Norðurkóreskt varnarlið marseraði í hlífðarbúningum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. september 2021 11:33 Rauða gæslan var íklædd appelsínugulum hlífðarbúningum við skrúðgönguna. EPA-EFE/KCNA Norður-Kórea fagnaði því að 73 ár eru liðin frá stofnun ríkisins í nótt með skrúðgöngu. Athygli hefur vakið að allir þeirra sem tóku þátt í skrúðgöngunni voru klæddir í appelsínugula hlífðarbúninga en engin flugskeyti voru til sýnis, sem gjarnan eru sýnd á slíkum viðburðum í Norður-Kóreu. Kim Jong Un, leiðtogi ríkisins, var viðstaddur viðburðinum þar sem meðlimir Rauðu gæslunnar, varnarliðs almennings í landinu, marséraði um Kim Il Sung torgið í höfuðborginni Pyongyang á miðnætti í nótt. Afmælinu var fagnað hátíðlega á Kim Il Sung torgi í Pyongyang í nótt.EPA-EFE/KCNA Rodong Sinmun, ríkisdagblað landsins, birti myndir af liðinu klætt í appelsínugula hlífðarbúninga með loftþéttar grímur fyrir vitum. Spekúlantar vilja meina að þetta sé tilraun landsins til að sýna að kórónuveirunni sé tekið alvarlega þar í landi. Einhver vopn voru til sýnis í skrúðgöngunni, til dæmis skammdrægar eldflaugar. Hvergi var þó hægt að sjá þær langdrægu, sem yfirvöld í Norður-Kóreu sýna gjarnan á slíkum viðburðum, til að sýna herafl sitt. Þá flutti Kim enga ræðu, annað en í fyrra þegar hann montaði sig af kjarnorkuáætlun landsins og sýndi ýmsar langdrægar eldflaugar á meðan á skrúðgöngunni stóð. Kim Jong Un var óhræddur við að taka í hendur félaga sinna uppi á stallinum.EPA-EFE/KCNA Þó svo að þeir sem tóku þátt í skrúðgöngunni væru klæddir í hlífðarbúningana var enginn þeirra þúsund gesta, sem voru viðstaddir skrúðgöngunni, bar grímu fyrir vitum. Þá sýndi myndefni frá skrúðgöngunni hvernig Kim tók í hendurnar á fólkinu í kring um sig án þess að hika. Norðurkóresk stjórnvöld hafa ekki gefið það út að nokkur hafi greinst smitaður af veirunni þar í landi en landamærum landsins hefur verið lokað og harðar sóttvarnaaðgerðir eru þar í gildi. Mannfjöldinn fagnar hér leiðtoganum.EPA-EFE/KCNA Norður-Kórea Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Fleiri fréttir Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Sjá meira
Kim Jong Un, leiðtogi ríkisins, var viðstaddur viðburðinum þar sem meðlimir Rauðu gæslunnar, varnarliðs almennings í landinu, marséraði um Kim Il Sung torgið í höfuðborginni Pyongyang á miðnætti í nótt. Afmælinu var fagnað hátíðlega á Kim Il Sung torgi í Pyongyang í nótt.EPA-EFE/KCNA Rodong Sinmun, ríkisdagblað landsins, birti myndir af liðinu klætt í appelsínugula hlífðarbúninga með loftþéttar grímur fyrir vitum. Spekúlantar vilja meina að þetta sé tilraun landsins til að sýna að kórónuveirunni sé tekið alvarlega þar í landi. Einhver vopn voru til sýnis í skrúðgöngunni, til dæmis skammdrægar eldflaugar. Hvergi var þó hægt að sjá þær langdrægu, sem yfirvöld í Norður-Kóreu sýna gjarnan á slíkum viðburðum, til að sýna herafl sitt. Þá flutti Kim enga ræðu, annað en í fyrra þegar hann montaði sig af kjarnorkuáætlun landsins og sýndi ýmsar langdrægar eldflaugar á meðan á skrúðgöngunni stóð. Kim Jong Un var óhræddur við að taka í hendur félaga sinna uppi á stallinum.EPA-EFE/KCNA Þó svo að þeir sem tóku þátt í skrúðgöngunni væru klæddir í hlífðarbúningana var enginn þeirra þúsund gesta, sem voru viðstaddir skrúðgöngunni, bar grímu fyrir vitum. Þá sýndi myndefni frá skrúðgöngunni hvernig Kim tók í hendurnar á fólkinu í kring um sig án þess að hika. Norðurkóresk stjórnvöld hafa ekki gefið það út að nokkur hafi greinst smitaður af veirunni þar í landi en landamærum landsins hefur verið lokað og harðar sóttvarnaaðgerðir eru þar í gildi. Mannfjöldinn fagnar hér leiðtoganum.EPA-EFE/KCNA
Norður-Kórea Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Fleiri fréttir Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Sjá meira