Oddvitaáskorunin: Dundaði sér við fjáraukalög í Covid Samúel Karl Ólason skrifar 15. september 2021 15:00 Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2021 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Willum Þór Þórsson leiðir lista Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi í kosningunum. „Ég heiti Willum Þór Þórsson, 58 ára, fimm barna faðir og er oddviti Framsóknar í Suðvesturkjördæmi. Ég er hagfræðingur, kennari og íþróttaþjálfari í grunninn og hef setið á alþingi í hátt í 8 ár.“ „Á þessu kjörtímabili sem senn er að ljúka hef ég sinnt ábyrgðarstörfum m.a. sem formaður fjárlaganefndar ásamt því að vera starfandi þingflokksformaður. Auk þess hef ég setið í efnahags- og viðskiptanefnd, allsherjar- og menntamálanefnd og forsætisnefnd. Kjörtímabilið hefur verið viðburðaríkt og óvenju krefjandi, held ég að sé óhætt að segja. Næstu misseri verða mikilvæg í viðspyrnunni og miklar áskoranir m.a. á sviði efnahagsmála, ríkisfjármála og atvinnumála. Stór mál sem þarf að takast á við af ábyrgð, festu og skynsemi. Ég trúi því að reynsla mín af þeim ábyrgðarstörfum sem mér hefur verið trúað fyrir komi að góðum notum við þær áskoranir sem framundan eru.“ Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Sólsetrið í vestri af svölunum hjá mér í Kópavoginum. Hvað færðu þér í bragðaref? Þristur, skógarberjamix og bláber. Uppáhalds bók? Fyrir utan Fjárlagafrumvarpið 😊 þá er það Aðventa eftir Gunnar Gunnarsson. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Dýrið gengur laust með Ríó Tríó. Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Ekki í þínu kjördæmi) Vestmannaeyjum. Dundaðir þú þér við eitthvað á tímum Covid og samkomutakmarkana? Hámhorf eða nýtt áhugamál, sem dæmi. Dundaði mér við fjáraukalög og bandorma svona meira og minna. Hvað tekur þú í bekk? 118,5 kg. Burstar þú tennurnar fyrir eða eftir morgunmat? Allur gangur á því. Draumastarfið? (Fyrir utan þingsetu) Knattspyrnuþjálfun. Hvað myndir þú segja við Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, ef þú myndir hitta hann í einrúmi? Hyeobdong. Uppáhalds tónlistarmaður? Geri ekki upp á milli bræðrana Jóns og Frikki Dór. Þeir eru frábærir. Besti fimmaurabrandarinn? Veistu hvað sóttvarnarlæknirinn í Japan heitir? Taka Sýni. Ein sterkasta minningin úr æsku? Þegar ég byrjaði í KR. Hver er fyrirmynd þín í pólitík? Steingrímur Hermannsson af erlendum leiðtogum finnst mér mjög traustvekjandi ára yfir Angela Merkel. Besta íslenska Eurovision-lagið? Sókrates með Sverri Stormsker. Besta frí sem þú hefur farið í? Öll sumarfrín með fjölskyldunni. Uppáhalds þynnkumatur? Hlöllabáturinn hjá Simma Vill. Hve oft hefur þú farið að sjá eldgosið? Aldrei. Uppáhalds Fóstbræðraatriði? Indriði á stjórnarfundinum. Uppáhalds uppátækið frá framhaldsskólaárunum? ...hvar á maður að byrja. Líklega best að sleppa því en árin í Verzlunarskólanum voru eitt stórt uppátæki. Rómantískasta uppátækið? Frú Ása er ein til frásagnar af því. Oddvitaáskorunin Alþingiskosningar 2021 Suðvesturkjördæmi Framsóknarflokkurinn Mest lesið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Sleikurinn við Collin Farrell ógleymanlegur Lífið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Fleiri fréttir Sleikurinn við Collin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Sjá meira
Willum Þór Þórsson leiðir lista Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi í kosningunum. „Ég heiti Willum Þór Þórsson, 58 ára, fimm barna faðir og er oddviti Framsóknar í Suðvesturkjördæmi. Ég er hagfræðingur, kennari og íþróttaþjálfari í grunninn og hef setið á alþingi í hátt í 8 ár.“ „Á þessu kjörtímabili sem senn er að ljúka hef ég sinnt ábyrgðarstörfum m.a. sem formaður fjárlaganefndar ásamt því að vera starfandi þingflokksformaður. Auk þess hef ég setið í efnahags- og viðskiptanefnd, allsherjar- og menntamálanefnd og forsætisnefnd. Kjörtímabilið hefur verið viðburðaríkt og óvenju krefjandi, held ég að sé óhætt að segja. Næstu misseri verða mikilvæg í viðspyrnunni og miklar áskoranir m.a. á sviði efnahagsmála, ríkisfjármála og atvinnumála. Stór mál sem þarf að takast á við af ábyrgð, festu og skynsemi. Ég trúi því að reynsla mín af þeim ábyrgðarstörfum sem mér hefur verið trúað fyrir komi að góðum notum við þær áskoranir sem framundan eru.“ Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Sólsetrið í vestri af svölunum hjá mér í Kópavoginum. Hvað færðu þér í bragðaref? Þristur, skógarberjamix og bláber. Uppáhalds bók? Fyrir utan Fjárlagafrumvarpið 😊 þá er það Aðventa eftir Gunnar Gunnarsson. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Dýrið gengur laust með Ríó Tríó. Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Ekki í þínu kjördæmi) Vestmannaeyjum. Dundaðir þú þér við eitthvað á tímum Covid og samkomutakmarkana? Hámhorf eða nýtt áhugamál, sem dæmi. Dundaði mér við fjáraukalög og bandorma svona meira og minna. Hvað tekur þú í bekk? 118,5 kg. Burstar þú tennurnar fyrir eða eftir morgunmat? Allur gangur á því. Draumastarfið? (Fyrir utan þingsetu) Knattspyrnuþjálfun. Hvað myndir þú segja við Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, ef þú myndir hitta hann í einrúmi? Hyeobdong. Uppáhalds tónlistarmaður? Geri ekki upp á milli bræðrana Jóns og Frikki Dór. Þeir eru frábærir. Besti fimmaurabrandarinn? Veistu hvað sóttvarnarlæknirinn í Japan heitir? Taka Sýni. Ein sterkasta minningin úr æsku? Þegar ég byrjaði í KR. Hver er fyrirmynd þín í pólitík? Steingrímur Hermannsson af erlendum leiðtogum finnst mér mjög traustvekjandi ára yfir Angela Merkel. Besta íslenska Eurovision-lagið? Sókrates með Sverri Stormsker. Besta frí sem þú hefur farið í? Öll sumarfrín með fjölskyldunni. Uppáhalds þynnkumatur? Hlöllabáturinn hjá Simma Vill. Hve oft hefur þú farið að sjá eldgosið? Aldrei. Uppáhalds Fóstbræðraatriði? Indriði á stjórnarfundinum. Uppáhalds uppátækið frá framhaldsskólaárunum? ...hvar á maður að byrja. Líklega best að sleppa því en árin í Verzlunarskólanum voru eitt stórt uppátæki. Rómantískasta uppátækið? Frú Ása er ein til frásagnar af því.
Oddvitaáskorunin Alþingiskosningar 2021 Suðvesturkjördæmi Framsóknarflokkurinn Mest lesið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Sleikurinn við Collin Farrell ógleymanlegur Lífið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Fleiri fréttir Sleikurinn við Collin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Sjá meira