Senda skýr skilaboð til næstu ríkisstjórnar Eiður Þór Árnason skrifar 8. september 2021 12:07 Stjórnendur iðnfyrirtækja vilja sjá lægri skatta og einfaldara regluverk. SI Stjórnendur íslenskra iðnfyrirtækja telja mikilvægast að næsta ríkisstjórn leggi áherslu á að einfalda laga- og reglugerðarumhverfi fyrirtækja. Einnig er mikið ákall eftir að skilvirkni verði aukin í framkvæmd eftirlits opinberra aðila. Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunar sem framkvæmd var fyrir Samtök iðnaðarins (SI) meðal stjórnenda iðnfyrirtækja. Tæplega 98% svarenda segja að stöðugt starfsumhverfi skipti miklu máli fyrir rekstur þeirra fyrirtækja. Ríflega 94% segja að stöðugt verðlag skipti miklu máli, 92% stöðugleiki á vinnumarkaði, 91% stöðugt gengi krónunnar og 91% stöðugt laga- og reglugerðarumhverfi. Kalla eftir lækkun tryggingagjalds Ríflega 98% stjórnenda iðnfyrirtækja segja að næsta ríkisstjórn eigi að leggja mikla áherslu á stöðugleika í starfsumhverfi íslenskra fyrirtækja. Greint er frá niðurstöðunum á vef SI en könnunin var gerð á meðal stjórnenda aðildarfyrirtækja samtakanna dagana 19. til 31. ágúst. Byggja niðurstöðurnar á svörum 210 stjórnenda. Í svörunum kemur fram mikil áhersla á aukna hagkvæmni í starfsumhverfi fyrirtækja en stjórnendurnir segja að lækkun skatta og gjalda skipti miklu fyrir rekstur þeirra. Þar segja 89% það skipta miklu máli að næsta ríkisstjórn lækki tryggingagjald og 70% fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði. Vilja innleiða rafræna stjórnsýslu Aðspurðir um hvað skipti máli að næsta ríkisstjórn leggi áherslu á segja tæplega 83% svarenda að miklu máli skipti að einfalda laga- og reglugerðarumhverfi fyrirtækja, ríflega 73% auka skilvirkni í framkvæmd eftirlits opinberra aðila og 69% að auka innleiðingu rafrænnar stjórnsýslu. Þessu til viðbótar segja 47% mikilvægt fyrir rekstur þeirra fyrirtækja að dregið sé úr samkeppnisrekstri opinberra aðila en ekki nema 17% segja að það skipti litlu máli. Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunar sem framkvæmd var fyrir Samtök iðnaðarins (SI) meðal stjórnenda iðnfyrirtækja. Tæplega 98% svarenda segja að stöðugt starfsumhverfi skipti miklu máli fyrir rekstur þeirra fyrirtækja. Ríflega 94% segja að stöðugt verðlag skipti miklu máli, 92% stöðugleiki á vinnumarkaði, 91% stöðugt gengi krónunnar og 91% stöðugt laga- og reglugerðarumhverfi. Kalla eftir lækkun tryggingagjalds Ríflega 98% stjórnenda iðnfyrirtækja segja að næsta ríkisstjórn eigi að leggja mikla áherslu á stöðugleika í starfsumhverfi íslenskra fyrirtækja. Greint er frá niðurstöðunum á vef SI en könnunin var gerð á meðal stjórnenda aðildarfyrirtækja samtakanna dagana 19. til 31. ágúst. Byggja niðurstöðurnar á svörum 210 stjórnenda. Í svörunum kemur fram mikil áhersla á aukna hagkvæmni í starfsumhverfi fyrirtækja en stjórnendurnir segja að lækkun skatta og gjalda skipti miklu fyrir rekstur þeirra. Þar segja 89% það skipta miklu máli að næsta ríkisstjórn lækki tryggingagjald og 70% fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði. Vilja innleiða rafræna stjórnsýslu Aðspurðir um hvað skipti máli að næsta ríkisstjórn leggi áherslu á segja tæplega 83% svarenda að miklu máli skipti að einfalda laga- og reglugerðarumhverfi fyrirtækja, ríflega 73% auka skilvirkni í framkvæmd eftirlits opinberra aðila og 69% að auka innleiðingu rafrænnar stjórnsýslu. Þessu til viðbótar segja 47% mikilvægt fyrir rekstur þeirra fyrirtækja að dregið sé úr samkeppnisrekstri opinberra aðila en ekki nema 17% segja að það skipti litlu máli.
Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira