Hangandi nashyrningar og bakteríuflóra götutyggjós Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. september 2021 08:47 Árið 2015 voru vísindamenn verðlaunaðir með Ig Nóbel eftir að þeim tókst að sanna að greina mætti bráða botnlangabólgu með því að meta hversu sárt það væri fyrir sjúklinginn að fara yfir hraðahindranir í bifreið. epa/CJ Gunther Hvernig er best að flytja nashyrning? Getur fullnæging dregið úr nefstíflum? Breytist líkamslykt áhorfenda í kvikmyndahúsum eftir því hvað verið er að horfa á? Þetta eru nokkrar þeirra spurninga sem handhafar Ig Nóbelsverðlaunanna freistuðu þess að svara. Ig Nóbelsverðlaunin eru háð-útgáfa af hinum virtu Nóbelsverðlaunum og falla í skaut þeirra vísindamanna sem tekst bæði að fá fólk til að hlæja og hugsa með rannsóknum sínum. Að þessu sinni voru vísindamenn verðlaunaðir sem færðu á það sönnur að það væri betra að flytja nashyrninga hangandi á hvolfi en liggjandi á hlið, að fullnæging gæti hjálpað til við að létta andardráttinn þegar viðkomandi þjáðist af stífluðu nefi og að fólk gefur frá sér afar mismikla lykt á meðan það horfir á hryllingsmyndir. Enn aðrir fengu verðlaun fyrir rannsókn sína á því hvort þróun mannsins hefði gefið karlmanninum skegg til að draga úr áhrifum slagsmála á höfuð og húð. Aðrir notuðu myndir af stjórnmálamönnum til að sýna fram á tengsl milli offitu og spillingar. Þá voru einnig veitt verðlaun fyrir rannsókn á því af hverju gangandi vegfarendur rekast ekki oftar saman og rannsókn á bakteríuflóru tyggjógúmmís á götum úti. Ig Nóbelsverðlaunin eru yfirleitt afhent af handhöfum hinna eiginlegu Nóbelsverðlaun og fer athöfnin fram við Harvard-háskóla. Þá halda verðlaunahafar erindi við MIT í kjöfarið. Andre Geim er eini maðurinn sem hefur hlotið bæði Nóbelsverðlaunin og Ig Nóbelsverðlaunin. Hann hlaut Ig Nóbelinn árið 2000 fyrir að nota segla til að láta frosk svífa um en hlaut hin virtu Nóbelsverðlaun árið 2010 fyrir rannsókn sína á seguleiginleikum grafíns. Vísindi Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Fleiri fréttir Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Sjá meira
Ig Nóbelsverðlaunin eru háð-útgáfa af hinum virtu Nóbelsverðlaunum og falla í skaut þeirra vísindamanna sem tekst bæði að fá fólk til að hlæja og hugsa með rannsóknum sínum. Að þessu sinni voru vísindamenn verðlaunaðir sem færðu á það sönnur að það væri betra að flytja nashyrninga hangandi á hvolfi en liggjandi á hlið, að fullnæging gæti hjálpað til við að létta andardráttinn þegar viðkomandi þjáðist af stífluðu nefi og að fólk gefur frá sér afar mismikla lykt á meðan það horfir á hryllingsmyndir. Enn aðrir fengu verðlaun fyrir rannsókn sína á því hvort þróun mannsins hefði gefið karlmanninum skegg til að draga úr áhrifum slagsmála á höfuð og húð. Aðrir notuðu myndir af stjórnmálamönnum til að sýna fram á tengsl milli offitu og spillingar. Þá voru einnig veitt verðlaun fyrir rannsókn á því af hverju gangandi vegfarendur rekast ekki oftar saman og rannsókn á bakteríuflóru tyggjógúmmís á götum úti. Ig Nóbelsverðlaunin eru yfirleitt afhent af handhöfum hinna eiginlegu Nóbelsverðlaun og fer athöfnin fram við Harvard-háskóla. Þá halda verðlaunahafar erindi við MIT í kjöfarið. Andre Geim er eini maðurinn sem hefur hlotið bæði Nóbelsverðlaunin og Ig Nóbelsverðlaunin. Hann hlaut Ig Nóbelinn árið 2000 fyrir að nota segla til að láta frosk svífa um en hlaut hin virtu Nóbelsverðlaun árið 2010 fyrir rannsókn sína á seguleiginleikum grafíns.
Vísindi Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Fleiri fréttir Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Sjá meira