Lokatölur komnar úr Veiðivötnum Karl Lúðvíksson skrifar 16. september 2021 14:03 Veiði er lokið í Veiðivötnum þetta tímabilið. Mynd: Bryndís Magnúsdóttir Veiði er lokið í Veiðivötnum þetta tímabilið og það liggur fyrir að veiðin var meiri en í fyrra og mestu munar um betri veiði í Litlasjó. Stangveiðitímabilið í Veiðivötnum hefst 18. júní og stendur til 18. ágúst en eftir það hefst netatíminn sem stendur til 12. september. Á stangveiðitímanum veiddust 19.049 fiskar sem skiptist þannig að það veiddust 10.532 urriðar og 8.517 bleikjur. Mest veiddist í Snjóölduvatni eða 4.706 fiskar og allt bleikja, fyrir utan stöku urriða. Í Litlasjó veiddust síðan 4.440 fiskar, allt urriði. Þyngsti fiskurinn er 16,0 pd urriði úr Grænavatni. Stórir fiskar, um og yfir 10,0 pd fengust einnig í Skálavatni, Hraunvötnum, Ónýtavatni, Ónefndavatni, Litla Breiðavatni og Kvíslarvatnsgíg. Á netaveiðitímanum veiddist 981 fiskur á stöng. Heildarafli stangveiddra fiska í Veiðivötnum 2021 er 20030 fiskar, 11478 urriðar og 8552 bleikjur. Í netin fengust 10154 fiskar, 1920 urriðar og 8234 bleikjur. Stangveiði Rangárþing ytra Mest lesið Nýjar vikutölur úr laxveiðiánum Veiði 170 laxa vika í Eystri Rangá Veiði Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Yfir 100 laxa holl í Laxá í Dölum Veiði Lokatölur úr ánum og vangaveltur Veiði Frýs í lykkjum og takan eftir því Veiði Geldingatjörn kemur vel undan vetri Veiði Laxveiðin byrjar á laugardaginn Veiði Hugleiðingar um netaveiði á vatnasvæði Ölfusár og Hvítár Veiði Besta opnun á svæði IV í Stóru Laxá Veiði
Stangveiðitímabilið í Veiðivötnum hefst 18. júní og stendur til 18. ágúst en eftir það hefst netatíminn sem stendur til 12. september. Á stangveiðitímanum veiddust 19.049 fiskar sem skiptist þannig að það veiddust 10.532 urriðar og 8.517 bleikjur. Mest veiddist í Snjóölduvatni eða 4.706 fiskar og allt bleikja, fyrir utan stöku urriða. Í Litlasjó veiddust síðan 4.440 fiskar, allt urriði. Þyngsti fiskurinn er 16,0 pd urriði úr Grænavatni. Stórir fiskar, um og yfir 10,0 pd fengust einnig í Skálavatni, Hraunvötnum, Ónýtavatni, Ónefndavatni, Litla Breiðavatni og Kvíslarvatnsgíg. Á netaveiðitímanum veiddist 981 fiskur á stöng. Heildarafli stangveiddra fiska í Veiðivötnum 2021 er 20030 fiskar, 11478 urriðar og 8552 bleikjur. Í netin fengust 10154 fiskar, 1920 urriðar og 8234 bleikjur.
Stangveiði Rangárþing ytra Mest lesið Nýjar vikutölur úr laxveiðiánum Veiði 170 laxa vika í Eystri Rangá Veiði Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Yfir 100 laxa holl í Laxá í Dölum Veiði Lokatölur úr ánum og vangaveltur Veiði Frýs í lykkjum og takan eftir því Veiði Geldingatjörn kemur vel undan vetri Veiði Laxveiðin byrjar á laugardaginn Veiði Hugleiðingar um netaveiði á vatnasvæði Ölfusár og Hvítár Veiði Besta opnun á svæði IV í Stóru Laxá Veiði