Sáttur við gildandi takmarkanir Snorri Másson og Heimir Már Pétursson skrifa 4. september 2021 15:00 Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala. Landspítali/Þorkell Þorkelsson Forstjóri Landspítala segir gildandi samkomutakmarkanir áfram viðeigandi um sinn. Spítalinn sé áfram á tánum, þrátt fyrir að enginn sé á gjörgæslu. Heilbrigðisráðherra talar fyrir varfærnum skrefum í tilslökunum á næstunni. 56 greindust með kórónuveiruna í gær og þar af voru 36 í sóttkví, sem er áfram nokkuð hátt hlutfall. Smituðum fer sífellt fækkandi og staðan á Landspítala er stöðug. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sagði í gær að staðan væri tilefni til að ráðast í breytingar á takmörkunum. „Ég bind vonir við að við setjumst yfir það í næstu viku og afléttum einhverjum takmörkunum hér. Það þurfa auðvitað að vera miklar ástæður og rök fyrir því að takmarka frelsi fólks eins mikið og maður er að gera. Maður hefur auðvitað áhyggjur af okkar unga fólki í dag, þar sem þessar takmarkanir eru að koma niður á félagslífi þeirra og fleira,“ sagði Áslaug. Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans var spurður hvort spítalinn liti ekki svo á að hægt væri að aflétta takmörkunum í ljósi þess að enginn lægi á bráðadeild. „Ég held að þetta séu bara viðeigandi ráðstafanir eins og þær eru settar upp. Það hefur sem betur fer létt á hjá okkur og jafnvel fyrr en við höfðum átt von á. Það er mjög mikilvægt. En á sama tíma erum við að efla okkar viðbrögð þannig að við eigum borð fyrir báru og getum fljótt brugðist við aftur. Við sjáum líka að það sem er í gangi í samfélaginu hefur áhrif inn á spítalann. Við höfum verið að missa heilu deildirnar hjá okkur í sóttkví sem auðvitað truflar flæði og getu spítalans. Þannig erum áfram á tánum en þetta lítur vel út núna,“ sagði Páll Matthíasson í samtali við fréttastofu. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir ekkert minnisblað komið á hennar borð um að ráðast í tilslakanir en útilokar þær þó ekki. „Við tökum hér eftir sem hingað til varfærin skref. Þær aðgerðir sem eru í gangi á Íslandi núna eru ekki harðar, það er ekki hægt að segja það. Við getum sinnt flestum venjulegum og hefðbundnum daglegum verkefnum en enn þá er eitthvað eftir og við sjáum hvernig því vindur fram.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Erlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Fleiri fréttir Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Sjá meira
56 greindust með kórónuveiruna í gær og þar af voru 36 í sóttkví, sem er áfram nokkuð hátt hlutfall. Smituðum fer sífellt fækkandi og staðan á Landspítala er stöðug. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sagði í gær að staðan væri tilefni til að ráðast í breytingar á takmörkunum. „Ég bind vonir við að við setjumst yfir það í næstu viku og afléttum einhverjum takmörkunum hér. Það þurfa auðvitað að vera miklar ástæður og rök fyrir því að takmarka frelsi fólks eins mikið og maður er að gera. Maður hefur auðvitað áhyggjur af okkar unga fólki í dag, þar sem þessar takmarkanir eru að koma niður á félagslífi þeirra og fleira,“ sagði Áslaug. Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans var spurður hvort spítalinn liti ekki svo á að hægt væri að aflétta takmörkunum í ljósi þess að enginn lægi á bráðadeild. „Ég held að þetta séu bara viðeigandi ráðstafanir eins og þær eru settar upp. Það hefur sem betur fer létt á hjá okkur og jafnvel fyrr en við höfðum átt von á. Það er mjög mikilvægt. En á sama tíma erum við að efla okkar viðbrögð þannig að við eigum borð fyrir báru og getum fljótt brugðist við aftur. Við sjáum líka að það sem er í gangi í samfélaginu hefur áhrif inn á spítalann. Við höfum verið að missa heilu deildirnar hjá okkur í sóttkví sem auðvitað truflar flæði og getu spítalans. Þannig erum áfram á tánum en þetta lítur vel út núna,“ sagði Páll Matthíasson í samtali við fréttastofu. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir ekkert minnisblað komið á hennar borð um að ráðast í tilslakanir en útilokar þær þó ekki. „Við tökum hér eftir sem hingað til varfærin skref. Þær aðgerðir sem eru í gangi á Íslandi núna eru ekki harðar, það er ekki hægt að segja það. Við getum sinnt flestum venjulegum og hefðbundnum daglegum verkefnum en enn þá er eitthvað eftir og við sjáum hvernig því vindur fram.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Erlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Fleiri fréttir Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Sjá meira