Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Stjarnan er held ég svolítið að leita að sínum einkennum,“ segir Ólafur Kristjánsson um lið Stjörnunnar í síðasta þætti Stúkunnar aðspurður fyrir hvað liðið stæði. Íslenski boltinn 29.7.2025 23:01
„Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ FH komst í kvöld í bikarúrslit kvenna í fyrsta sinn í sögu félagsins eftir 2-3 dramatískan sigur á Valskonum á Hlíðarenda, þar sem sigurmarkið kom ekki fyrr enn á lokamínútu framlengingar þegar varamaðurinn Margrét Brynja Kristjánsdóttir skoraði laglegt mark. Arna Eiríksdóttir fyrirliði FH liðsins var stórkostleg í kvöld og stýrði vörn sinna kvenna með stakri prýði. Íslenski boltinn 29.7.2025 22:49
Njarðvík á toppinn Njarðvík er komið í toppsæti Lengjudeildar karla í knattspyrnu eftir öflugan 3-0 sigur á HK sem er í 3. sæti. ÍR getur náð toppsætinu á nýjan leik annað kvöld. Íslenski boltinn 29.7.2025 21:09
KR missir sinn efnilegasta mann Hinn stórefnilegi Alexander Rafn Pálmason mun yfirgefa KR í lok leiktíðar. Íslenski boltinn 29. júlí 2025 15:32
Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Liverpool hefur gengið frá samningi við sautján ára framherja sem kemur frá enska D-deildarliðinu Salford City. Enski boltinn 29. júlí 2025 15:02
Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Knattspyrnustjóri Newcastle United var spurður út í framtíð sænska framherjans Alexander Isak en búist er við því að Liverpool bjóði metupphæð í leikmanninn. Enski boltinn 29. júlí 2025 14:01
Jóhannes skrifar undir hjá Kolding Jóhannes Kristinn Bjarnason hefur skrifað undir hjá danska félaginu Kolding. Skiptin hafa legið í loftinu í vikunni. Fótbolti 29. júlí 2025 11:44
„Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Axel Óskar Andrésson skildi sína menn í Aftureldingu eftir í slæmum málum í Garðabænum í gær þegar hann fékk tvö gul spjöld með aðeins sex mínútna millibili í fyrri hálfleiknum. Íslenski boltinn 29. júlí 2025 11:33
Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Það gefur á bátinn hjá stjórn knattspyrnudeildar Grindavíkur en formaðurinn, Haukur Guðberg Einarsson, er hættur eftir meintan trúnaðarbrest í stjórninni. Íslenski boltinn 29. júlí 2025 11:04
Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Alisson Becker, markvörður Liverpool, hefur yfirgefið æfinga- og keppnisferð liðsins í Asíu og er haldinn heim til Bítlaborgarinnar. Enski boltinn 29. júlí 2025 10:32
Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Víkingar misstu af tveimur dýrmætum stigum í titilbaráttu Bestu deildar karla í fótbolta eftir að þeir fengu á sig jöfnunarmark á móti Fram með síðustu spyrnu leiksins. Íslenski boltinn 29. júlí 2025 09:33
Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Stjarnan vann 4-1 sigur á Aftureldingu í lokaleik sextándu umferðar Bestu deildar karla í fótbolta í gærkvöldi og nú má sjö mörkin úr leiknum hér á Vísi. Íslenski boltinn 29. júlí 2025 08:03
Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Portúgalska stórstjarnan Cristiano Ronaldo er á ferðinni í æfingaferð með sádi-arabíska liði sínu í Ölpunum og koma hans til Austurríkis hefur ekki farið framhjá ungum heimamönnum. Fótbolti 29. júlí 2025 07:31
Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Hannah Hampton, markvörður Evrópumeistara Englands, hefur heldur betur þurft að hafa fyrir því að komast þangað sem hún er í dag. Ofan á allt sem hún hefur tæklað til þessa á ferlinum þurfti hún að tækla mikla sorg í aðdraganda Evrópumótsins þar sem afi hennar lést skömmu fyrir mót. Fótbolti 29. júlí 2025 07:00
Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Það virðist sem KR sé nú þegar búið að finna arftaka Jóhannes Kristins Bjarnasonar á miðsvæðinu. Sá heitir Orri Hrafn Kjartansson og hefur verið í litlu hlutverki hjá Val, toppliði Bestu deildar karla í knattspyrnu, á leiktíðinni. Íslenski boltinn 28. júlí 2025 23:03
„Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Mér líður bara mjög vel. Það er fulllangt síðan við unnum,“ sagði Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, eftir 4-1 sigur liðsins gegn Aftureldingu í Bestu-deild karla í knattspyrnu í kvöld. Fótbolti 28. júlí 2025 22:03
„Vorum búnir að vera miklu betri“ Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, var eðlilega svekktur eftir 4-1 tap sinna manna gegn Stjörnunni í kvöld. Leikurinn litaðist helst af því að Axel Óskar Andrésson, leikmaður Aftureldingar, nældi sér í rautt spjald í fyrri hálfleik. Fótbolti 28. júlí 2025 21:48
„Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ „Það er bara geggjað að fá sigur. Þetta er búið að vera smá erfitt í síðustu leikjum,“ sagði Benedikt Waren, leikmaður Stjörnunnar, eftir 4-1 sigur liðsins gegn Aftureldingu í kvöld. Fótbolti 28. júlí 2025 21:31
Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Á fimmtudag tekur KA á móti Silkeborg frá Danmörku í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu. Staðan eftir fyrri leikinn er 1-1 og heimamenn eiga því góðan möguleika í leiknum sem verður sýndur beint á SÝN Sport Ísland. Íslenski boltinn 28. júlí 2025 20:53
Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markvörðurinn Aaron Ramsdale hefur fallið þrívegis úr ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu á ferli sínum, nú síðast með Southampton í vor. Ramsdale gæti hins vegar fengið eitt tækifæri enn í úrvalsdeildinni þar sem Newcastle United vill fá hann í sínar raðir. Enski boltinn 28. júlí 2025 20:16
Markasúpur í „Íslendingaslögum“ Tveir „Íslendingaslagir“ fóru fram í efstu deildum Danmerkur og Svíþjóðar í knattspyrnu. Midtjylland vann 6-2 sigur á Sönderjyske í Danmörku á meðan Elfsborg vann 4-3 sigur á Gautaborg. Fótbolti 28. júlí 2025 19:31
KR lætur þjálfarateymið fjúka Gunnar Einarsson og Ívar Ingimarsson eru ekki lengur þjálfarar kvennaliðs KR í knattspyrnu. Liðið er sem stendur í 5. sæti Lengjudeildar kvenna. Íslenski boltinn 28. júlí 2025 18:47
Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Eftir að lenda 0-1 undir kom Stjarnan til baka eftir að Axel Óskar Andrésson sá rautt í liði Aftureldingar. Lokatölur í Garðabænum 4-1 þegar Stjarnan tók á móti Aftureldingu í 16. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu. Íslenski boltinn 28. júlí 2025 18:31
Tómas Bent nálgast Edinborg Miðjumaðurinn Tómas Bent Magnússon er við það að ganga í raðir Hearts sem kemur frá Edinborg og leikur í efstu deild skosku knattspyrnunnar. Tómas Bent var ekki með Val þegar liðið styrkti hirti toppsæti Bestu deildarinnar með 3-1 sigri á FH. Íslenski boltinn 28. júlí 2025 18:03