Þrjár í úrvalsliði fyrir landsleikinn: Cecilía sögð kona stóru leikjanna Sindri Sverrisson skrifar 14. september 2021 13:30 Cecilía Rán Rúnarsdóttir átti góðan leik gegn Häcken og grípur hér boltann. KIF Örebro/Rasmus Ohlsson Nú þegar vika er í stórleik Íslands og Hollands á Laugardalsvelli, í nýrri undankeppni HM kvenna í fótbolta, hafa þrír Íslendingar verið valdir í lið síðustu umferðar í sænsku úrvalsdeildinni. Cecilía Rán Rúnarsdóttir, Sif Atladóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir ættu að mæta fullar sjálfstrausts til Íslands, í landsliðsverkefnið sem nú tekur við. Þær eiga þrjú af ellefu sætum í liði 16. umferðar sænsku úrvalsdeildarinnar hjá Sportbladet. Sveindís er annar tveggja sóknarmanna liðsins eftir að hafa skorað frábært sigurmark gegn Linköping. Sveindís hafði leikið fimm deildarleiki í röð án þess að skora fyrir Kristianstad en braut ísinn með stæl eins og sjá má hér að neðan. Sif varð móðir í annað sinn fyrir ári síðan en hefur snúið aftur af krafti á þessu tímabili og þannig komist aftur í íslenska landsliðshópinn. Sportbladet segir hana eiga hvað stærstan þátt í því að Kristianstad fékk ekki á sig mark gegn Linköping, í fyrrnefndum 1-0 sigri. Hin 18 ára gamla Cecilía, helmingi yngri en Sif, er svo markmaður „stóru leikjanna“ að mati Sportbladet. Hún hélt markinu hreinu gegn toppliði Rosengård fyrr í sumar og átti mjög góðan leik í síðustu umferð þrátt fyrir 2-0 tap Örebro á útivelli gegn Häcken, sem er í 2. sæti deildarinnar. Cecilía hélt hreinu í tæpar 75 mínútur en Häcken náði að tryggja sér sigur í lokin. Undirbúningur landsliðsins að hefjast Íslenska landsliðið hefur á morgun undirbúning sinn fyrir leikinn við Evrópumeistara Hollands. Það er eini leikur liðsins að þessu sinni en Ísland mætir svo Tékklandi og Kýpur 22. og 26. október. Liðið er einnig í riðli með Hvíta-Rússlandi. Efsta lið riðilsins kemst á HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi en liðið í 2. sæti fer í umspil. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Sænski boltinn Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna Sjá meira
Cecilía Rán Rúnarsdóttir, Sif Atladóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir ættu að mæta fullar sjálfstrausts til Íslands, í landsliðsverkefnið sem nú tekur við. Þær eiga þrjú af ellefu sætum í liði 16. umferðar sænsku úrvalsdeildarinnar hjá Sportbladet. Sveindís er annar tveggja sóknarmanna liðsins eftir að hafa skorað frábært sigurmark gegn Linköping. Sveindís hafði leikið fimm deildarleiki í röð án þess að skora fyrir Kristianstad en braut ísinn með stæl eins og sjá má hér að neðan. Sif varð móðir í annað sinn fyrir ári síðan en hefur snúið aftur af krafti á þessu tímabili og þannig komist aftur í íslenska landsliðshópinn. Sportbladet segir hana eiga hvað stærstan þátt í því að Kristianstad fékk ekki á sig mark gegn Linköping, í fyrrnefndum 1-0 sigri. Hin 18 ára gamla Cecilía, helmingi yngri en Sif, er svo markmaður „stóru leikjanna“ að mati Sportbladet. Hún hélt markinu hreinu gegn toppliði Rosengård fyrr í sumar og átti mjög góðan leik í síðustu umferð þrátt fyrir 2-0 tap Örebro á útivelli gegn Häcken, sem er í 2. sæti deildarinnar. Cecilía hélt hreinu í tæpar 75 mínútur en Häcken náði að tryggja sér sigur í lokin. Undirbúningur landsliðsins að hefjast Íslenska landsliðið hefur á morgun undirbúning sinn fyrir leikinn við Evrópumeistara Hollands. Það er eini leikur liðsins að þessu sinni en Ísland mætir svo Tékklandi og Kýpur 22. og 26. október. Liðið er einnig í riðli með Hvíta-Rússlandi. Efsta lið riðilsins kemst á HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi en liðið í 2. sæti fer í umspil.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Sænski boltinn Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna Sjá meira