Ákvörðun um Kolbein tekin í næstu viku Sindri Sverrisson skrifar 9. september 2021 14:00 Kolbeinn Sigþórsson hefur átt fast sæti í liði Gautaborgar á leiktíðinni en spilar tæplega með liðinu um helgina. Getty/Michael Campanella Rannsókn sænska knattspyrnufélagsins IFK Gautaborg á máli Kolbeins Sigþórssonar ætti að ljúka í byrjun næstu viku og þá skýrist hvort hann á sér framtíð hjá félaginu. Þetta segir í frétt á vef Fotboll Direkt í Svíþjóð. Kolbeinn var í síðustu viku tekinn út úr liði Gautaborgar og hefur ekki mátt æfa með félaginu, í kjölfar upplýsinga um að tvær konur hefðu sakað um að hafa beitt þær ofbeldi á skemmtistað í Reykjavík haustið 2017. Kolbeinn sagði í yfirlýsingu að hann kannaðist ekki við að hafa áreitt konurnar en að hegðun sín gagnvart þeim hefði þó ekki verið til fyrirmyndar. Hann greiddi konunum miskabætur. Þar til að niðurstaða fæst í rannsókn Gautaborgar getur Kolbeinn hvorki æft né spilað með liðinu og samkvæmt frétt FD verður hann því ekki með gegn Halmstad í sænsku úrvalsdeildinni á sunnudaginn. Magnus Erlingmark, framkvæmdastjóri leikmannasamtakanna í Svíþjóð, hefur sagt að ef Kolbeinn verði rekinn þá geti hann átt heimtingu á háum skaðabótum. Samkvæmt FD eru engar vísbendingar um það hvort að stjórn Gautaborgar ætli sér að halda Kolbeini eða reka hann. Báðir kostir skaði félagið. Miðillinn segir að framherjinn sé miður sín yfir stöðunni. Kolbeinn hefur leikið alla sautján deildarleiki Gautaborgar á leiktíðinni og skorað fjögur mörk. Kolbeinn var, samkvæmt ákvörðun fráfarandi stjórnar KSÍ, tekinn út úr íslenska landsliðshópnum sem mætti Rúmeníu, Norður-Makedóníu og Þýskalandi í undankeppni HM á síðustu dögum. Sænski boltinn Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi HM 2022 í Katar Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn Þórir búinn að opna pakkann Handbolti „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn Fury segist vera hættur ... aftur Sport Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Fleiri fréttir Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Orri Steinn kom inn í lokin í sigri á Gula kafbátnum Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Fiorentina Valdi norsku B-deildina fram yfir Víking Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Sjá meira
Þetta segir í frétt á vef Fotboll Direkt í Svíþjóð. Kolbeinn var í síðustu viku tekinn út úr liði Gautaborgar og hefur ekki mátt æfa með félaginu, í kjölfar upplýsinga um að tvær konur hefðu sakað um að hafa beitt þær ofbeldi á skemmtistað í Reykjavík haustið 2017. Kolbeinn sagði í yfirlýsingu að hann kannaðist ekki við að hafa áreitt konurnar en að hegðun sín gagnvart þeim hefði þó ekki verið til fyrirmyndar. Hann greiddi konunum miskabætur. Þar til að niðurstaða fæst í rannsókn Gautaborgar getur Kolbeinn hvorki æft né spilað með liðinu og samkvæmt frétt FD verður hann því ekki með gegn Halmstad í sænsku úrvalsdeildinni á sunnudaginn. Magnus Erlingmark, framkvæmdastjóri leikmannasamtakanna í Svíþjóð, hefur sagt að ef Kolbeinn verði rekinn þá geti hann átt heimtingu á háum skaðabótum. Samkvæmt FD eru engar vísbendingar um það hvort að stjórn Gautaborgar ætli sér að halda Kolbeini eða reka hann. Báðir kostir skaði félagið. Miðillinn segir að framherjinn sé miður sín yfir stöðunni. Kolbeinn hefur leikið alla sautján deildarleiki Gautaborgar á leiktíðinni og skorað fjögur mörk. Kolbeinn var, samkvæmt ákvörðun fráfarandi stjórnar KSÍ, tekinn út úr íslenska landsliðshópnum sem mætti Rúmeníu, Norður-Makedóníu og Þýskalandi í undankeppni HM á síðustu dögum.
Sænski boltinn Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi HM 2022 í Katar Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn Þórir búinn að opna pakkann Handbolti „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn Fury segist vera hættur ... aftur Sport Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Fleiri fréttir Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Orri Steinn kom inn í lokin í sigri á Gula kafbátnum Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Fiorentina Valdi norsku B-deildina fram yfir Víking Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Sjá meira