Kynna svarið við Amazon Echo sem talar og skilur íslensku Eiður Þór Árnason skrifar 9. september 2021 12:20 Katla Ásgeirsdóttir, viðskiptaþróunarstjóri hjá Miðeind, með frumgerð af Emblu-boxinu. Aðsend Hugbúnaðarfyrirtækin Miðeind og Reon vinna að þróun Emblu-boxins sem getur svarað fyrirspurnum notenda á íslensku og stýrt snjallheimilistækjum. Minnir tækið um margt á snjallhátalara frá tæknirisunum Amazon, Google og Apple sem hafa náð gríðarlegum vinsældum víða um heim. Ólíkt hinum víðfrægu Alexu og Siri talar Embla hins vegar íslensku. Nýja verkefnið byggir á smáforritinu Emblu sem Miðeind gaf út á seinasta ári en fram til þessa hefur einungis verið hægt að nota spjallþjóninn í snjallsímum og spjaldtölvum. Vonir standa til að hægt verði að setja fyrstu útgáfu af Emblu-boxinu á markað áður en mjög langt um líður en með tilkomu vélbúnaðarins verður hægt að nýta hugbúnaðinn í fleiri og flóknari verkefni. Þrívíddarprentari að útbúa skel Emblu-boxins. Aðsend „Möguleikarnir varðandi þá virkni sem hægt er að fella inn í Emblu-boxið takmarkast kannski fyrst og fremst af hugmyndaflugi okkar sjálfra,“ segir Katla Ásgeirsdóttir, viðskiptaþróunarstjóri hjá Miðeind, í tilkynningu. Prenta skelina á skrifstofunni Plastskelin á frumgerðum Emblu-boxins eru prentaðar með þrívíddarprentara á skrifstofu Reon þar sem öll þróunarvinna hefur farið fram. Tækið er drifið áfram af Raspberry Pi CM4 örtölvu sem er á stærð við eldspýtustokk og var hönnuð sérstök rafrás með hljóðmagnara og röð hljóðnema fyrir tölvuna. Gerir þetta hugbúnaðinum kleift að greina úr hvaða átt hljóð kemur. „Markmiðið með þessu fyrirkomulagi er að Emblu-boxið geti greint skipanir og fyrirspurnir notenda frá umhverfishljóðum og einnig þeim hljóðum sem koma úr boxinu sjálfu,“ kemur fram í tilkynningu. Miðeind og Reon fengu styrk úr Nýsköpunarsjóði námsmanna til að ráða til sín þrjá nema sem hafa unnið að þróun Emblu-boxins síðastliðna þrjá mánuði. Því verkefni er nýlokið og nú hafa tveir nemanna snúið aftur til náms og einn hafið störf hjá Reon. Nemarnir Egill Gunnarsson, Katarina Kekic og Júlía Rut Kristjánsdóttir unnu að þróun Emblu-boxins í sumar. Aðsend Óttast að yngra fólk venjist því að tala ensku Utanaðkomandi hugbúnaði, á borð við Emblu, er settur ýmsar takmarkanir af framleiðendum snjallsíma. Til að mynda þurfa notendur að aflæsa símanum sínum, finna forritið og opna það áður en þeir geta talað við Emblu. Á þetta ekki við um erlendar raddir sem fylgja iOS og Android-stýrikerfunum. Katla Ásgeirsdóttir, viðskiptaþróunarstjóri hjá Miðeind, segir að þessi aukaskref sem þurfi að taka fyrir íslenskuna geti virst einhverjum svo fyrirhafnarsöm að þau verði treg til að taka þau. „Í því samhengi erum við kannski aðallega að horfa til yngri kynslóða sem hafa alist upp með erlendu talþjónunum og eru vanar að tala ensku við tækin sín. Svo þarf auðvitað að huga vel að hópum sem hafa sérstakar þarfir þegar kemur að því að stjórna snjalltækjum, t.d. hópum á borð við blind og hreyfihömluð. Auðvitað þurfum við að auka aðgengi á íslensku fyrir þessa hópa.“ Skelin utan um vélbúnaðinn hefur verið prentuð í gráum og hvítum lit en fyrirtækin telja að hún verði síðar prentuð í fleiri litum. aðend Tækni Nýsköpun Íslenska á tækniöld Tengdar fréttir Hægt að tala íslensku við snjallsíma með Emblu Aðstoðar-appið Embla gerir fólki kleift að tala við snjallsíma á íslensku, spyrja og fá svör. 12. nóvember 2020 17:22 Nýja ofurtölvan liður í að vernda íslenskuna Gagnaversfyrirtækið atNorth, sem hét áður Advania Data Centers, hefur afhent sprotafyrirtækinu Miðeind eina öflugustu ofurtölvu landsins til afnota. Tölvan verður notuð í verkefnum á sviði máltækni og gervigreindar fyrir íslensku. 26. apríl 2021 11:38 Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Viðskipti innlent Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Bein útsending: Framsýn forysta Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Sjá meira
Minnir tækið um margt á snjallhátalara frá tæknirisunum Amazon, Google og Apple sem hafa náð gríðarlegum vinsældum víða um heim. Ólíkt hinum víðfrægu Alexu og Siri talar Embla hins vegar íslensku. Nýja verkefnið byggir á smáforritinu Emblu sem Miðeind gaf út á seinasta ári en fram til þessa hefur einungis verið hægt að nota spjallþjóninn í snjallsímum og spjaldtölvum. Vonir standa til að hægt verði að setja fyrstu útgáfu af Emblu-boxinu á markað áður en mjög langt um líður en með tilkomu vélbúnaðarins verður hægt að nýta hugbúnaðinn í fleiri og flóknari verkefni. Þrívíddarprentari að útbúa skel Emblu-boxins. Aðsend „Möguleikarnir varðandi þá virkni sem hægt er að fella inn í Emblu-boxið takmarkast kannski fyrst og fremst af hugmyndaflugi okkar sjálfra,“ segir Katla Ásgeirsdóttir, viðskiptaþróunarstjóri hjá Miðeind, í tilkynningu. Prenta skelina á skrifstofunni Plastskelin á frumgerðum Emblu-boxins eru prentaðar með þrívíddarprentara á skrifstofu Reon þar sem öll þróunarvinna hefur farið fram. Tækið er drifið áfram af Raspberry Pi CM4 örtölvu sem er á stærð við eldspýtustokk og var hönnuð sérstök rafrás með hljóðmagnara og röð hljóðnema fyrir tölvuna. Gerir þetta hugbúnaðinum kleift að greina úr hvaða átt hljóð kemur. „Markmiðið með þessu fyrirkomulagi er að Emblu-boxið geti greint skipanir og fyrirspurnir notenda frá umhverfishljóðum og einnig þeim hljóðum sem koma úr boxinu sjálfu,“ kemur fram í tilkynningu. Miðeind og Reon fengu styrk úr Nýsköpunarsjóði námsmanna til að ráða til sín þrjá nema sem hafa unnið að þróun Emblu-boxins síðastliðna þrjá mánuði. Því verkefni er nýlokið og nú hafa tveir nemanna snúið aftur til náms og einn hafið störf hjá Reon. Nemarnir Egill Gunnarsson, Katarina Kekic og Júlía Rut Kristjánsdóttir unnu að þróun Emblu-boxins í sumar. Aðsend Óttast að yngra fólk venjist því að tala ensku Utanaðkomandi hugbúnaði, á borð við Emblu, er settur ýmsar takmarkanir af framleiðendum snjallsíma. Til að mynda þurfa notendur að aflæsa símanum sínum, finna forritið og opna það áður en þeir geta talað við Emblu. Á þetta ekki við um erlendar raddir sem fylgja iOS og Android-stýrikerfunum. Katla Ásgeirsdóttir, viðskiptaþróunarstjóri hjá Miðeind, segir að þessi aukaskref sem þurfi að taka fyrir íslenskuna geti virst einhverjum svo fyrirhafnarsöm að þau verði treg til að taka þau. „Í því samhengi erum við kannski aðallega að horfa til yngri kynslóða sem hafa alist upp með erlendu talþjónunum og eru vanar að tala ensku við tækin sín. Svo þarf auðvitað að huga vel að hópum sem hafa sérstakar þarfir þegar kemur að því að stjórna snjalltækjum, t.d. hópum á borð við blind og hreyfihömluð. Auðvitað þurfum við að auka aðgengi á íslensku fyrir þessa hópa.“ Skelin utan um vélbúnaðinn hefur verið prentuð í gráum og hvítum lit en fyrirtækin telja að hún verði síðar prentuð í fleiri litum. aðend
Tækni Nýsköpun Íslenska á tækniöld Tengdar fréttir Hægt að tala íslensku við snjallsíma með Emblu Aðstoðar-appið Embla gerir fólki kleift að tala við snjallsíma á íslensku, spyrja og fá svör. 12. nóvember 2020 17:22 Nýja ofurtölvan liður í að vernda íslenskuna Gagnaversfyrirtækið atNorth, sem hét áður Advania Data Centers, hefur afhent sprotafyrirtækinu Miðeind eina öflugustu ofurtölvu landsins til afnota. Tölvan verður notuð í verkefnum á sviði máltækni og gervigreindar fyrir íslensku. 26. apríl 2021 11:38 Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Viðskipti innlent Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Bein útsending: Framsýn forysta Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Sjá meira
Hægt að tala íslensku við snjallsíma með Emblu Aðstoðar-appið Embla gerir fólki kleift að tala við snjallsíma á íslensku, spyrja og fá svör. 12. nóvember 2020 17:22
Nýja ofurtölvan liður í að vernda íslenskuna Gagnaversfyrirtækið atNorth, sem hét áður Advania Data Centers, hefur afhent sprotafyrirtækinu Miðeind eina öflugustu ofurtölvu landsins til afnota. Tölvan verður notuð í verkefnum á sviði máltækni og gervigreindar fyrir íslensku. 26. apríl 2021 11:38