Breskur sjóður kaupir gagnaverið Verne Global fyrir 40 milljarða Eiður Þór Árnason skrifar 6. september 2021 11:32 Gagnaverið Verne Global á Ásbrú. Verne Global Breski sjóðurinn Digital 9 Infrastructure hefur fest kaup á gagnaverinu Verne Global fyrir 231 milljón sterlingspunda eða rúma 40 milljarða króna. Verne Holdings Limited, eignarhaldsfélag Verne Global, er meðal annars í eigu Novator, fjárfestingafélags Björgólfs Thors Björgólfssonar, og sjóðs í rekstri Stefnis sem er að mestu í eigu íslenskra lífeyrissjóða. Í tilkynningu frá Digital 9 Infrastructure segir að gagnaverið á Ásbrú bjóði upp á mikla vaxtarmöguleika og njóti góðs af lágum meðalhita á Íslandi. Lítill kælikostnaður geri það að verkum að um sé að ræða eitt hagkvæmastu gagnaverum í heimi. „Þetta og aðgengi að ódýrri, nær ótakmarkaðri orku gerir Verne Global kleift að bjóða stórvirka tölvuvinnslu á markaðsleiðandi verði.“ Um er að ræða fyrstu fjárfestingu sjóðsins í gagnaverum og hún sögð í samræmi við þá stefnu hans að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis í rekstri gagnavera og annarra stafrænna innviða. Í tilkynningu segir að til viðbótar við kaupin á Verne Global skoði Digital 9 Infrastructure nú fleiri fjárfestingakosti í gagnaverum. 30 prósent árlegur vöxtur Í fyrra var greint frá því að verja ætti 27 milljónum dala, jafnvirði 3,7 milljarða króna, til að stækka gagnaver Verne Global sem er staðsett á gamla varnarsvæðinu í Reykjanesbæ. Þá sagði Helgi Helgason, framkvæmdastjóri félagsins, í samtali við Markaðinn að gagnaverið hafi að meðaltali vaxið um 30 prósent á ári frá árinu 2012. Haft er eftir Dominic Ward, forstjóra Verne Global, í tilkynningu að félagið upplifi öran vöxt og aukið ákall eftir sjálfbærum lausnum fyrir stórvirka tölvuvinnslu. Kaup D9 geri stjórnendum kleift að hraða frekari vexti fyrirtækisins og bregðast betur við þörfum viðskiptavina. Reykjanesbær Kaup og sala fyrirtækja Tengdar fréttir Nýr raforkusamningur Landsvirkjunar og Verne Global Landsvirkjun og Verne Global hf. tilkynntu í dag undirritun nýs raforkusamnings. Um er að ræða grænan raforkusamning sem gildir til 2030, en í honum er samið um upprunaábyrgðir til staðfestingar á því að öll raforka sem seld er til gagnavers Verne Global á Íslandi er einungis framleidd með endurnýjanlegum orkugjöfum. 30. júní 2021 14:35 Spennar við gagnaver brunnu yfir Talið er að spennivirki hafi brunnið yfir við gagnaver Verne Global á Reykjanesi. Fimm slökkviliðsmenn sinna útkallinu auk annarra 16. febrúar 2019 00:44 SÍA II og lífeyrissjóðir með hlut í gagnaveri Íslenskir fagfjárfestar hafa bæst í hluthafahóp Verne Global eftir 98 milljóna Bandaríkjadala hlutafjáraukningu, sem svarar tæplega 12,8 milljörðum króna. Fram kemur í tilkynningu félagsins að fjármögnunin geri Verne Global kleift að ráðast í næsta áfanga 13. janúar 2015 07:15 Íslenskir fagfjárfestar bætast í hóp hluthafa Verne Global Verne Global hefur lokið við hlutafjáraukningu fyrir allt að 98 milljónir bandaríkjadala. SÍA II, framtakssjóður í rekstri Stefnis, kemur ásamt hópi lífeyrissjóða, nýr inn í hluthafahóp félagsins. 12. janúar 2015 12:52 Mest lesið Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Viðskipti innlent Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Viðskipti innlent Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Sjá meira
Verne Holdings Limited, eignarhaldsfélag Verne Global, er meðal annars í eigu Novator, fjárfestingafélags Björgólfs Thors Björgólfssonar, og sjóðs í rekstri Stefnis sem er að mestu í eigu íslenskra lífeyrissjóða. Í tilkynningu frá Digital 9 Infrastructure segir að gagnaverið á Ásbrú bjóði upp á mikla vaxtarmöguleika og njóti góðs af lágum meðalhita á Íslandi. Lítill kælikostnaður geri það að verkum að um sé að ræða eitt hagkvæmastu gagnaverum í heimi. „Þetta og aðgengi að ódýrri, nær ótakmarkaðri orku gerir Verne Global kleift að bjóða stórvirka tölvuvinnslu á markaðsleiðandi verði.“ Um er að ræða fyrstu fjárfestingu sjóðsins í gagnaverum og hún sögð í samræmi við þá stefnu hans að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis í rekstri gagnavera og annarra stafrænna innviða. Í tilkynningu segir að til viðbótar við kaupin á Verne Global skoði Digital 9 Infrastructure nú fleiri fjárfestingakosti í gagnaverum. 30 prósent árlegur vöxtur Í fyrra var greint frá því að verja ætti 27 milljónum dala, jafnvirði 3,7 milljarða króna, til að stækka gagnaver Verne Global sem er staðsett á gamla varnarsvæðinu í Reykjanesbæ. Þá sagði Helgi Helgason, framkvæmdastjóri félagsins, í samtali við Markaðinn að gagnaverið hafi að meðaltali vaxið um 30 prósent á ári frá árinu 2012. Haft er eftir Dominic Ward, forstjóra Verne Global, í tilkynningu að félagið upplifi öran vöxt og aukið ákall eftir sjálfbærum lausnum fyrir stórvirka tölvuvinnslu. Kaup D9 geri stjórnendum kleift að hraða frekari vexti fyrirtækisins og bregðast betur við þörfum viðskiptavina.
Reykjanesbær Kaup og sala fyrirtækja Tengdar fréttir Nýr raforkusamningur Landsvirkjunar og Verne Global Landsvirkjun og Verne Global hf. tilkynntu í dag undirritun nýs raforkusamnings. Um er að ræða grænan raforkusamning sem gildir til 2030, en í honum er samið um upprunaábyrgðir til staðfestingar á því að öll raforka sem seld er til gagnavers Verne Global á Íslandi er einungis framleidd með endurnýjanlegum orkugjöfum. 30. júní 2021 14:35 Spennar við gagnaver brunnu yfir Talið er að spennivirki hafi brunnið yfir við gagnaver Verne Global á Reykjanesi. Fimm slökkviliðsmenn sinna útkallinu auk annarra 16. febrúar 2019 00:44 SÍA II og lífeyrissjóðir með hlut í gagnaveri Íslenskir fagfjárfestar hafa bæst í hluthafahóp Verne Global eftir 98 milljóna Bandaríkjadala hlutafjáraukningu, sem svarar tæplega 12,8 milljörðum króna. Fram kemur í tilkynningu félagsins að fjármögnunin geri Verne Global kleift að ráðast í næsta áfanga 13. janúar 2015 07:15 Íslenskir fagfjárfestar bætast í hóp hluthafa Verne Global Verne Global hefur lokið við hlutafjáraukningu fyrir allt að 98 milljónir bandaríkjadala. SÍA II, framtakssjóður í rekstri Stefnis, kemur ásamt hópi lífeyrissjóða, nýr inn í hluthafahóp félagsins. 12. janúar 2015 12:52 Mest lesið Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Viðskipti innlent Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Viðskipti innlent Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Sjá meira
Nýr raforkusamningur Landsvirkjunar og Verne Global Landsvirkjun og Verne Global hf. tilkynntu í dag undirritun nýs raforkusamnings. Um er að ræða grænan raforkusamning sem gildir til 2030, en í honum er samið um upprunaábyrgðir til staðfestingar á því að öll raforka sem seld er til gagnavers Verne Global á Íslandi er einungis framleidd með endurnýjanlegum orkugjöfum. 30. júní 2021 14:35
Spennar við gagnaver brunnu yfir Talið er að spennivirki hafi brunnið yfir við gagnaver Verne Global á Reykjanesi. Fimm slökkviliðsmenn sinna útkallinu auk annarra 16. febrúar 2019 00:44
SÍA II og lífeyrissjóðir með hlut í gagnaveri Íslenskir fagfjárfestar hafa bæst í hluthafahóp Verne Global eftir 98 milljóna Bandaríkjadala hlutafjáraukningu, sem svarar tæplega 12,8 milljörðum króna. Fram kemur í tilkynningu félagsins að fjármögnunin geri Verne Global kleift að ráðast í næsta áfanga 13. janúar 2015 07:15
Íslenskir fagfjárfestar bætast í hóp hluthafa Verne Global Verne Global hefur lokið við hlutafjáraukningu fyrir allt að 98 milljónir bandaríkjadala. SÍA II, framtakssjóður í rekstri Stefnis, kemur ásamt hópi lífeyrissjóða, nýr inn í hluthafahóp félagsins. 12. janúar 2015 12:52