Oddvitaáskorunin: Líður hvergi betur en í vatninu Samúel Karl Ólason skrifar 4. september 2021 15:00 Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2021 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Ingibjörg Ólöf Isaksen leiðir lista Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi í kosningunum. „Ég heiti Ingibjörg Isaksen og bý á Akureyri. Ég æfði og keppti í sundi á uppvaxtarárunum en hef í seinni tíð bæði þjálfað kennt sund, meðal annars fullorðnum skriðsund. Í dag æfa tvær yngstu stelpurnar okkar sund svo það má segja að sund og vatn hafi fylgt mér mest alla ævi, enda líður mér hvergi betur en einmitt í vatninu. Ég er útskrifaður íþróttafræðingur frá Laugarvatni og starfaði sem umsjónarkennari og kennari í þónokkur ár. Svo lá leið mín í Eyjafjarðarsveit þar sem ég var forstöðumaður yfir íþróttamiðstöðinni á Hrafnagili en í dag starfa ég sem framkvæmdastjóri Læknastofa Akureyrar.“ „Ég hef verið viðriðin sveitarstjórnarmál undanfarin þrjú kjörtímabil, fyrst í Eyjafjarðarsveit og síðan í bæjarstjórn Akureyrar. Áhugamál mín er hreyfing í víðasta skilningi orðsins. Hef gaman af útivist, gönguferðum og eins og ég hef komið að, þá líður mér afar vel í vatninu. Svo þykir mér fátt skemmtilegra en þegar fjölskyldan spilar saman en þá grípum við oftar en ekki í Sequence eða Jungle speed.“ Klippa: Oddvitaáskorun - Ingibjörg Ólöf Isaksen Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Þeir eru margir í uppáhaldi en efst á listanum eru Mývatnssveit og Jökulsárgljúfrin eins og þau leggja sig. Hvað færðu þér í bragðaref? Tvöfaldan skammt af bláberjum og þrist. Uppáhalds bók? Ætli ég hafi ekki lesið Ronju ræningjadóttur oftast yfir ævina, Ég lifi eftir Martin Grey hafði mikil áhrif á mig og svo hef ég gaman af spennusögum og þar er Yrsa Sigurðardóttir í miklu uppáhaldi. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Ég er gamaldags þegar kemur að tónlist, hvort sem það er íslenskt eða erlent. Ég viðurkenni þó að af og til detta inn lög með Pink og góð danstónlist hreyfir oft við mér hvort það sé eitthvað til að skammast sín fyrir eða ekki. Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Ekki í þínu kjördæmi) Botnsdalnum í Hvalfjarðarsveit. Ég dvaldi þar löngum stundum þar sem barn og það er yndislegur staður. Annars væri ég til í að búa í strandbæ á Ítalíu ef Ísland kæmi ekki til greina. Dundaðir þú þér við eitthvað á tímum Covid og samkomutakmarkana? Hámhorf eða nýtt áhugamál, sem dæmi. Ég féll aldrei í neitt hámhorf en ég var svo heppin að geta unnið heima og verið í fjarvinnu. Að sama skapi þá var mjög mikið að gera hjá mér. Þegar tækifæri gafst var fjölskyldan dugleg að spila og þar urðu Sequence og Jungle speed oftar en ekki fyrir valinu. Hvað tekur þú í bekk? 60 kg og stefni á að bæta mig Burstar þú tennurnar fyrir eða eftir morgunmat? Bæði fyrir og eftir eins og allir geri ég ráð fyrir :) Draumastarfið? (Fyrir utan þingsetu) Núverandi starf mitt. Er framkvæmdastjóri hjá Læknastofum Akureyrar. - Hvergi betra að vera. Hvað myndir þú segja við Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, ef þú myndir hitta hann í einrúmi? Ég myndi gjarnan vilja eiga við hann alvarlegt spjall um lýðræði og mannréttindi? Uppáhalds tónlistarmaður? Villi Vill - Vilhjálmur Vilhjálmsson hefur verið efstur á vinsældarlistanum, hefur haldið og mun líklega halda þeim titli áfram. Besti fimmaurabrandarinn? Það voru tvær appelsínur að ganga yfir brú – önnur datt í ánna og hin kallaði fljót, fljót skerðu þig í báta. Ein sterkasta minningin úr æsku? Reiðtúrarnir í sveitinni og þegar pabbi kenndi mér að borða spaghetti á Ítalíu. Hver er fyrirmynd þín í pólitík? Vigdís Finnbogadóttir hefur alltaf verið mín fyrirmynd. Besta íslenska Eurovision-lagið? Húsavík – ekki spurning eða gildir það ekki? Besta frí sem þú hefur farið í? Þegar ég fór á Vestfirðina árið 2013. Dásamlegt í alla staði. Uppáhalds þynnkumatur? Er ekki sveittur hamborgari með frönskum á milli, framreiddur af Robba í lúgunni í Leirunesti klassískur? Hve oft hefur þú farið að sjá eldgosið? Aldrei, en hef séð það á vefmyndavél :) Uppáhalds Fóstbræðraatriði? Indriði. Uppáhalds uppátækið frá framhaldsskólaárunum? Busavígslan á fjórða ári í FB. Breiðhyltingar gera hlutina af alvöru og kalla ekki allt ömmu sína í þeim efnum. Rómantískasta uppátækið? Fossinn Dynjandi… segi ekki meir ;) Oddvitaáskorunin Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Framsóknarflokkurinn Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Fleiri fréttir Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Sjá meira
Ingibjörg Ólöf Isaksen leiðir lista Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi í kosningunum. „Ég heiti Ingibjörg Isaksen og bý á Akureyri. Ég æfði og keppti í sundi á uppvaxtarárunum en hef í seinni tíð bæði þjálfað kennt sund, meðal annars fullorðnum skriðsund. Í dag æfa tvær yngstu stelpurnar okkar sund svo það má segja að sund og vatn hafi fylgt mér mest alla ævi, enda líður mér hvergi betur en einmitt í vatninu. Ég er útskrifaður íþróttafræðingur frá Laugarvatni og starfaði sem umsjónarkennari og kennari í þónokkur ár. Svo lá leið mín í Eyjafjarðarsveit þar sem ég var forstöðumaður yfir íþróttamiðstöðinni á Hrafnagili en í dag starfa ég sem framkvæmdastjóri Læknastofa Akureyrar.“ „Ég hef verið viðriðin sveitarstjórnarmál undanfarin þrjú kjörtímabil, fyrst í Eyjafjarðarsveit og síðan í bæjarstjórn Akureyrar. Áhugamál mín er hreyfing í víðasta skilningi orðsins. Hef gaman af útivist, gönguferðum og eins og ég hef komið að, þá líður mér afar vel í vatninu. Svo þykir mér fátt skemmtilegra en þegar fjölskyldan spilar saman en þá grípum við oftar en ekki í Sequence eða Jungle speed.“ Klippa: Oddvitaáskorun - Ingibjörg Ólöf Isaksen Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Þeir eru margir í uppáhaldi en efst á listanum eru Mývatnssveit og Jökulsárgljúfrin eins og þau leggja sig. Hvað færðu þér í bragðaref? Tvöfaldan skammt af bláberjum og þrist. Uppáhalds bók? Ætli ég hafi ekki lesið Ronju ræningjadóttur oftast yfir ævina, Ég lifi eftir Martin Grey hafði mikil áhrif á mig og svo hef ég gaman af spennusögum og þar er Yrsa Sigurðardóttir í miklu uppáhaldi. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Ég er gamaldags þegar kemur að tónlist, hvort sem það er íslenskt eða erlent. Ég viðurkenni þó að af og til detta inn lög með Pink og góð danstónlist hreyfir oft við mér hvort það sé eitthvað til að skammast sín fyrir eða ekki. Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Ekki í þínu kjördæmi) Botnsdalnum í Hvalfjarðarsveit. Ég dvaldi þar löngum stundum þar sem barn og það er yndislegur staður. Annars væri ég til í að búa í strandbæ á Ítalíu ef Ísland kæmi ekki til greina. Dundaðir þú þér við eitthvað á tímum Covid og samkomutakmarkana? Hámhorf eða nýtt áhugamál, sem dæmi. Ég féll aldrei í neitt hámhorf en ég var svo heppin að geta unnið heima og verið í fjarvinnu. Að sama skapi þá var mjög mikið að gera hjá mér. Þegar tækifæri gafst var fjölskyldan dugleg að spila og þar urðu Sequence og Jungle speed oftar en ekki fyrir valinu. Hvað tekur þú í bekk? 60 kg og stefni á að bæta mig Burstar þú tennurnar fyrir eða eftir morgunmat? Bæði fyrir og eftir eins og allir geri ég ráð fyrir :) Draumastarfið? (Fyrir utan þingsetu) Núverandi starf mitt. Er framkvæmdastjóri hjá Læknastofum Akureyrar. - Hvergi betra að vera. Hvað myndir þú segja við Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, ef þú myndir hitta hann í einrúmi? Ég myndi gjarnan vilja eiga við hann alvarlegt spjall um lýðræði og mannréttindi? Uppáhalds tónlistarmaður? Villi Vill - Vilhjálmur Vilhjálmsson hefur verið efstur á vinsældarlistanum, hefur haldið og mun líklega halda þeim titli áfram. Besti fimmaurabrandarinn? Það voru tvær appelsínur að ganga yfir brú – önnur datt í ánna og hin kallaði fljót, fljót skerðu þig í báta. Ein sterkasta minningin úr æsku? Reiðtúrarnir í sveitinni og þegar pabbi kenndi mér að borða spaghetti á Ítalíu. Hver er fyrirmynd þín í pólitík? Vigdís Finnbogadóttir hefur alltaf verið mín fyrirmynd. Besta íslenska Eurovision-lagið? Húsavík – ekki spurning eða gildir það ekki? Besta frí sem þú hefur farið í? Þegar ég fór á Vestfirðina árið 2013. Dásamlegt í alla staði. Uppáhalds þynnkumatur? Er ekki sveittur hamborgari með frönskum á milli, framreiddur af Robba í lúgunni í Leirunesti klassískur? Hve oft hefur þú farið að sjá eldgosið? Aldrei, en hef séð það á vefmyndavél :) Uppáhalds Fóstbræðraatriði? Indriði. Uppáhalds uppátækið frá framhaldsskólaárunum? Busavígslan á fjórða ári í FB. Breiðhyltingar gera hlutina af alvöru og kalla ekki allt ömmu sína í þeim efnum. Rómantískasta uppátækið? Fossinn Dynjandi… segi ekki meir ;)
Oddvitaáskorunin Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Framsóknarflokkurinn Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Fleiri fréttir Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Sjá meira