Oddvitaáskorunin: Dundaði sér við fjáraukalög í Covid Samúel Karl Ólason skrifar 15. september 2021 15:00 Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2021 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Willum Þór Þórsson leiðir lista Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi í kosningunum. „Ég heiti Willum Þór Þórsson, 58 ára, fimm barna faðir og er oddviti Framsóknar í Suðvesturkjördæmi. Ég er hagfræðingur, kennari og íþróttaþjálfari í grunninn og hef setið á alþingi í hátt í 8 ár.“ „Á þessu kjörtímabili sem senn er að ljúka hef ég sinnt ábyrgðarstörfum m.a. sem formaður fjárlaganefndar ásamt því að vera starfandi þingflokksformaður. Auk þess hef ég setið í efnahags- og viðskiptanefnd, allsherjar- og menntamálanefnd og forsætisnefnd. Kjörtímabilið hefur verið viðburðaríkt og óvenju krefjandi, held ég að sé óhætt að segja. Næstu misseri verða mikilvæg í viðspyrnunni og miklar áskoranir m.a. á sviði efnahagsmála, ríkisfjármála og atvinnumála. Stór mál sem þarf að takast á við af ábyrgð, festu og skynsemi. Ég trúi því að reynsla mín af þeim ábyrgðarstörfum sem mér hefur verið trúað fyrir komi að góðum notum við þær áskoranir sem framundan eru.“ Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Sólsetrið í vestri af svölunum hjá mér í Kópavoginum. Hvað færðu þér í bragðaref? Þristur, skógarberjamix og bláber. Uppáhalds bók? Fyrir utan Fjárlagafrumvarpið 😊 þá er það Aðventa eftir Gunnar Gunnarsson. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Dýrið gengur laust með Ríó Tríó. Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Ekki í þínu kjördæmi) Vestmannaeyjum. Dundaðir þú þér við eitthvað á tímum Covid og samkomutakmarkana? Hámhorf eða nýtt áhugamál, sem dæmi. Dundaði mér við fjáraukalög og bandorma svona meira og minna. Hvað tekur þú í bekk? 118,5 kg. Burstar þú tennurnar fyrir eða eftir morgunmat? Allur gangur á því. Draumastarfið? (Fyrir utan þingsetu) Knattspyrnuþjálfun. Hvað myndir þú segja við Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, ef þú myndir hitta hann í einrúmi? Hyeobdong. Uppáhalds tónlistarmaður? Geri ekki upp á milli bræðrana Jóns og Frikki Dór. Þeir eru frábærir. Besti fimmaurabrandarinn? Veistu hvað sóttvarnarlæknirinn í Japan heitir? Taka Sýni. Ein sterkasta minningin úr æsku? Þegar ég byrjaði í KR. Hver er fyrirmynd þín í pólitík? Steingrímur Hermannsson af erlendum leiðtogum finnst mér mjög traustvekjandi ára yfir Angela Merkel. Besta íslenska Eurovision-lagið? Sókrates með Sverri Stormsker. Besta frí sem þú hefur farið í? Öll sumarfrín með fjölskyldunni. Uppáhalds þynnkumatur? Hlöllabáturinn hjá Simma Vill. Hve oft hefur þú farið að sjá eldgosið? Aldrei. Uppáhalds Fóstbræðraatriði? Indriði á stjórnarfundinum. Uppáhalds uppátækið frá framhaldsskólaárunum? ...hvar á maður að byrja. Líklega best að sleppa því en árin í Verzlunarskólanum voru eitt stórt uppátæki. Rómantískasta uppátækið? Frú Ása er ein til frásagnar af því. Oddvitaáskorunin Alþingiskosningar 2021 Suðvesturkjördæmi Framsóknarflokkurinn Mest lesið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Leikjavísir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Fleiri fréttir Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Sjá meira
Willum Þór Þórsson leiðir lista Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi í kosningunum. „Ég heiti Willum Þór Þórsson, 58 ára, fimm barna faðir og er oddviti Framsóknar í Suðvesturkjördæmi. Ég er hagfræðingur, kennari og íþróttaþjálfari í grunninn og hef setið á alþingi í hátt í 8 ár.“ „Á þessu kjörtímabili sem senn er að ljúka hef ég sinnt ábyrgðarstörfum m.a. sem formaður fjárlaganefndar ásamt því að vera starfandi þingflokksformaður. Auk þess hef ég setið í efnahags- og viðskiptanefnd, allsherjar- og menntamálanefnd og forsætisnefnd. Kjörtímabilið hefur verið viðburðaríkt og óvenju krefjandi, held ég að sé óhætt að segja. Næstu misseri verða mikilvæg í viðspyrnunni og miklar áskoranir m.a. á sviði efnahagsmála, ríkisfjármála og atvinnumála. Stór mál sem þarf að takast á við af ábyrgð, festu og skynsemi. Ég trúi því að reynsla mín af þeim ábyrgðarstörfum sem mér hefur verið trúað fyrir komi að góðum notum við þær áskoranir sem framundan eru.“ Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Sólsetrið í vestri af svölunum hjá mér í Kópavoginum. Hvað færðu þér í bragðaref? Þristur, skógarberjamix og bláber. Uppáhalds bók? Fyrir utan Fjárlagafrumvarpið 😊 þá er það Aðventa eftir Gunnar Gunnarsson. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Dýrið gengur laust með Ríó Tríó. Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Ekki í þínu kjördæmi) Vestmannaeyjum. Dundaðir þú þér við eitthvað á tímum Covid og samkomutakmarkana? Hámhorf eða nýtt áhugamál, sem dæmi. Dundaði mér við fjáraukalög og bandorma svona meira og minna. Hvað tekur þú í bekk? 118,5 kg. Burstar þú tennurnar fyrir eða eftir morgunmat? Allur gangur á því. Draumastarfið? (Fyrir utan þingsetu) Knattspyrnuþjálfun. Hvað myndir þú segja við Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, ef þú myndir hitta hann í einrúmi? Hyeobdong. Uppáhalds tónlistarmaður? Geri ekki upp á milli bræðrana Jóns og Frikki Dór. Þeir eru frábærir. Besti fimmaurabrandarinn? Veistu hvað sóttvarnarlæknirinn í Japan heitir? Taka Sýni. Ein sterkasta minningin úr æsku? Þegar ég byrjaði í KR. Hver er fyrirmynd þín í pólitík? Steingrímur Hermannsson af erlendum leiðtogum finnst mér mjög traustvekjandi ára yfir Angela Merkel. Besta íslenska Eurovision-lagið? Sókrates með Sverri Stormsker. Besta frí sem þú hefur farið í? Öll sumarfrín með fjölskyldunni. Uppáhalds þynnkumatur? Hlöllabáturinn hjá Simma Vill. Hve oft hefur þú farið að sjá eldgosið? Aldrei. Uppáhalds Fóstbræðraatriði? Indriði á stjórnarfundinum. Uppáhalds uppátækið frá framhaldsskólaárunum? ...hvar á maður að byrja. Líklega best að sleppa því en árin í Verzlunarskólanum voru eitt stórt uppátæki. Rómantískasta uppátækið? Frú Ása er ein til frásagnar af því.
Oddvitaáskorunin Alþingiskosningar 2021 Suðvesturkjördæmi Framsóknarflokkurinn Mest lesið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Leikjavísir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Fleiri fréttir Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Sjá meira