Í hugleiðingum veðurfræðings segir að það nái síðan að létta víðast hvar til í kvöld og nótt og víða verði bjart og fallegt veður á morgun.
Ennfremur segir frá því að það mældist vægt frost á nokkrum láglendisstöðvum seint í gærkvöldi og í nótt á Norðausturlandi, enda var hægviðri á landinu og einhverjar glufur hafa myndast í skýjahulunni.
„Mesta frostið mældist tæplega 2 stig á Staðarhóli. Þetta er í fyrsta skipti sem frystir í byggð í meira en tvo mánuði (júlí og ágúst voru alveg frostlausir) og markar því lok á óvenjulanga röð frostlausra daga í byggðum landsins.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á fimmtudag: Suðvestlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s og víða bjart, en þykknar upp V-til þegar kemur fram á daginn. Hiti 10 til 15 stig að deginum.
Á föstudag: Vestlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s og dálítil væta með köflum, en lengst af bjartviðri SA-til. Kólnar heldur V- og N-lands.
Á laugardag: Hæg breytileg átt og víða bjart. Hiti 5 til 12 stig, hlýjast syðst.
Á sunnudag: Gengur í ákveðna suðaustanátt með talsverðri rigningu S- og V-lands, en hægari og þurrt lengst af NA-til. Hlýnandi.
Á mánudag: Sunnanátt og rigning, en úrkomulítið á N- og A-landi. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast NA-til.
Á þriðjudag: Útlit fyrir að dragi úr vindi og úrkomu en áfram milt.