Banaslysið við Stigá: Með rangan hjálm og á alltof miklum hraða Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. september 2021 14:43 Maðurinn var ekki klæddur í tilskilinn hlífðarbúnað þegar hann lést. Aðsend Karlmaður á fimmtugsaldri sem lést í bifhjólaslysi við Stigá í Austur-Skaftafellssýslu í fyrrasumar var ekki með hjálm sem ætlaður er til notkunar við akstur bifhjóls þegar hann lést. Þá hafi hann ekið of hratt. Þetta kemur fram í skýrslu Rannsóknarnefndar samgöngunefndar um slysið. Slysið varð 15. ágúst 2020 rétt austan Stigár í Austur-Skaftafellssýslu. Maðurinn var á austurleið við Stigá þegar hann missti stjórn á bifhjólinu. Samkvæmt vitni, sem ók fram hjá honum rétt áður en slysið varð, missti hann stjórn á hjólinu og sagðist vitnið hafa séð augljósan skjálfta í fremra hjólinu. Fram kemur í skýrslu rannsóknarnefndarinnar að veður hafi verið gott þennan dag en stuttu áður en maðurinn kom að brúnni yfir Stigá hafi hjólið farið að skakast eða sveiflast til. Hann hafi þá misst stjórn á bifhjólinu og fallið af því. Hjólið hafi svo runnið áfram eftir veginum, út í vegkant og út fyrir veginn vinstra megin en ökumaðurinn hafi runnið áfram eftir veginum í veg fyrir umferð úr gagnstæðri átt. Hann hafi svo skollið utan í bifreið sem kom á móti honum áður en hann kastaðist út fyrir veginn. „Stuttu fyrir slysið hafði ökumaður á vesturleið mætt bifhjólinu vestan við brúna yfir Stigá. Vitnið sá að hjólið tók að rása, fyrst framhjólið og stýrið, þar til allt hjólið fór að sveiflast til. Hjólið stefndi þá yfir á rangan vegarhelming og þurfti vitnið að aka eins og hægt var út í vegkant til að koma í veg fyrir að hjólið lenti á bifreiðinni. Vitnið sá síðan ryk og/eða reyk í baksýnisspeglinum eftir að hjólið féll á hliðina,“ segir í skýrslunni. Erfitt að segja til um orsök skjálftans Maðurinn hafi fengið banvæna áverka í slysinu. Hann hafi verið með opin hjálm sem ekki er ætlaður til notkunar við akstur bifhjóls og veitti ekki þá vörn sem viðurkenndir bifhjólahjálmar gera. „Hökuólin slitnaði af í slysinu og hjálmurinn losnaði. Ökumaðurinn var í strigaskóm, leðurbuxum og hlífðarskyrtu með ísaumaðri bakbrynju og olnbogahlífum. Skyrtan dróst upp og veitti minni vernd en mögulegt hefði verið.“ Þá hafi ummerki eftir bifhjólið bent til þess að maðurinn hafi ekið á 122 kílómetra hraða á klukkustund fyrir slysið, þar sem hámarkshraði sé 90 km/klst við bestu aðstæður. Ástæðu skjálftans í framhjólinu sé erfitt að segja til um. Þekkt sé að bifhjól geti verið viðkvæm fyrir sveiflum til dæmis sé slit komið í legur eða fóðringar. Titringur geti einnig orsakast af viðbrögðum ökumannsins eða af utanaðkomandi orsökum. Þar geti orsök til dæmis verið slitnir hjólbarðar eða rangur loftþrýstingur, slit eða slag í stýris- eða hjólalegum, stilling og uppsetning á hjóli og fleira. Samgönguslys Hornafjörður Mest lesið Bílstjórinn þrettán ára Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fleiri fréttir „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Sjá meira
Slysið varð 15. ágúst 2020 rétt austan Stigár í Austur-Skaftafellssýslu. Maðurinn var á austurleið við Stigá þegar hann missti stjórn á bifhjólinu. Samkvæmt vitni, sem ók fram hjá honum rétt áður en slysið varð, missti hann stjórn á hjólinu og sagðist vitnið hafa séð augljósan skjálfta í fremra hjólinu. Fram kemur í skýrslu rannsóknarnefndarinnar að veður hafi verið gott þennan dag en stuttu áður en maðurinn kom að brúnni yfir Stigá hafi hjólið farið að skakast eða sveiflast til. Hann hafi þá misst stjórn á bifhjólinu og fallið af því. Hjólið hafi svo runnið áfram eftir veginum, út í vegkant og út fyrir veginn vinstra megin en ökumaðurinn hafi runnið áfram eftir veginum í veg fyrir umferð úr gagnstæðri átt. Hann hafi svo skollið utan í bifreið sem kom á móti honum áður en hann kastaðist út fyrir veginn. „Stuttu fyrir slysið hafði ökumaður á vesturleið mætt bifhjólinu vestan við brúna yfir Stigá. Vitnið sá að hjólið tók að rása, fyrst framhjólið og stýrið, þar til allt hjólið fór að sveiflast til. Hjólið stefndi þá yfir á rangan vegarhelming og þurfti vitnið að aka eins og hægt var út í vegkant til að koma í veg fyrir að hjólið lenti á bifreiðinni. Vitnið sá síðan ryk og/eða reyk í baksýnisspeglinum eftir að hjólið féll á hliðina,“ segir í skýrslunni. Erfitt að segja til um orsök skjálftans Maðurinn hafi fengið banvæna áverka í slysinu. Hann hafi verið með opin hjálm sem ekki er ætlaður til notkunar við akstur bifhjóls og veitti ekki þá vörn sem viðurkenndir bifhjólahjálmar gera. „Hökuólin slitnaði af í slysinu og hjálmurinn losnaði. Ökumaðurinn var í strigaskóm, leðurbuxum og hlífðarskyrtu með ísaumaðri bakbrynju og olnbogahlífum. Skyrtan dróst upp og veitti minni vernd en mögulegt hefði verið.“ Þá hafi ummerki eftir bifhjólið bent til þess að maðurinn hafi ekið á 122 kílómetra hraða á klukkustund fyrir slysið, þar sem hámarkshraði sé 90 km/klst við bestu aðstæður. Ástæðu skjálftans í framhjólinu sé erfitt að segja til um. Þekkt sé að bifhjól geti verið viðkvæm fyrir sveiflum til dæmis sé slit komið í legur eða fóðringar. Titringur geti einnig orsakast af viðbrögðum ökumannsins eða af utanaðkomandi orsökum. Þar geti orsök til dæmis verið slitnir hjólbarðar eða rangur loftþrýstingur, slit eða slag í stýris- eða hjólalegum, stilling og uppsetning á hjóli og fleira.
Samgönguslys Hornafjörður Mest lesið Bílstjórinn þrettán ára Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fleiri fréttir „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Sjá meira