Himinlifandi með boðaða breytingu Svandísar Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. september 2021 11:13 Þorbjörg Þorvaldsdóttir er formaður Samtakanna '78. Vísir/baldur hrafnkell Formaður Samtakanna 78 fagnar boðuðum breytingum á lögum um blóðgjafir, sem heimila karlmönnum sem stundað hafa kynlíf með öðrum karlmönnum að gefa blóð. Breytingin gangi nógu langt að mati samtakanna, sem telja núverandi lög úrelt og ómannúðleg. Bann við blóðgjöf karla sem stundað hafa kynlíf með öðrum karlmönnum mun heyra sögunni til, nái reglugerðarbreyting Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra fram að ganga. Með henni verður óheimilt að mismuna blóðgjöfum á grundvelli ómálefnalegra sjónarmiða, svo sem kyns, kynhneigðar, uppruna eða stöðu að öðru leyti. Þorbjörg Þorvaldsdóttir formaður Samtakanna 78 bendir á að samtökin hafi lengi barist gegn því að núverandi reglum verði breytt. „Þetta er svo ótrúlega úrelt, það er ekki neitt tekið tillit til sambandsstöðu þannig að fólk getur verið saman í 20 ár og bara stundað kynlíf innan sambands en mátt samt ekki gefa blóð,“ segir Þorbjörg. Vongóð um að málið nái alla leið Ísland er eitt fárra Evrópulanda þar sem slíkt bann er við lýði. Þorbjörg segir að með breytingunni skipi Ísland sér í fremstu röð. „Sambærilegar breytingar voru gerðar í Bretlandi á dögunum til dæmis, í öðrum löndum hefur verið settur ákveðinn skírlífistími sem er auðvitað mjög niðurlægjandi.“ Breytingin gangi nógu langt að mati samtakanna. Með henni gangi eitt yfir alla. „Þetta eru mjög góðar fréttir og við erum vongóð um að þetta nái alla leið i gegn og við hvetjum fólk til að senda inn jákvæðar umsagnir um þessa breytingu,“ segir Þorbjörg. Hommar hafa lengi barist fyrir því að fá að gefa blóð. Var gert grín að stöðunni í Áramótaskaupinu fyrir tveimur árum þar sem þjóðþekktir hommar tóku lagið. Heilbrigðismál Stjórnsýsla Mannréttindi Hinsegin Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Hlýnar um helgina Veður Fleiri fréttir Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Sjá meira
Bann við blóðgjöf karla sem stundað hafa kynlíf með öðrum karlmönnum mun heyra sögunni til, nái reglugerðarbreyting Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra fram að ganga. Með henni verður óheimilt að mismuna blóðgjöfum á grundvelli ómálefnalegra sjónarmiða, svo sem kyns, kynhneigðar, uppruna eða stöðu að öðru leyti. Þorbjörg Þorvaldsdóttir formaður Samtakanna 78 bendir á að samtökin hafi lengi barist gegn því að núverandi reglum verði breytt. „Þetta er svo ótrúlega úrelt, það er ekki neitt tekið tillit til sambandsstöðu þannig að fólk getur verið saman í 20 ár og bara stundað kynlíf innan sambands en mátt samt ekki gefa blóð,“ segir Þorbjörg. Vongóð um að málið nái alla leið Ísland er eitt fárra Evrópulanda þar sem slíkt bann er við lýði. Þorbjörg segir að með breytingunni skipi Ísland sér í fremstu röð. „Sambærilegar breytingar voru gerðar í Bretlandi á dögunum til dæmis, í öðrum löndum hefur verið settur ákveðinn skírlífistími sem er auðvitað mjög niðurlægjandi.“ Breytingin gangi nógu langt að mati samtakanna. Með henni gangi eitt yfir alla. „Þetta eru mjög góðar fréttir og við erum vongóð um að þetta nái alla leið i gegn og við hvetjum fólk til að senda inn jákvæðar umsagnir um þessa breytingu,“ segir Þorbjörg. Hommar hafa lengi barist fyrir því að fá að gefa blóð. Var gert grín að stöðunni í Áramótaskaupinu fyrir tveimur árum þar sem þjóðþekktir hommar tóku lagið.
Heilbrigðismál Stjórnsýsla Mannréttindi Hinsegin Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Hlýnar um helgina Veður Fleiri fréttir Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Sjá meira