Miðaldakúreki slær í gegn á YouTube Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 13. september 2021 20:30 Jackson Crawford er doktor í norrænum fræðum. Hann býr nálægt Klettafjöllum í Colorado í Bandaríkjunum. vísir Jackson Crawford, bandarískur doktor í norrænum fræðum, hefur gefið kennslu í háskólum upp á bátinn og snúið sér að því að framleiða aðgengilegt kennsluefni fyrir almenning á YouTube. Þar heldur hann meðal annars úti tímum í fornnorrænni tungu. Fræðileg umræða um íslenskar og norrænar miðaldabókmenntir á sér að mestu stað innan fámenns hóps hámenntaðra manna, sem halda sig í hálfgerðum fílabeinsturni að sögn doktors í norrænum fræðum. Hann hefur ákveðið að færa þessar skemmtilegu sögur miðalda nær almenningi með kennslustundum á YouTube. Þar hefur hann náð þokkalegum vinsældum en nú fylgja nærri tvö hundruð þúsund manns rás hans. Erfitt að nálgast réttar upplýsingar Norræn goðafræði hefur komist í tísku á undanförnum árum, ekki síst ofurhetjumyndum Marvel að þakka. „En mikið af þeim upplýsingum sem er auðvelt að nálgast eru afleitar. Þær koma frá fólki sem þekkir efnið illa eða frá fólki sem aðhyllist dulræn fyrirbæri. Það geri ég alls ekki,” segir Crawford. „Ég hef áhuga á því sem fólk trúði um galdra fyrir þúsund árum en ég hef ekki áhuga á að reyna að leggja álög á fólk.“ Hann segist síður en svo vera ósáttur með túlkun Marvel á ýmsu um norræna goðafræði en vilji með YouTube rásinni skapa vettvang fyrir þá sem vilja kynnast hinum raunverulegu sögum miðalda. Þegar Njörður var hafður að hlandtrogi Kennsluefni Crawford er fjölbreytt en á rás hans má meðal annars finna fyrirlestur um blótsyrði í íslenskum miðaldatextum. Til dæmis fræg fúkyrði Loka úr Eddukvæðinu Lokasennu: „Þegi þú, Njörðr, þú vart austr heðan gísl of sendr at goðum; Hymis meyjar höfðu þik at hlandtrogi ok þér i munn migu“ Í myndbandinu reynir Crawford að útskýra þessi orð Loka fyrir enskumælandi áhorfendum sínum: „Hér segir Lokið að dætur Hymis hafi notað hann sem pissuskál og migið upp í hann." Þetta klúra dæmi er þó ekki lýsandi fyrir alla kennslu Crawfords en kennslumyndbönd hans eru þó nokkur hundruð talsins. Hrifinn af Íslandi sem er þó allt of dýrt Crawford hefur einu sinni komið til Íslands og eyddi hér talsverðum tíma, sótti meðal annars kennslustundir við Háskóla Íslands. Hann er afar hrifinn af landinu en segir það allt of dýrt til að hann geti ferðast hingað reglulega. Hann kveðst þó ætla að safna sér fyrir að minnsta kosti einni ferð í viðbót. Áhugi hans á íslenskum miðaldatextum er sprottinn af áhuga hans á málfræði og málsögu en Crawford hóf nám sitt í fornensku sem leiddi hann síðan út í nám á fornnorrænu. Og þar kynntist hann og heillaðist af íslenskum miðaldabókmenntum. Sjálfur talar hann nokkuð góða íslensku enda kveðst hann lesa jafnmikla íslensku og ensku í starfi sínu. Það tekur hann þó dágóðan tíma að mynda setningar því honum til mikils ama eru fáir í nærumhverfi hans við Klettafjöll í Colorado sem hann getur rætt við á íslensku til að æfa talmálið. Ekki beint kúreki Crawford býr á nokkuð afskekktu svæði og tekur upp flest sín myndbönd með fallegt fjallalandslagið í Colorado í bakgrunni. Hann er oftar en ekki með kúrekahatt á meðan hann þylur upp alls kyns kenningar um íslenska miðaldatexta. En er hann kúreki? Tja, hann skilur vel að það sé eðlilegt að Íslendingar líti svo á hann en bendir á að í heimalandinu sé það heiti sérstakt starfsheiti. „Í þeim skilningi er ég alls ekki kúreki og væri aldrei kallaður það hér. En hér ganga nú bara allir um með svona hatta, það er tískan hér,“ segir hann. Handritasafn Árna Magnússonar Bandaríkin Bókmenntir Íslensk fræði Mest lesið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Lífið Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Lífið Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Lífið Dannaðar dömur mættu með dramað Tíska og hönnun Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Bíó og sjónvarp Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Fleiri fréttir Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sjá meira
Fræðileg umræða um íslenskar og norrænar miðaldabókmenntir á sér að mestu stað innan fámenns hóps hámenntaðra manna, sem halda sig í hálfgerðum fílabeinsturni að sögn doktors í norrænum fræðum. Hann hefur ákveðið að færa þessar skemmtilegu sögur miðalda nær almenningi með kennslustundum á YouTube. Þar hefur hann náð þokkalegum vinsældum en nú fylgja nærri tvö hundruð þúsund manns rás hans. Erfitt að nálgast réttar upplýsingar Norræn goðafræði hefur komist í tísku á undanförnum árum, ekki síst ofurhetjumyndum Marvel að þakka. „En mikið af þeim upplýsingum sem er auðvelt að nálgast eru afleitar. Þær koma frá fólki sem þekkir efnið illa eða frá fólki sem aðhyllist dulræn fyrirbæri. Það geri ég alls ekki,” segir Crawford. „Ég hef áhuga á því sem fólk trúði um galdra fyrir þúsund árum en ég hef ekki áhuga á að reyna að leggja álög á fólk.“ Hann segist síður en svo vera ósáttur með túlkun Marvel á ýmsu um norræna goðafræði en vilji með YouTube rásinni skapa vettvang fyrir þá sem vilja kynnast hinum raunverulegu sögum miðalda. Þegar Njörður var hafður að hlandtrogi Kennsluefni Crawford er fjölbreytt en á rás hans má meðal annars finna fyrirlestur um blótsyrði í íslenskum miðaldatextum. Til dæmis fræg fúkyrði Loka úr Eddukvæðinu Lokasennu: „Þegi þú, Njörðr, þú vart austr heðan gísl of sendr at goðum; Hymis meyjar höfðu þik at hlandtrogi ok þér i munn migu“ Í myndbandinu reynir Crawford að útskýra þessi orð Loka fyrir enskumælandi áhorfendum sínum: „Hér segir Lokið að dætur Hymis hafi notað hann sem pissuskál og migið upp í hann." Þetta klúra dæmi er þó ekki lýsandi fyrir alla kennslu Crawfords en kennslumyndbönd hans eru þó nokkur hundruð talsins. Hrifinn af Íslandi sem er þó allt of dýrt Crawford hefur einu sinni komið til Íslands og eyddi hér talsverðum tíma, sótti meðal annars kennslustundir við Háskóla Íslands. Hann er afar hrifinn af landinu en segir það allt of dýrt til að hann geti ferðast hingað reglulega. Hann kveðst þó ætla að safna sér fyrir að minnsta kosti einni ferð í viðbót. Áhugi hans á íslenskum miðaldatextum er sprottinn af áhuga hans á málfræði og málsögu en Crawford hóf nám sitt í fornensku sem leiddi hann síðan út í nám á fornnorrænu. Og þar kynntist hann og heillaðist af íslenskum miðaldabókmenntum. Sjálfur talar hann nokkuð góða íslensku enda kveðst hann lesa jafnmikla íslensku og ensku í starfi sínu. Það tekur hann þó dágóðan tíma að mynda setningar því honum til mikils ama eru fáir í nærumhverfi hans við Klettafjöll í Colorado sem hann getur rætt við á íslensku til að æfa talmálið. Ekki beint kúreki Crawford býr á nokkuð afskekktu svæði og tekur upp flest sín myndbönd með fallegt fjallalandslagið í Colorado í bakgrunni. Hann er oftar en ekki með kúrekahatt á meðan hann þylur upp alls kyns kenningar um íslenska miðaldatexta. En er hann kúreki? Tja, hann skilur vel að það sé eðlilegt að Íslendingar líti svo á hann en bendir á að í heimalandinu sé það heiti sérstakt starfsheiti. „Í þeim skilningi er ég alls ekki kúreki og væri aldrei kallaður það hér. En hér ganga nú bara allir um með svona hatta, það er tískan hér,“ segir hann.
Handritasafn Árna Magnússonar Bandaríkin Bókmenntir Íslensk fræði Mest lesið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Lífið Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Lífið Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Lífið Dannaðar dömur mættu með dramað Tíska og hönnun Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Bíó og sjónvarp Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Fleiri fréttir Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sjá meira