemmtun. Stjörnustúlkur komust yfir snemma í leiknum eða á 4.mínútu eftir frábæra sendingu frá Hildigunni Ýr í gegnum vörn Breiðabliks og Betsy Hasset lagði boltann framhjá Telmu í marki Blika. Óvænt mark snemma leiks. Þær voru þó ekki lengi í forystu því Agla María Albertsdóttir jafnaði metin aðeins korteri seinna. Boltinn datt þá til hennar í teig Stjörnunnar og Agla María nýtti tækifærið og skoraði. Hildur Antonsdóttir kom Breiðablik svo í forystu, 2-1, á 23.mínútu eftir að Halla Margrét hafði reynt að kýla frá fyrirgjöf frá Birtu Georgsdóttur. Hildur grimmust í teignum, skallaði boltann inn og Blikastúlkur komnar yfir. Sú forysta dugði þó einnig skammt því að á 33.mínútu jafnaði Gyða Kristín metin aftur fyrir Stjörnuna eftir sendingu frá Snædísi Maríu. Blikar vildu fá dæmda rangstæðu en varð aðstoðardómarinn við þeirri ósk og staðan því 2-2. Rétt fyrir lok fyrri hálfleiks gerðist Selma Sól Magnúsdóttir sek um slæm mistök. Hún missti boltann til Snædísar Maríu sem var við það að sleppa eins í gegn þegar Selma Sól togaði í treyjuna hennar og stoppaði hana. Fyrir það fékk Selma Sól að líta beint rautt spjald og Blikar því einni færri og hálfleikstölur 2-2. Síðari hálfleikur byrjaði, líkt og sá fyrri, á marki. Karítas Tómasdóttir, leikmaður Breiðabliks, vann þá boltann á miðjunni og tók á rás. Við vítateig náði Málfríður Erna að stöðva Karítas en boltinn fór til Tiffany Mc Carty sem skaut viðstöðulaust að marki. Halla Margrét, markmaður Stjörnunnar, réði ekki við skotið og tíu Blikastúlkur því komnar yfir, 3-2. Lið Stjörnunnar var með tök á leiknum megnið af síðari hálfleik en hvorugu liðinu tókst að skapa sér almennileg marktækifæri. Það var svo eftir klukkutíma leik sem Hildigunnur Ýr slapp ein gegn Telmu Ívarsdóttur. Telma varði fyrra skotið frá Hildigunni en Hildigunnur fékk boltann aftur og reyndi annað skot en þá var það Karítas Tómasdóttir sem var komin niður á línu og fékk skotið í sig. Karítas fékk boltann þó í höndina og víti dæmt. Karítas fékk umdeilt gult spjald fyrir að hafa stoppað mark með hendinni en ákvörðun dómarans var gult spjald ekki um það deilt. Gyða Kristín fór á punktinn og jafnaði leikinn í annað sinn fyrir Stjörnustúlkur. Það sem eftir lifði leiks reyndu bæði lið að sækja sigurmarkið en það gekk ekki og lokatölur í hádegisleik á Samsung vellinum í Garðabæ því 3-3 jafntefli. Af hverju var jafntefli? Hvorugt liðið gerði í raun nóg til þess að vinna leikinn í dag. Mikið um klaufalegan varnarleik og slæm mistök aftarlega á vellinum báðu megin. Hverjar stóðu upp úr? Gyða Kristín skoraði tvö mörk og bar af í Stjörnuliðinu og sömuleiðis Anna María, fyrirliði, sem gerði lítið af mistökum. Karítas Tómasdóttir átti góðan leik fyrir Blika. Byrjaði á miðjunni en var svo færð í vörnina eftir rauða spjald Selmu Sólar. Hvað hefði mátt betur fara? Breiðabliks liðið var heldur tætt. Lykilmenn hvíldir eða frá og aðrar að spila úr stöðum. Eftir rauða spjaldið þurfti svo að hreyfa enn meira til og þær náðu aldrei almennilega jafnvægi. Stutt á milli leikja sömuleiðis og kannski ekki allur fókus á þessum leik. Stjörnustúlkur hefðu getað nýtt yfirtöluna talsvert betur. Þær fengu mörg góð tækifæri til þess að skapa sér færi en voru ekki nægilega snarpar í því. Hvað gerist næst? Liðin spila lokaleik sinn í Pepsi-Max deildinni í ár næsta sunnudag, 12.september. Stjarnan fer norður á Sauðárkrók og spilar við Tindastól en Breiðablik fær Þrótt R. í heimsókn í Kópavoginn. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Stjarnan
Breiðablik kom í heimsókn á Samsung völlinn í hádeginu í dag til þess að spila við Stjörnuna í Pepsi-Max deild kvenna. Lítið var undir í þessum leik þar sem Breiðablik er öruggt í 2.sæti og Stjarnan siglir lygnan sjó um miðja deild. Bæði liðin því að mörgu leyti sátt við lokatölur leiksins, 3-3 jafntefli. Fyrri hálfleikurinn var mikil skemmtun. Stjörnustúlkur komust yfir snemma í leiknum eða á 4.mínútu eftir frábæra sendingu frá Hildigunni Ýr í gegnum vörn Breiðabliks og Betsy Hasset lagði boltann framhjá Telmu í marki Blika. Óvænt mark snemma leiks. Þær voru þó ekki lengi í forystu því Agla María Albertsdóttir jafnaði metin aðeins korteri seinna. Boltinn datt þá til hennar í teig Stjörnunnar og Agla María nýtti tækifærið og skoraði. Hildur Antonsdóttir kom Breiðablik svo í forystu, 2-1, á 23.mínútu eftir að Halla Margrét hafði reynt að kýla frá fyrirgjöf frá Birtu Georgsdóttur. Hildur grimmust í teignum, skallaði boltann inn og Blikastúlkur komnar yfir. Sú forysta dugði þó einnig skammt því að á 33.mínútu jafnaði Gyða Kristín metin aftur fyrir Stjörnuna eftir sendingu frá Snædísi Maríu. Blikar vildu fá dæmda rangstæðu en varð aðstoðardómarinn við þeirri ósk og staðan því 2-2. Rétt fyrir lok fyrri hálfleiks gerðist Selma Sól Magnúsdóttir sek um slæm mistök. Hún missti boltann til Snædísar Maríu sem var við það að sleppa eins í gegn þegar Selma Sól togaði í treyjuna hennar og stoppaði hana. Fyrir það fékk Selma Sól að líta beint rautt spjald og Blikar því einni færri og hálfleikstölur 2-2. Síðari hálfleikur byrjaði, líkt og sá fyrri, á marki. Karítas Tómasdóttir, leikmaður Breiðabliks, vann þá boltann á miðjunni og tók á rás. Við vítateig náði Málfríður Erna að stöðva Karítas en boltinn fór til Tiffany Mc Carty sem skaut viðstöðulaust að marki. Halla Margrét, markmaður Stjörnunnar, réði ekki við skotið og tíu Blikastúlkur því komnar yfir, 3-2. Lið Stjörnunnar var með tök á leiknum megnið af síðari hálfleik en hvorugu liðinu tókst að skapa sér almennileg marktækifæri. Það var svo eftir klukkutíma leik sem Hildigunnur Ýr slapp ein gegn Telmu Ívarsdóttur. Telma varði fyrra skotið frá Hildigunni en Hildigunnur fékk boltann aftur og reyndi annað skot en þá var það Karítas Tómasdóttir sem var komin niður á línu og fékk skotið í sig. Karítas fékk boltann þó í höndina og víti dæmt. Karítas fékk umdeilt gult spjald fyrir að hafa stoppað mark með hendinni en ákvörðun dómarans var gult spjald ekki um það deilt. Gyða Kristín fór á punktinn og jafnaði leikinn í annað sinn fyrir Stjörnustúlkur. Það sem eftir lifði leiks reyndu bæði lið að sækja sigurmarkið en það gekk ekki og lokatölur í hádegisleik á Samsung vellinum í Garðabæ því 3-3 jafntefli. Af hverju var jafntefli? Hvorugt liðið gerði í raun nóg til þess að vinna leikinn í dag. Mikið um klaufalegan varnarleik og slæm mistök aftarlega á vellinum báðu megin. Hverjar stóðu upp úr? Gyða Kristín skoraði tvö mörk og bar af í Stjörnuliðinu og sömuleiðis Anna María, fyrirliði, sem gerði lítið af mistökum. Karítas Tómasdóttir átti góðan leik fyrir Blika. Byrjaði á miðjunni en var svo færð í vörnina eftir rauða spjald Selmu Sólar. Hvað hefði mátt betur fara? Breiðabliks liðið var heldur tætt. Lykilmenn hvíldir eða frá og aðrar að spila úr stöðum. Eftir rauða spjaldið þurfti svo að hreyfa enn meira til og þær náðu aldrei almennilega jafnvægi. Stutt á milli leikja sömuleiðis og kannski ekki allur fókus á þessum leik. Stjörnustúlkur hefðu getað nýtt yfirtöluna talsvert betur. Þær fengu mörg góð tækifæri til þess að skapa sér færi en voru ekki nægilega snarpar í því. Hvað gerist næst? Liðin spila lokaleik sinn í Pepsi-Max deildinni í ár næsta sunnudag, 12.september. Stjarnan fer norður á Sauðárkrók og spilar við Tindastól en Breiðablik fær Þrótt R. í heimsókn í Kópavoginn.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti