Dómsmálaráðherra vill ráðast í tilslakanir á samkomutakmörkunum Snorri Másson og Árni Sæberg skrifa 3. september 2021 21:26 Áslaug Arna vill ráðast í tilslakanir. Vísir/Arnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, vill ráðast í tilslakanir á samkomutakmörkunum í næstu viku. Hún vill koma lífinu í eðlilegt horf til lengri tíma. Aðeins 43 greindust með Covid-19 innanlands í gær og þar af voru 63 prósent í sóttkví. Hlutfall greindra í sóttkví fer síhækkandi - og fjöldi covid-veikra á sjúkrahúsi er kominn niður í tíu. Enginn er á gjörgæslu, í fyrsta sinn um nokkra hríð. Þetta telur Áslaug Arna vera ástæðu til tilslakana á samkomutakmörkunum strax í næstu viku en núgildandi aðgerðir gilda til 17. september. „Ég er auðvitað ekki einráð en ég held að það þurfi að endurskoða stöðuna núna í takti við að koma okkur í eðlilegra líf til lengri tíma“ segir Áslaug. Dómsmálaráðherra segist meðal annars hafa áhyggjur af hagsmunum ungs fólks, enda séu takmarkanirnar að koma niður á félagslífi þeirra. „Ég bind vonir við að við setjumst yfir það í næstu viku og afléttum einhverjum takmörkunum hér. Það þurfa auðvitað að vera miklar ástæður og rök fyrir því að takmarka frelsi fólks eins mikið og maður er að gera. Maður hefur auðvitað áhyggjur af okkar unga fólki í dag, þar sem þessar takmarkanir eru að koma niður á félagslífi þeirra og fleira,“ segir hún. Vill afnema grímuskyldu Áslaug segist vonast til þess að grímunotkun verði valfrjáls en grímuskylda er enn á, til dæmis, hárgreiðslustofum, sem sumir hárskerar hafa kvartað sárað undan, á meðan matvöruverslanir hafa margar aflétt skyldunni. Ég stend allan daginn með grímu i andlitinu fer svo eftir vinnu á barinn grímulaus ásamt 200 öðrum i litlu rými, fer grímulaus i Bónus og ræktina.Nei ég er ekki skurðlæknir. Ég er hársnyrtir. Hvaða leikrit er þetta?— Egill Einarsson (@einarsson_egill) September 3, 2021 „Ég bind vonir við að við komumst á þann stað að fólk geti fengið frelsi hér til að taka eigin ákvarðanir um hvort það noti grímur og hvernig það hagi lífi sínu í samskiptum við fólk sem er kannski viðkvæmara fyrir þessum veikindum en aðrir,“ segir Áslaug. Forsætisráðherra segir engar tillögur um tilslakanir liggja fyrir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fagnar því að þeim fækki sem greinast með kórónuveirusmit og þakkar skynsömum ákvörðunum árangurinn. „Við erum að sjá sem betur fer að þeim fækkar sem er að greinast með smit, sem segir mér það að við höfum tekið skynsamlegar ákvarðanir með því að vera með þessar tiltölulega mildu ráðstafanir. Við munum að sjálfsögðu halda áfram að meta stöðuna, það hefur ekki verið ræddar neinar sérstakar tillögur um tilslakanir að þessu sinni, en við munum að sjálfsögðu taka stöðuna eftir því sem þessu vindur fram,“ segir Katrín. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra útilokaði ekki í samtali við fréttastofu í dag að reglum yrði breytt fyrr en fyrirhugað var, en sagði ekkert minnisblað komið á sitt borð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Litlu mátti muna á flugbrautinni Erlent Fleiri fréttir Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Sjá meira
Aðeins 43 greindust með Covid-19 innanlands í gær og þar af voru 63 prósent í sóttkví. Hlutfall greindra í sóttkví fer síhækkandi - og fjöldi covid-veikra á sjúkrahúsi er kominn niður í tíu. Enginn er á gjörgæslu, í fyrsta sinn um nokkra hríð. Þetta telur Áslaug Arna vera ástæðu til tilslakana á samkomutakmörkunum strax í næstu viku en núgildandi aðgerðir gilda til 17. september. „Ég er auðvitað ekki einráð en ég held að það þurfi að endurskoða stöðuna núna í takti við að koma okkur í eðlilegra líf til lengri tíma“ segir Áslaug. Dómsmálaráðherra segist meðal annars hafa áhyggjur af hagsmunum ungs fólks, enda séu takmarkanirnar að koma niður á félagslífi þeirra. „Ég bind vonir við að við setjumst yfir það í næstu viku og afléttum einhverjum takmörkunum hér. Það þurfa auðvitað að vera miklar ástæður og rök fyrir því að takmarka frelsi fólks eins mikið og maður er að gera. Maður hefur auðvitað áhyggjur af okkar unga fólki í dag, þar sem þessar takmarkanir eru að koma niður á félagslífi þeirra og fleira,“ segir hún. Vill afnema grímuskyldu Áslaug segist vonast til þess að grímunotkun verði valfrjáls en grímuskylda er enn á, til dæmis, hárgreiðslustofum, sem sumir hárskerar hafa kvartað sárað undan, á meðan matvöruverslanir hafa margar aflétt skyldunni. Ég stend allan daginn með grímu i andlitinu fer svo eftir vinnu á barinn grímulaus ásamt 200 öðrum i litlu rými, fer grímulaus i Bónus og ræktina.Nei ég er ekki skurðlæknir. Ég er hársnyrtir. Hvaða leikrit er þetta?— Egill Einarsson (@einarsson_egill) September 3, 2021 „Ég bind vonir við að við komumst á þann stað að fólk geti fengið frelsi hér til að taka eigin ákvarðanir um hvort það noti grímur og hvernig það hagi lífi sínu í samskiptum við fólk sem er kannski viðkvæmara fyrir þessum veikindum en aðrir,“ segir Áslaug. Forsætisráðherra segir engar tillögur um tilslakanir liggja fyrir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fagnar því að þeim fækki sem greinast með kórónuveirusmit og þakkar skynsömum ákvörðunum árangurinn. „Við erum að sjá sem betur fer að þeim fækkar sem er að greinast með smit, sem segir mér það að við höfum tekið skynsamlegar ákvarðanir með því að vera með þessar tiltölulega mildu ráðstafanir. Við munum að sjálfsögðu halda áfram að meta stöðuna, það hefur ekki verið ræddar neinar sérstakar tillögur um tilslakanir að þessu sinni, en við munum að sjálfsögðu taka stöðuna eftir því sem þessu vindur fram,“ segir Katrín. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra útilokaði ekki í samtali við fréttastofu í dag að reglum yrði breytt fyrr en fyrirhugað var, en sagði ekkert minnisblað komið á sitt borð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Litlu mátti muna á flugbrautinni Erlent Fleiri fréttir Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Sjá meira