BBC segir frá því að Trudeau hafi ekki slasast. Um miðjan ágúst boðaði Trudeau til þingkosninga sem fram fara 20. september næstkomandi.
Fólkið sem kastaði steinum í forsætisráðherrann var statt fyrir utan brugghúsið í bænum London í Ontario til að mótmæla samkomutakmörkunum og skyldubólusetningum opinberra starfsmanna vegna Covid-19.
Trudeau sagði eftir atvikið að steinarnir hafi hæft í öxl hans og líkti hann því við þegar kona kastaði graskersfræjum í hann 2016.
Tveir starfsmenn framboðs Trudeau fengu einnig steina í sig, en slösuðust ekki.
Erin O'Toole, leiðtogi Íhaldsflokksins, sem er í stjórnarandstöðu, lýsti atvikinu sem „viðbjóðslegu“ og sagði ofbeldi aldrei réttlætanlegt.