Hlaupið sópaði veginum frá eystri brúnni til Skaftárdals Kristján Már Unnarsson skrifar 8. september 2021 23:00 Hlaupið í dag. Vegurinn hefur sópast burt frá eystri brúnni til Skaftárdals. Arnar Halldórsson Hlaupið í Skaftá hefur náð hámarki og er byrjað að sjatna í árfarveginum. Þótt hlaupið sé minna en menn spáðu, telst það engu að síður mjög stórt. Í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 frá vettvangi við brýrnar yfir Eldvatn í Skaftártungu kom fram að hlaupið gæti komist á spjöld sögunnar sem þriðja eða fjórða stærsta Skaftárhlaup frá upphafi mælinga. Með 1.500 rúmmetra flóðtopp á sekúndu virðist hlaupið núna ætla að verða fjórðungi minna en hlaupið 2018, sem náði 2.000 rúmmetra rennsli á sekúndu, og helmingi minna en hlaupið árið 2015, sem mældist 3.000 rúmmetrar á sekúndu. Þau hlaup voru raunar svo stór að talað var um hamfarahlaup. Varnargarður ofan við vestri brúna til Skaftárdals er horfinn í flóðið en einnig vegurinn vestan við brúna.Arnar Halldórsson Bændur í Skaftártungu, helsta áhrifasvæðinu, vona samt innilega að hlaupið núna verði ekki stærra, eins og bóndinn á Búlandi, Auður Guðbjörnsdóttir, sem sýndi okkur túngirðingu sem komin var á kaf. Hún hafði þó meiri áhyggjur af veginum ofan Búlands en þar mátti sjá Skaftá flæða í kringum brýrnar tvær sem liggja að jörðinni Skaftárdal. Auður Guðbjörnsdóttir, bóndi á Búlandi í Skaftártungu.Arnar Halldórsson „Já, það er búið að sópast frá eystri brúnni. Það er töluverð vinna að koma því í stand aftur þannig að það sé fært þangað inn eftir. Þetta eru mikið notuð sumarhús. Og svo er varnargarðurinn farinn. Það þarf að fá ýtu og vinna hann upp aftur. Það er alltaf talsverð vinna,“ sagði Auður á Búlandi. Í stórhlaupunum árin 2015 og 2018 brotnuðu miklar fyllingar úr árbökkum Eldvatns við Ása. Gísli Halldór Magnússon, bóndi á Ytri-Ásum, segist einnig sjá breytingar núna í þessu hlaupi. Gísli Halldór Magnússon, bóndi á Ytri-Ásum.Arnar Halldórsson „Nú er komin hér ný sprunga sem var ekki fyrir fyrra hlaupið. Og æði stór fylla farin hér núna. Bara nýhrunið,“ sagði Gísli og benti á bakkann skammt ofan við nýju Eldvatnsbrúna. Þeir Svanur Kristinsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi, og Ágúst Bjartmarsson, yfirverkstjóri hjá Vegagerðinni í Vík, fylgdust í dag með hækkandi vatnsstöðu við þjóðveginn um Eldhraun. Lögreglan og Vegagerðin fylgjast með flóðvatni safnast að þjóðveginum í Eldhrauni í dag.Arnar Halldórsson „Já, við erum búnir að vera að sjá það í dag að þetta hefur hækkað talsvert hérna í svokölluðum Dyngjum,“ sagði Svanur og sagði að hringvegurinn yrði vaktaður í nótt. -Búist þið við því að það muni flæða einhversstaðar yfir veginn? „Allavega ekki í nótt, teljum við; ég og hann Ágúst vegaverkstjóri í Vík. Við teljum það mjög ólíklegt að það gerist í nótt. En hvað gerist á morgun? Það verðum við bara að sjá til,“ sagði Svanur. Ef svo færi að hringvegurinn lokaðist í Eldhrauni þá væri unnt að nýta sveitaveginn um Meðalland sem hjáleið. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Sérfræðingur Veðurstofu Íslands fjallaði um hlaupið í fréttum Stöðvar 2 í gær: Hlaup í Skaftá Skaftárhreppur Almannavarnir Lögreglan Vegagerð Tengdar fréttir Bíða þess að hlaupið nái hámarki við Þjóðveginn Talið er að Skaftárhlaup hafi náð hámarki sínu við Sveinstind en nú er þess beðið að hlaupvatnið nái hámarki við þjóðveginn á næstu dögum. Það flæki málin að vatn í ánni hafi verið mikið áður en hlaup hófst í Eystri-Skaftárkatli. 8. september 2021 11:37 Bændum í Skaftárhreppi stendur hreint ekki á sama um hlaupið Bóndi á Ytri-Ásum í Skaftárhreppi segist hafa áhyggjur af hlaupinu sem nú er hafið úr Eystri-Skaftárkatli. Hann segir að ef hlaupinu myndi svipa til þess sem varð árið 2015 yrði það allt annað en gæfulegt. 5. september 2021 14:07 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira
Í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 frá vettvangi við brýrnar yfir Eldvatn í Skaftártungu kom fram að hlaupið gæti komist á spjöld sögunnar sem þriðja eða fjórða stærsta Skaftárhlaup frá upphafi mælinga. Með 1.500 rúmmetra flóðtopp á sekúndu virðist hlaupið núna ætla að verða fjórðungi minna en hlaupið 2018, sem náði 2.000 rúmmetra rennsli á sekúndu, og helmingi minna en hlaupið árið 2015, sem mældist 3.000 rúmmetrar á sekúndu. Þau hlaup voru raunar svo stór að talað var um hamfarahlaup. Varnargarður ofan við vestri brúna til Skaftárdals er horfinn í flóðið en einnig vegurinn vestan við brúna.Arnar Halldórsson Bændur í Skaftártungu, helsta áhrifasvæðinu, vona samt innilega að hlaupið núna verði ekki stærra, eins og bóndinn á Búlandi, Auður Guðbjörnsdóttir, sem sýndi okkur túngirðingu sem komin var á kaf. Hún hafði þó meiri áhyggjur af veginum ofan Búlands en þar mátti sjá Skaftá flæða í kringum brýrnar tvær sem liggja að jörðinni Skaftárdal. Auður Guðbjörnsdóttir, bóndi á Búlandi í Skaftártungu.Arnar Halldórsson „Já, það er búið að sópast frá eystri brúnni. Það er töluverð vinna að koma því í stand aftur þannig að það sé fært þangað inn eftir. Þetta eru mikið notuð sumarhús. Og svo er varnargarðurinn farinn. Það þarf að fá ýtu og vinna hann upp aftur. Það er alltaf talsverð vinna,“ sagði Auður á Búlandi. Í stórhlaupunum árin 2015 og 2018 brotnuðu miklar fyllingar úr árbökkum Eldvatns við Ása. Gísli Halldór Magnússon, bóndi á Ytri-Ásum, segist einnig sjá breytingar núna í þessu hlaupi. Gísli Halldór Magnússon, bóndi á Ytri-Ásum.Arnar Halldórsson „Nú er komin hér ný sprunga sem var ekki fyrir fyrra hlaupið. Og æði stór fylla farin hér núna. Bara nýhrunið,“ sagði Gísli og benti á bakkann skammt ofan við nýju Eldvatnsbrúna. Þeir Svanur Kristinsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi, og Ágúst Bjartmarsson, yfirverkstjóri hjá Vegagerðinni í Vík, fylgdust í dag með hækkandi vatnsstöðu við þjóðveginn um Eldhraun. Lögreglan og Vegagerðin fylgjast með flóðvatni safnast að þjóðveginum í Eldhrauni í dag.Arnar Halldórsson „Já, við erum búnir að vera að sjá það í dag að þetta hefur hækkað talsvert hérna í svokölluðum Dyngjum,“ sagði Svanur og sagði að hringvegurinn yrði vaktaður í nótt. -Búist þið við því að það muni flæða einhversstaðar yfir veginn? „Allavega ekki í nótt, teljum við; ég og hann Ágúst vegaverkstjóri í Vík. Við teljum það mjög ólíklegt að það gerist í nótt. En hvað gerist á morgun? Það verðum við bara að sjá til,“ sagði Svanur. Ef svo færi að hringvegurinn lokaðist í Eldhrauni þá væri unnt að nýta sveitaveginn um Meðalland sem hjáleið. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Sérfræðingur Veðurstofu Íslands fjallaði um hlaupið í fréttum Stöðvar 2 í gær:
Hlaup í Skaftá Skaftárhreppur Almannavarnir Lögreglan Vegagerð Tengdar fréttir Bíða þess að hlaupið nái hámarki við Þjóðveginn Talið er að Skaftárhlaup hafi náð hámarki sínu við Sveinstind en nú er þess beðið að hlaupvatnið nái hámarki við þjóðveginn á næstu dögum. Það flæki málin að vatn í ánni hafi verið mikið áður en hlaup hófst í Eystri-Skaftárkatli. 8. september 2021 11:37 Bændum í Skaftárhreppi stendur hreint ekki á sama um hlaupið Bóndi á Ytri-Ásum í Skaftárhreppi segist hafa áhyggjur af hlaupinu sem nú er hafið úr Eystri-Skaftárkatli. Hann segir að ef hlaupinu myndi svipa til þess sem varð árið 2015 yrði það allt annað en gæfulegt. 5. september 2021 14:07 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira
Bíða þess að hlaupið nái hámarki við Þjóðveginn Talið er að Skaftárhlaup hafi náð hámarki sínu við Sveinstind en nú er þess beðið að hlaupvatnið nái hámarki við þjóðveginn á næstu dögum. Það flæki málin að vatn í ánni hafi verið mikið áður en hlaup hófst í Eystri-Skaftárkatli. 8. september 2021 11:37
Bændum í Skaftárhreppi stendur hreint ekki á sama um hlaupið Bóndi á Ytri-Ásum í Skaftárhreppi segist hafa áhyggjur af hlaupinu sem nú er hafið úr Eystri-Skaftárkatli. Hann segir að ef hlaupinu myndi svipa til þess sem varð árið 2015 yrði það allt annað en gæfulegt. 5. september 2021 14:07