Má loksins tjá sig og hvatti til sameiningar Atli Ísleifsson skrifar 16. september 2021 14:32 Tryggvi Gunnarsson, fyrrverandi umboðsmaður Alþingis, tók til máls á fundi um sameiningu fimm sveitarfélaga á Suðurlandi á Hellu í gærkvöldi. Stöð 2 Tryggvi Gunnarsson, fyrrverandi umboðsmaður Alþingis, segir að lítil sveitarfélög ráði orðið illa við þau verkefni sem þeim hefur verið falið. Þetta sagði Tryggvi á fundi um mögulega samningu fimm sveitarfélaga á Suðurlandi á Hellu í gærkvöldi. Tryggvi, sem hefur búið á bæ í Rangárþingi ytraí tvo áratugi, tók til máls á fundinum þar sem hann sagðist hafa, sem umboðsmaður Alþingis, haft eftirlit með málefnum sveitarfélaga og ríkisins. Nú sé hann hins vegar hættur því starfi og geti því leyft sér að lýsa skoðun sinni. Á fundinum var verið að ræða mögulega sameiningu sveitarfélaganna Skaftárhrepps, Mýrdalshrepps, Rangárþings eystra, Rangárþings ytra og Ásahrepps, en íbúar þar munu kjósa um mögulega sameiningu samhliða þingkosningunum 25. september. Tryggvi segir í samtali við Vísi ekki hafa lagt upp með að taka til máls á fundinum. Hann hafi hins vegar viljað nýta tækifærið og þakka fólkinu sem hefði unnið að málefninu fyrir vel unnin störf og hvetja íbúa í sveitarfélaginu til að hlusta á það í aðdraganda kosninganna. Tímaspursmál hvenær þetta verður skandall Í ræðu sinni gerði Tryggvi byggðasamlögin, sem hugsuð voru sem rekstrarutanumhald, að umtalsefni. „Það sem hefur gerst á undanförnum árum er það er farið að fela þeim einstök framkvæmdar- og stjórnsýsluverkefni. En það er engin ábyrgð þar að baki og það er í raun tímaspursmál hvenær þetta verður einhver skandall. Þannig ég segi við ykkur. Takið nú mark á því sem þau eru að segja og breytið þessu. Það fer mikið betur á því að þetta sé í höndum sveitarfélaganna. Þannig það eru svo fjölmörg atriði sem fólk þarf að hafa í huga í þessum efnum. Til dæmis bara það að verkefni sveitarfélaganna hafa á síðustu árum alveg gjörbreyst. Þetta er ekki lengur spurning um einhver heimaverkefni; fjallskilin og einhver málefni innan sveitarfélagsins. Nú er búið að fela sveitarfélögunum að fara með stóran hluta þeirra verkefna sem áður voru í höndum ríkisins og lúta að til dæmis menntamálum og margvíslegum félagslegum hlutum,“ sagði Tryggvi. Að neðan má sjá upptöku af fundinum, en Tryggvi tekur síðastur til máls, þegar tveir tímar og fimm mínútur eru liðnar. Oddviti Mýrdalshrepps andsnúinn, sveitarstjórinn fylgjandi Skiptar skoðanir hafa verið um sameiningu sveitarfélaganna og nýlega lýsti Einar Freyr Elínarsson, oddviti Mýrdalshrepps, því yfir að hann væri mótfallinn sameiningu. Þorbjörg Gísladóttir, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, sagðist hins vegar hlynnt sameiningu á fundinum í gær. Tryggvi sagði í ræðu sinni að verið sé að taka ákvarðanir um málefni einstaklinga og það skiptir máli að það sé staðið rétt að þeim hlutum. „Þá þarf að vera til staðar fagleg þekking og eining sem ræður við þessi verkefni. Þessi litlu sveitarfélög, ekki bara hér heldur líka víðsvegar út um land, þau ráða bara ekkert við þetta, fyrir utan nálægðina sem skapar ákveðna erfiðleika,“ sagði Tryggvi. Sameiningar og þreifingar Nokkuð hefur verið um sameiningar sveitarfélaga síðustu misserin. Ekki er langt síðan Fljótsdalshérað, Seyðisfjörður, Djúpavogshreppur og Borgarfjörður eystri sameinuðust í sveitarfélag sem hefur fengið nafnið Múlaþing. Þá samþykktu íbúar Skútustaðahrepps og Þíngeyjarsveitar sameiningu fyrr á árinu. Frá Vík í Mýrdal.Vísir/Jóhann K. Einnig má nefna að viðræður hafa staðir yfir um sameiningu Snæfellsbæjar og Eyja- og Miklaholtshreppur, sem og sameiningu Skagafjarðar og Akrahrepps. Í júní komu íbúar Skagabyggðar í veg fyrir sameiningu fjögurra sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu eftir að meirihluti íbúa felldu sameiningartillögu í íbúakosningu. Þar mátti ekki muna mörgum atkvæðum en 29 kusu gegn tillögunni en 24 með henni. Alls greiddu 53 íbúar Skagabyggðar atkvæði í kosningunni en aðeins 70 voru á kjörskrá í þessu fámenna sveitarfélagi. Tillagan sneri að sameiningu sveitarfélagsins við Blönduósbæ, Húnavatnshrepp og Sveitarfélagið Skagaströnd. Sveitarstjórnarmál Rangárþing ytra Rangárþing eystra Mýrdalshreppur Ásahreppur Skaftárhreppur Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira
Tryggvi, sem hefur búið á bæ í Rangárþingi ytraí tvo áratugi, tók til máls á fundinum þar sem hann sagðist hafa, sem umboðsmaður Alþingis, haft eftirlit með málefnum sveitarfélaga og ríkisins. Nú sé hann hins vegar hættur því starfi og geti því leyft sér að lýsa skoðun sinni. Á fundinum var verið að ræða mögulega sameiningu sveitarfélaganna Skaftárhrepps, Mýrdalshrepps, Rangárþings eystra, Rangárþings ytra og Ásahrepps, en íbúar þar munu kjósa um mögulega sameiningu samhliða þingkosningunum 25. september. Tryggvi segir í samtali við Vísi ekki hafa lagt upp með að taka til máls á fundinum. Hann hafi hins vegar viljað nýta tækifærið og þakka fólkinu sem hefði unnið að málefninu fyrir vel unnin störf og hvetja íbúa í sveitarfélaginu til að hlusta á það í aðdraganda kosninganna. Tímaspursmál hvenær þetta verður skandall Í ræðu sinni gerði Tryggvi byggðasamlögin, sem hugsuð voru sem rekstrarutanumhald, að umtalsefni. „Það sem hefur gerst á undanförnum árum er það er farið að fela þeim einstök framkvæmdar- og stjórnsýsluverkefni. En það er engin ábyrgð þar að baki og það er í raun tímaspursmál hvenær þetta verður einhver skandall. Þannig ég segi við ykkur. Takið nú mark á því sem þau eru að segja og breytið þessu. Það fer mikið betur á því að þetta sé í höndum sveitarfélaganna. Þannig það eru svo fjölmörg atriði sem fólk þarf að hafa í huga í þessum efnum. Til dæmis bara það að verkefni sveitarfélaganna hafa á síðustu árum alveg gjörbreyst. Þetta er ekki lengur spurning um einhver heimaverkefni; fjallskilin og einhver málefni innan sveitarfélagsins. Nú er búið að fela sveitarfélögunum að fara með stóran hluta þeirra verkefna sem áður voru í höndum ríkisins og lúta að til dæmis menntamálum og margvíslegum félagslegum hlutum,“ sagði Tryggvi. Að neðan má sjá upptöku af fundinum, en Tryggvi tekur síðastur til máls, þegar tveir tímar og fimm mínútur eru liðnar. Oddviti Mýrdalshrepps andsnúinn, sveitarstjórinn fylgjandi Skiptar skoðanir hafa verið um sameiningu sveitarfélaganna og nýlega lýsti Einar Freyr Elínarsson, oddviti Mýrdalshrepps, því yfir að hann væri mótfallinn sameiningu. Þorbjörg Gísladóttir, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, sagðist hins vegar hlynnt sameiningu á fundinum í gær. Tryggvi sagði í ræðu sinni að verið sé að taka ákvarðanir um málefni einstaklinga og það skiptir máli að það sé staðið rétt að þeim hlutum. „Þá þarf að vera til staðar fagleg þekking og eining sem ræður við þessi verkefni. Þessi litlu sveitarfélög, ekki bara hér heldur líka víðsvegar út um land, þau ráða bara ekkert við þetta, fyrir utan nálægðina sem skapar ákveðna erfiðleika,“ sagði Tryggvi. Sameiningar og þreifingar Nokkuð hefur verið um sameiningar sveitarfélaga síðustu misserin. Ekki er langt síðan Fljótsdalshérað, Seyðisfjörður, Djúpavogshreppur og Borgarfjörður eystri sameinuðust í sveitarfélag sem hefur fengið nafnið Múlaþing. Þá samþykktu íbúar Skútustaðahrepps og Þíngeyjarsveitar sameiningu fyrr á árinu. Frá Vík í Mýrdal.Vísir/Jóhann K. Einnig má nefna að viðræður hafa staðir yfir um sameiningu Snæfellsbæjar og Eyja- og Miklaholtshreppur, sem og sameiningu Skagafjarðar og Akrahrepps. Í júní komu íbúar Skagabyggðar í veg fyrir sameiningu fjögurra sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu eftir að meirihluti íbúa felldu sameiningartillögu í íbúakosningu. Þar mátti ekki muna mörgum atkvæðum en 29 kusu gegn tillögunni en 24 með henni. Alls greiddu 53 íbúar Skagabyggðar atkvæði í kosningunni en aðeins 70 voru á kjörskrá í þessu fámenna sveitarfélagi. Tillagan sneri að sameiningu sveitarfélagsins við Blönduósbæ, Húnavatnshrepp og Sveitarfélagið Skagaströnd.
Sveitarstjórnarmál Rangárþing ytra Rangárþing eystra Mýrdalshreppur Ásahreppur Skaftárhreppur Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira