Kristján Guðmundsson: Það er ekkert gefið að lið sem er einum fleiri vinni leiki Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 5. september 2021 14:40 Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, hefði viljað taka stigin þrjú í dag. VÍSIR/DANÍEL Stjörnustúlkur fengu Breiðablik í heimsókn á Samsungvöllinn í hádegisleik í Pepsi-Max deild kvenna í dag. Leiknum lauk með 3-3 jafntefli en Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, hefði viljað vinna leikinn í dag og þar með báða leiki tímabilsins gegn Breiðablik. „Það hefði verið óskastaðan að vinna þennan leik og hafa unnið tvöfalt á móti þeim. Þá hefðu sagnfræðingar þurft að fara í sögubækurnar og leita hvenær það gerðist síðast. Það tókst ekki. Við upplifðum leikinn þannig að við erum með hann og eigum að vinna hann en ýtum því einhvernvegin frá okkur. Of aum mörk sem við fáum á okkur og gefum svo aðeins eftir í föstum leikatriðum sóknar að við erum alltaf að láta varnarmanninn vera á undan,“ sagði Kristján. Selma Sól, leikmaður Breiðabliks, fékk að líta beint rautt spjald rétt fyrir lok fyrri hálfleiks og Stjörnuliðið því einni fleiri allan síðari hálfleik. Þrátt fyrir það skapaði liðið sér ekki nægilega mörg færi að mati Kristjáns. „Bæði þegar það voru jafn margir inná vellinum og eftir að við urðum einni fleiri þá finnst mér við vera ofan á. Það var svo einfalt hvernig við fáum á okkur mörkin en svo gætu þeir verið að þeir segi það líka hinum megin. Það er ekkert gefið að lið sem er einum fleiri vinni leiki, það er alls ekki þannig. Við sköpuðum alls ekki nógu mörg færi í seinni hálfleik en nóg til þess að jafna leikinn eftir að hafa verið steinsofandi þarna í byrjun,“ sagði Kristján. Stjarnan fékk víti á 61.mínútu þegar skot frá Hildigunni Ýr endaði í hönd Karítasar sem stoppaði þar með mark. Karítas fékk gult spjald fyrir en umdeilt er hvort að fyrir slíkt brot eigi að gefa gult eða rautt spjald. „Ég þarf að fá það alveg á hreinu hvort þetta eigi að vera gult eða rautt en dómaranefndin bara lætur dómarann vita hvort hann gerði rétt eða rangt. Er ekki alltaf verið að breyta þessu?“ sagði Kristján en undirritaður skaut þá inn að Reece James leikmaður Chelsea er ný búinn að fá rautt fyrir svipað atvik. „Þá er þetta rautt,“ bætti Kristján við og glotti. Stjörnunni hefur gengið betur í ár en undanfarin ár. Margar ungar stelpur hafa fengið stærra hlutverk og framhaldið er bjart að mati Kristjáns sem vill þó styrkja núverandi kjarna á næsta ári. „Ég sé framhaldið bara svipað og það er núna. Það er uppsveifla frá seinustu tveimur tímabilum og við erum að safna fleiri stigum en í fyrra og hitteðfyrra, jafnari spilamennska og fleiri leikmenn að spila stöðugt í liðinu. Þjálfarinn er ekki alltaf að gera breytingar og hefur spilað meira á sama liðinu. En samt, leikmenn hafa fengið tækifæri og það sem ég sé í framhaldinu er að halda sama kjarna en styrkja okkur til þess að enda hærra á næsta ári,“ sagði Kristján að lokum. Pepsi Max-deild kvenna Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Breiðablik 3-3 | Sex mörk og eitt rautt spjald í fjörugum leik Stjarnan tóká móti Breiðabliki í Pepsi Max deild kvenna í dag. Lokatölur 3-3 í fjörugum leik sem bauð upp á sex mörk, rautt spjald og víti. 5. september 2021 13:52 Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Sjá meira
„Það hefði verið óskastaðan að vinna þennan leik og hafa unnið tvöfalt á móti þeim. Þá hefðu sagnfræðingar þurft að fara í sögubækurnar og leita hvenær það gerðist síðast. Það tókst ekki. Við upplifðum leikinn þannig að við erum með hann og eigum að vinna hann en ýtum því einhvernvegin frá okkur. Of aum mörk sem við fáum á okkur og gefum svo aðeins eftir í föstum leikatriðum sóknar að við erum alltaf að láta varnarmanninn vera á undan,“ sagði Kristján. Selma Sól, leikmaður Breiðabliks, fékk að líta beint rautt spjald rétt fyrir lok fyrri hálfleiks og Stjörnuliðið því einni fleiri allan síðari hálfleik. Þrátt fyrir það skapaði liðið sér ekki nægilega mörg færi að mati Kristjáns. „Bæði þegar það voru jafn margir inná vellinum og eftir að við urðum einni fleiri þá finnst mér við vera ofan á. Það var svo einfalt hvernig við fáum á okkur mörkin en svo gætu þeir verið að þeir segi það líka hinum megin. Það er ekkert gefið að lið sem er einum fleiri vinni leiki, það er alls ekki þannig. Við sköpuðum alls ekki nógu mörg færi í seinni hálfleik en nóg til þess að jafna leikinn eftir að hafa verið steinsofandi þarna í byrjun,“ sagði Kristján. Stjarnan fékk víti á 61.mínútu þegar skot frá Hildigunni Ýr endaði í hönd Karítasar sem stoppaði þar með mark. Karítas fékk gult spjald fyrir en umdeilt er hvort að fyrir slíkt brot eigi að gefa gult eða rautt spjald. „Ég þarf að fá það alveg á hreinu hvort þetta eigi að vera gult eða rautt en dómaranefndin bara lætur dómarann vita hvort hann gerði rétt eða rangt. Er ekki alltaf verið að breyta þessu?“ sagði Kristján en undirritaður skaut þá inn að Reece James leikmaður Chelsea er ný búinn að fá rautt fyrir svipað atvik. „Þá er þetta rautt,“ bætti Kristján við og glotti. Stjörnunni hefur gengið betur í ár en undanfarin ár. Margar ungar stelpur hafa fengið stærra hlutverk og framhaldið er bjart að mati Kristjáns sem vill þó styrkja núverandi kjarna á næsta ári. „Ég sé framhaldið bara svipað og það er núna. Það er uppsveifla frá seinustu tveimur tímabilum og við erum að safna fleiri stigum en í fyrra og hitteðfyrra, jafnari spilamennska og fleiri leikmenn að spila stöðugt í liðinu. Þjálfarinn er ekki alltaf að gera breytingar og hefur spilað meira á sama liðinu. En samt, leikmenn hafa fengið tækifæri og það sem ég sé í framhaldinu er að halda sama kjarna en styrkja okkur til þess að enda hærra á næsta ári,“ sagði Kristján að lokum.
Pepsi Max-deild kvenna Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Breiðablik 3-3 | Sex mörk og eitt rautt spjald í fjörugum leik Stjarnan tóká móti Breiðabliki í Pepsi Max deild kvenna í dag. Lokatölur 3-3 í fjörugum leik sem bauð upp á sex mörk, rautt spjald og víti. 5. september 2021 13:52 Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan - Breiðablik 3-3 | Sex mörk og eitt rautt spjald í fjörugum leik Stjarnan tóká móti Breiðabliki í Pepsi Max deild kvenna í dag. Lokatölur 3-3 í fjörugum leik sem bauð upp á sex mörk, rautt spjald og víti. 5. september 2021 13:52