Oddvitaáskorunin: Sat á skólabekk í viku, fimm árum eftir útskrift Samúel Karl Ólason skrifar 15. september 2021 21:01 Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2021 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson leiðir lista Miðflokksins í Norðausturkjördæmi í kosningunum. „Ég ólst upp í Breiðholti og gekk í Ölduselsskóla en fór svo í Menntaskólann í Reykjavík. Byrjaði að vinna 12 ára við að skrapa ryð af handriðum og mála (ekki viss um að það mætti nú til dags). Vann svo lengi á Essó í Skógarseli og á öðrum bensínstöðvum og í Fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli á sumrin og með námi. Fór svo í nám í Háskóla Íslands, Moskvu, Kaupmannahöfn og í Oxford í Bretlandi. Árið 2008 byrjaði ég óvænt í stjórnmálum eftir að vaskur hópur fólks af Austurlandi hafði varið nokkrum vikum í að sannfæra mig um að fara í pólitík. Áður var ég búinn að ákveða að fara aldrei í stjórnmál en ég sé ekki eftir því. Hef kynnst gríðarlega mörgu fólki og fengið að upplifa það ótrúlega mikilvæga og fjölbreytta starf sem fer fram um allt land. Ástæðan fyrir því að ég held áfram í stjórnmálum er sú að ég hef séð að það er hægt að ná raunverulegum breytingum þrátt fyrir allar hindranirnar ef maður ákveður að gera það.“ Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Reykhólasveitin. Hvað færðu þér í bragðaref? Jarðarber, Smarties og Snickers. Uppáhalds bók? The Clash of Civilizations and the Remaking of World Order eftir Samuel P. Huntington. Bók sem hefur haft ótrúlegt forspárgildi um þróun heimsmálanna. Bókinn sem ég ætlaði að skrifa þegar ég var 18 ára en var of seinn. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Making Love Out of Nothing At All með Air Supply, já og auðvitað Mandy með Barry Manilow. Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Ekki í þínu kjördæmi) Í Reykhólasveit. Dundaðir þú þér við eitthvað á tímum Covid og samkomutakmarkana? Hámhorf eða nýtt áhugamál, sem dæmi. Ég sinnti aðeins frímerkja- og myntsafninu. Hvað tekur þú í bekk? Það veit ég ekki. Giska á 300 kíló en hef ekki reynt það. Burstar þú tennurnar fyrir eða eftir morgunmat? Ég borða yfirleitt ekki morgunmat. Draumastarfið? (Fyrir utan þingsetu) Byggingarverkfræðingur (brúarhönnuður). Hvað myndir þú segja við Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, ef þú myndir hitta hann í einrúmi? Hvaða hárgel notarðu? Uppáhalds tónlistarmaður? Ég get ekki valið einn. Besti fimmaurabrandarinn? Þessi er reyndar rándýr en ég leysi málið með því að borga snillingnum sem sagði mér hann 5 aura fyrir. Önd gekk inn á veitingastað (þetta var í Iðnó við Tjörnina), bað um kjúklingaborgara og mjólk og settist við að lesa dagblað. Eftir nokkra stund kom þjónninn með reikninginn. Öndin svaraði því til að hún væri að vinna á byggingarsvæði í grenndinni og yrði þar áfram næstu vikur og hvort hún mætti ekki opna reikning. „Það er sjálfsagt” sagði þjónninn. Hann gat þó ekki litið fram hjá því að þarna væri komin talandi önd og mannaði sig upp í að segja: „Það er búið að setja upp sirkus hérna í Vatnsmýrinni, þeir væru alveg örugglega til í að ráða þig í vinnu”. Öndin spurði: „Hvernig eru aðstæður í þessum sirkus, er þetta einhvers konar tjald” Þjónninn: „Já, stórt tjald” Önd: „Og er því haldið uppi af súlum, einhvers konar stálsúlum” Þjónn: „Já einmitt, stórt tjald haldið uppi af stálsúlum”. Önd: „Hvað hafa þeir þá að gera við múrara?“ Ein sterkasta minningin úr æsku? Þegar ég var kosinn formaður Framsóknarflokksins. Hver er fyrirmynd þín í pólitík? Margar en nefni Abraham Lincoln. Besta íslenska Eurovision-lagið? Draumur um Nínu, en vanmetnasta lagið er Valentine með Eiríki Haukssyni. Besta frí sem þú hefur farið í? Þegar fjölskyldan var saman í húsi á Akureyri og ég sleppti tölvunni og slökkti á símanum. Uppáhalds þynnkumatur? Það eru mörg ár síðan en það var kjúklingavefjan sem albanskir bræður seldu úr kofa við umferðarmiðstöðina í Oxford. Hve oft hefur þú farið að sjá eldgosið? Tvisvar. Uppáhalds Fóstbræðraatriði? Indriði og maðurinn sem keypti bara hluti sem byrja á N: „Okkur vanrar tómatsósu. - Hafðu það þá Newmans Own”. Ég hlæ bara við tilhugsunina. Uppáhalds uppátækið frá framhaldsskólaárunum? Ég veit ekki hvort það telst með en það var þegar ég fór aftur í MR 5 árum eftir að ég útskrifaðist og mætti í viku sem nýi strákurinn í bekknum. Mér fannst ég eiga ýmislegt ólært og kynntist nýjum vinum. Rómantískasta uppátækið? Þegar ég bað eiginkonunnar á gamlárskvöld á Lokastíg í Reykjavík. Oddvitaáskorunin Alþingiskosningar 2021 Norðausturkjördæmi Miðflokkurinn Mest lesið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Lífið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tíska og hönnun Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson leiðir lista Miðflokksins í Norðausturkjördæmi í kosningunum. „Ég ólst upp í Breiðholti og gekk í Ölduselsskóla en fór svo í Menntaskólann í Reykjavík. Byrjaði að vinna 12 ára við að skrapa ryð af handriðum og mála (ekki viss um að það mætti nú til dags). Vann svo lengi á Essó í Skógarseli og á öðrum bensínstöðvum og í Fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli á sumrin og með námi. Fór svo í nám í Háskóla Íslands, Moskvu, Kaupmannahöfn og í Oxford í Bretlandi. Árið 2008 byrjaði ég óvænt í stjórnmálum eftir að vaskur hópur fólks af Austurlandi hafði varið nokkrum vikum í að sannfæra mig um að fara í pólitík. Áður var ég búinn að ákveða að fara aldrei í stjórnmál en ég sé ekki eftir því. Hef kynnst gríðarlega mörgu fólki og fengið að upplifa það ótrúlega mikilvæga og fjölbreytta starf sem fer fram um allt land. Ástæðan fyrir því að ég held áfram í stjórnmálum er sú að ég hef séð að það er hægt að ná raunverulegum breytingum þrátt fyrir allar hindranirnar ef maður ákveður að gera það.“ Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Reykhólasveitin. Hvað færðu þér í bragðaref? Jarðarber, Smarties og Snickers. Uppáhalds bók? The Clash of Civilizations and the Remaking of World Order eftir Samuel P. Huntington. Bók sem hefur haft ótrúlegt forspárgildi um þróun heimsmálanna. Bókinn sem ég ætlaði að skrifa þegar ég var 18 ára en var of seinn. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Making Love Out of Nothing At All með Air Supply, já og auðvitað Mandy með Barry Manilow. Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Ekki í þínu kjördæmi) Í Reykhólasveit. Dundaðir þú þér við eitthvað á tímum Covid og samkomutakmarkana? Hámhorf eða nýtt áhugamál, sem dæmi. Ég sinnti aðeins frímerkja- og myntsafninu. Hvað tekur þú í bekk? Það veit ég ekki. Giska á 300 kíló en hef ekki reynt það. Burstar þú tennurnar fyrir eða eftir morgunmat? Ég borða yfirleitt ekki morgunmat. Draumastarfið? (Fyrir utan þingsetu) Byggingarverkfræðingur (brúarhönnuður). Hvað myndir þú segja við Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, ef þú myndir hitta hann í einrúmi? Hvaða hárgel notarðu? Uppáhalds tónlistarmaður? Ég get ekki valið einn. Besti fimmaurabrandarinn? Þessi er reyndar rándýr en ég leysi málið með því að borga snillingnum sem sagði mér hann 5 aura fyrir. Önd gekk inn á veitingastað (þetta var í Iðnó við Tjörnina), bað um kjúklingaborgara og mjólk og settist við að lesa dagblað. Eftir nokkra stund kom þjónninn með reikninginn. Öndin svaraði því til að hún væri að vinna á byggingarsvæði í grenndinni og yrði þar áfram næstu vikur og hvort hún mætti ekki opna reikning. „Það er sjálfsagt” sagði þjónninn. Hann gat þó ekki litið fram hjá því að þarna væri komin talandi önd og mannaði sig upp í að segja: „Það er búið að setja upp sirkus hérna í Vatnsmýrinni, þeir væru alveg örugglega til í að ráða þig í vinnu”. Öndin spurði: „Hvernig eru aðstæður í þessum sirkus, er þetta einhvers konar tjald” Þjónninn: „Já, stórt tjald” Önd: „Og er því haldið uppi af súlum, einhvers konar stálsúlum” Þjónn: „Já einmitt, stórt tjald haldið uppi af stálsúlum”. Önd: „Hvað hafa þeir þá að gera við múrara?“ Ein sterkasta minningin úr æsku? Þegar ég var kosinn formaður Framsóknarflokksins. Hver er fyrirmynd þín í pólitík? Margar en nefni Abraham Lincoln. Besta íslenska Eurovision-lagið? Draumur um Nínu, en vanmetnasta lagið er Valentine með Eiríki Haukssyni. Besta frí sem þú hefur farið í? Þegar fjölskyldan var saman í húsi á Akureyri og ég sleppti tölvunni og slökkti á símanum. Uppáhalds þynnkumatur? Það eru mörg ár síðan en það var kjúklingavefjan sem albanskir bræður seldu úr kofa við umferðarmiðstöðina í Oxford. Hve oft hefur þú farið að sjá eldgosið? Tvisvar. Uppáhalds Fóstbræðraatriði? Indriði og maðurinn sem keypti bara hluti sem byrja á N: „Okkur vanrar tómatsósu. - Hafðu það þá Newmans Own”. Ég hlæ bara við tilhugsunina. Uppáhalds uppátækið frá framhaldsskólaárunum? Ég veit ekki hvort það telst með en það var þegar ég fór aftur í MR 5 árum eftir að ég útskrifaðist og mætti í viku sem nýi strákurinn í bekknum. Mér fannst ég eiga ýmislegt ólært og kynntist nýjum vinum. Rómantískasta uppátækið? Þegar ég bað eiginkonunnar á gamlárskvöld á Lokastíg í Reykjavík.
Oddvitaáskorunin Alþingiskosningar 2021 Norðausturkjördæmi Miðflokkurinn Mest lesið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Lífið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tíska og hönnun Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Sjá meira