Yngjandi undravatn í pottunum í Stykkishólmi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 15. september 2021 06:36 Arnar Hreiðarsson sér um sundlaugarnar í Stykkishólmi. Vísir/Sigurjón Einstakt vatn rennur í heitu pottana í Stykkishólmi en það er blandað náttúrulegum efnum sem finnast hvergi annars staðar á landinu. Forstöðumaðurinn líkir vatninu við undravatn, segir það yngjandi og geta ráðið bug á ýmsum húðsjúkdómum. Pottarnir við sundlaugina í Stykkishólmi virðast ósköp hefðbundnir en það sem margir vita ekki er að í þá rennur einstakt, vottað hitaveituvatn úr borholu. Vatnið er ríkt af steinefnum, er basískt og inniheldur uppleyst efni á borð við natríumklóríð og kalsíumsölt. Vatnið hefur reynst fólki með húðsjúkdóma vel og það sem er ekki síðra - það á líka að vera yngjandi. „Þessi samsetning er talin alveg extra góð og þeir psoriasis sjúklingar sem koma hingað segja að þetta sé mikið betra en vatnið í Bláa lóninu, ég veit ekki hvort það má segja það,” segir Arnar Hreiðarsson, forstöðumaður íþróttamannvirkja í Stykkishólmi. Hann segir fólk finna raunverulegan mun á húðinni eftir vatnið. „Það eru margir sem koma, leigja sér bústað hérna uppi í sveit og eru hér í kannski þrjá, fjóra eða fimm daga og fara miklu betri heim. Það er miklu ódýrara að koma í Stykkishólm í nokkra daga en að fara í sólina og liggja erlendis,” segir Arnar og tekur fram að það kosti ekki nema 1.050 krónur að fara í laugina. Arnar bætir við að drykkjarvatnið sé einnig allra meina bót, en sundlaugargestir geta drukkið það beint af krana. „Þetta er aðeins salt og steinefnin í þessu eru betri en orkudrykkir sem verið er að blanda og búa til og setja í alls konar steinefni. Þetta er allt hér.“ Vatnið er sagt vera allra meina bót.Vísir/Sigurjón Róbert Grétar Gunnarsson, yfirstýrimaður á Baldri, er fastagestur í lauginni en tekur undir orð Arnars að um algjört undravatn sé að ræða. „Þetta er bara alveg dásamlegt. Hressir, bætir og kætir á allan hátt.“ Stykkishólmur Sundlaugar Heilsa Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Pottarnir við sundlaugina í Stykkishólmi virðast ósköp hefðbundnir en það sem margir vita ekki er að í þá rennur einstakt, vottað hitaveituvatn úr borholu. Vatnið er ríkt af steinefnum, er basískt og inniheldur uppleyst efni á borð við natríumklóríð og kalsíumsölt. Vatnið hefur reynst fólki með húðsjúkdóma vel og það sem er ekki síðra - það á líka að vera yngjandi. „Þessi samsetning er talin alveg extra góð og þeir psoriasis sjúklingar sem koma hingað segja að þetta sé mikið betra en vatnið í Bláa lóninu, ég veit ekki hvort það má segja það,” segir Arnar Hreiðarsson, forstöðumaður íþróttamannvirkja í Stykkishólmi. Hann segir fólk finna raunverulegan mun á húðinni eftir vatnið. „Það eru margir sem koma, leigja sér bústað hérna uppi í sveit og eru hér í kannski þrjá, fjóra eða fimm daga og fara miklu betri heim. Það er miklu ódýrara að koma í Stykkishólm í nokkra daga en að fara í sólina og liggja erlendis,” segir Arnar og tekur fram að það kosti ekki nema 1.050 krónur að fara í laugina. Arnar bætir við að drykkjarvatnið sé einnig allra meina bót, en sundlaugargestir geta drukkið það beint af krana. „Þetta er aðeins salt og steinefnin í þessu eru betri en orkudrykkir sem verið er að blanda og búa til og setja í alls konar steinefni. Þetta er allt hér.“ Vatnið er sagt vera allra meina bót.Vísir/Sigurjón Róbert Grétar Gunnarsson, yfirstýrimaður á Baldri, er fastagestur í lauginni en tekur undir orð Arnars að um algjört undravatn sé að ræða. „Þetta er bara alveg dásamlegt. Hressir, bætir og kætir á allan hátt.“
Stykkishólmur Sundlaugar Heilsa Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira