Fjallað verður ítarlega um nýjar reglur og viðtökur við þeim í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Ríkisstjórnin er kolfallin samkvæmt nýrri Maskínukönnun. Við rýnum í nýja könnun og heyrum í fulltrúum stjórnmálaflokka um niðurstöðurnar. Þá verðum við í beinni frá kjörstað í Smáralind en mun fleiri hafa kosið utankjörfundar nú en í síðustu kosningum.
Tvær íslenskar konur voru fluttar á gjörgæslu eftir að hafa slasast alvarlega þegar hluti af pálmatré féll fyrirvaralaust á þær á spænsku eyjunni Tenerife um helgina. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum.
Einnig verður farið ítarlega yfir réttarhöldin í Rauðagerðismálinu í dag og úrslit norsku þingkosninganna auk þess sem við kíkjum í berjamó á Vestfjörðum.