Reyndu lengi að vísa árásarmanninum úr landi Samúel Karl Ólason skrifar 5. september 2021 10:44 Ahmed Aathill Mohamed Samsudeen í dómsal árið 2018. AP/Greg Bowker Yfirvöld á Nýja-Sjálandi reyndu um árabil að vísa manninum sem stakk sjö í verslunarmiðstöð í Auckland í vikunni úr landi. Það var eftir að Ahamed Aathil Mohamed Samsudeen, sem er nú á fertugsaldri, kom frá Sri Lanka sem flóttamaður. Samsudeen kom fyrst til Nýja-Sjálands fyrir tíu árum sem námsmaður en sótti um stöðu flóttamanns sem hann fékk árið 2013. Reuters vitnar í skjöl sem voru opinberuð í morgun en þar kemur fram að undanfarin ár hafi verið reynt að vísa honum úr landi en það hafi ekki gengið eftir. Samsudeen tók hníf úr hillu í verslunarmiðstöð á föstudaginn og stakk og skar sjö manns. Enginn dó í árásinni en hann var fljótt skotinn til bana af lögregluþjóni. Þrír eru enn í alvarlegu ástandi og einn hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi. Árásarmaðurinn var undir stöðugu eftirliti nýsjálenskra yfirvalda þar sem hann var talinn aðhyllast hugmyndafræði ISIS. Leynilögregluþjónn sem var að fylgjast með Samsudeen skaut hann til bana í árásinni. Nokkrum sinnum dæmdur í fangelsi Samsudeen hafði nokkrum sinnum verið handtekinn á undanförnum árum og hafði setið í fangelsi í samanlagt þrjú ár. Í fyrra var hann handtekinn fyrir að skipuleggja hryðjuverkaárás en sýknaður því samkvæmt lögum væri ekki nóg að skipuleggja árás til að vera dæmdur. Hann var því dæmdur fyrir að eiga áróðursefni frá hryðjuverkasamtökum og gert að vera undir eftirliti í ár. Eftir að Samsudeen vakti áhyggjur yfirvalda árið 2016 kom í ljós að hann hefði sótt um og fengið stöðu flóttamanns á fölskum forsendum. Síðan þá hefur verið reynt að fella niður vegabréfsáritun hans og vísa honum úr landi. Eftir að brottvísun var samþykkt áfrýjaði hann þeirri ákvörðun en ekki var hægt að taka þá áfrýjun fyrir þar sem Samsudeen sat í fangelsi og seinna ekki fyrr en önnur málaferli gegn honum enduðu, sem var í maí. Reuters hefur eftir Jacindu Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, að þessar misheppnuðu tilraunir til að vísa Samsudeen úr landi væru svekkjandi. Þá hefur ríkisstjórn hennar heitið því að herða lög í landinu og þá sérstaklega lögin sem snúa að skipulagningu árása og löggjöf varðandi innflytjendur. Hér má sjá sjónvarpsfrétt ABC News í Ástralíu um árásina og sakaferil Samsudeen. Hélt aftur af árásarmanninum með röri Fyrrverandi sjúkraflutningamaður hefur hlotið lof fyrir að standa í hárinu á Samsudeen meðan árásin stóð yfir og hlúa að særðum í kjölfar hennar. NZ Herald segir Ross Tomlinson hafa gripið málmrör og notað það til að ógna Samsudeen og draga athygli hans frá öðru fólki í verslunarmiðstöðinni. Tomlinson stóð svo andspænis Samsudeen þegar hann var skotinn til bana. Því næst stökk hann til og hjálpaði við að búa um sár þeirra sem særðust. Þar á meðal voru tvær konur sem Tomlinson telur meðal þeirra sem séu í alvarlegu ástandi. Önnur þeirra var meðal annars með sár á hálsi og öxlum og blæddi mikið. Nýja-Sjáland Mest lesið „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira
Samsudeen kom fyrst til Nýja-Sjálands fyrir tíu árum sem námsmaður en sótti um stöðu flóttamanns sem hann fékk árið 2013. Reuters vitnar í skjöl sem voru opinberuð í morgun en þar kemur fram að undanfarin ár hafi verið reynt að vísa honum úr landi en það hafi ekki gengið eftir. Samsudeen tók hníf úr hillu í verslunarmiðstöð á föstudaginn og stakk og skar sjö manns. Enginn dó í árásinni en hann var fljótt skotinn til bana af lögregluþjóni. Þrír eru enn í alvarlegu ástandi og einn hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi. Árásarmaðurinn var undir stöðugu eftirliti nýsjálenskra yfirvalda þar sem hann var talinn aðhyllast hugmyndafræði ISIS. Leynilögregluþjónn sem var að fylgjast með Samsudeen skaut hann til bana í árásinni. Nokkrum sinnum dæmdur í fangelsi Samsudeen hafði nokkrum sinnum verið handtekinn á undanförnum árum og hafði setið í fangelsi í samanlagt þrjú ár. Í fyrra var hann handtekinn fyrir að skipuleggja hryðjuverkaárás en sýknaður því samkvæmt lögum væri ekki nóg að skipuleggja árás til að vera dæmdur. Hann var því dæmdur fyrir að eiga áróðursefni frá hryðjuverkasamtökum og gert að vera undir eftirliti í ár. Eftir að Samsudeen vakti áhyggjur yfirvalda árið 2016 kom í ljós að hann hefði sótt um og fengið stöðu flóttamanns á fölskum forsendum. Síðan þá hefur verið reynt að fella niður vegabréfsáritun hans og vísa honum úr landi. Eftir að brottvísun var samþykkt áfrýjaði hann þeirri ákvörðun en ekki var hægt að taka þá áfrýjun fyrir þar sem Samsudeen sat í fangelsi og seinna ekki fyrr en önnur málaferli gegn honum enduðu, sem var í maí. Reuters hefur eftir Jacindu Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, að þessar misheppnuðu tilraunir til að vísa Samsudeen úr landi væru svekkjandi. Þá hefur ríkisstjórn hennar heitið því að herða lög í landinu og þá sérstaklega lögin sem snúa að skipulagningu árása og löggjöf varðandi innflytjendur. Hér má sjá sjónvarpsfrétt ABC News í Ástralíu um árásina og sakaferil Samsudeen. Hélt aftur af árásarmanninum með röri Fyrrverandi sjúkraflutningamaður hefur hlotið lof fyrir að standa í hárinu á Samsudeen meðan árásin stóð yfir og hlúa að særðum í kjölfar hennar. NZ Herald segir Ross Tomlinson hafa gripið málmrör og notað það til að ógna Samsudeen og draga athygli hans frá öðru fólki í verslunarmiðstöðinni. Tomlinson stóð svo andspænis Samsudeen þegar hann var skotinn til bana. Því næst stökk hann til og hjálpaði við að búa um sár þeirra sem særðust. Þar á meðal voru tvær konur sem Tomlinson telur meðal þeirra sem séu í alvarlegu ástandi. Önnur þeirra var meðal annars með sár á hálsi og öxlum og blæddi mikið.
Nýja-Sjáland Mest lesið „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira