Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í dag.
„Það er hálflygilegt að heyra þessa tölu,“ hefur blaðið eftir Óskari Reykdalssyni. „En á sama tíma eigum við von á því að taka milljón sýni til viðbótar. Miðað við alla viðburði sem eru framundan og breyttar reglur um smitgát og að taka alla sem vilja fara á viðburði í hraðpróf.“
Óskar segir kostnaðinn við hvert hraðgreiningarpróf um fjögur þúsund krónur og hvert PCR-próf um sjö þúsund krónur. Því má gera ráð fyrir að prófin hafi kostað fjóra til sjö milljarða króna.
Flest sýni voru tekin á einum degi 27. júlí síðastliðinn, þegar 6.441 var skimaður.