Hjólaði þvert yfir landið á minna en sólarhring Samúel Karl Ólason skrifar 16. september 2021 22:01 Veðrið lék ekki við McElveen á ferð hans þvert yfir landið. Evan Ruderman Íþróttamaðurinn Payson McElveen hjólaði nýverið þvert yfir Ísland á innan við sólarhring. Hann er atvinnumaðurinn í fjallahjólreiðum og segir Ísland fallegasta land sem hann hafi komið til. McElveen lagði af stað frá Akureyri klukkan 04:15 þann 10. september. Hann var svo kominn til Víkur eftir 19 klukkustundir og 45 mínútur. Hafði hann þá ferðast 407 kílómetra á afskekktum fjallavegum Íslands. Í tilkynningu frá Ölgerðinni segiri að McElveen hafi lýst þessari hjólaferð sem „ferð ævinnar“. Hann er á samningi hjá Red Bull og stendur til að gera ferðinni skil í kvikmynd. Payson McElveen á leið yfir landið.Evan Ruderman „Þessi hjólaferð snérist minna um að slá tímamet heldur væri frekar persónuleg áskorun og tækifæri til að vera í nánd við náttúru Íslands. Lýsir McElveen Íslandi sem fallegasta landi sem hann hefur komið til,“ segir í tilkynningunni. Þar segir einnig að McElveen sé fyrsti maðurinn til að fara þessa leið á innan við sólarhring. Hann naut aðstoðar Chris Burkard, sem er einnig íþróttamaður og ljósmyndari. Hann hefur áður komið til landsins en árið 2019 keppti hann einn í WOW Cyclothon og hjólaði hringveginn á 52:36:19, án þess að sofa. „McElveen hjólaði við erfiðar aðstæður upp á hálendi og á vegum með lágmarksviðhaldi. Þegar hann var kominn niður af hálendinu nýtti hann þjóðveg 1 síðustu 91 km til Vík. Um 223 km af leiðinni var ómalbikað með engri aðstöðu á leiðinni til að stoppa. McElveen lagði af stað með meira en 7.000 kaloríur af mat til að næra sig á ferðalaginu,“ segir í tilkynningunni. Þá segir að ferðinni hafi verið flýtt um tvo daga vegna slæmrar veðurspár. Þrátt fyrir það hafi McElveen þurft að hjóla í mótvindi mesta leiðina, í mikilli bleytu og kulda. Hjólreiðar Akureyri Mýrdalshreppur Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Stærsta þorrablót landsins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Fleiri fréttir Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Sjá meira
McElveen lagði af stað frá Akureyri klukkan 04:15 þann 10. september. Hann var svo kominn til Víkur eftir 19 klukkustundir og 45 mínútur. Hafði hann þá ferðast 407 kílómetra á afskekktum fjallavegum Íslands. Í tilkynningu frá Ölgerðinni segiri að McElveen hafi lýst þessari hjólaferð sem „ferð ævinnar“. Hann er á samningi hjá Red Bull og stendur til að gera ferðinni skil í kvikmynd. Payson McElveen á leið yfir landið.Evan Ruderman „Þessi hjólaferð snérist minna um að slá tímamet heldur væri frekar persónuleg áskorun og tækifæri til að vera í nánd við náttúru Íslands. Lýsir McElveen Íslandi sem fallegasta landi sem hann hefur komið til,“ segir í tilkynningunni. Þar segir einnig að McElveen sé fyrsti maðurinn til að fara þessa leið á innan við sólarhring. Hann naut aðstoðar Chris Burkard, sem er einnig íþróttamaður og ljósmyndari. Hann hefur áður komið til landsins en árið 2019 keppti hann einn í WOW Cyclothon og hjólaði hringveginn á 52:36:19, án þess að sofa. „McElveen hjólaði við erfiðar aðstæður upp á hálendi og á vegum með lágmarksviðhaldi. Þegar hann var kominn niður af hálendinu nýtti hann þjóðveg 1 síðustu 91 km til Vík. Um 223 km af leiðinni var ómalbikað með engri aðstöðu á leiðinni til að stoppa. McElveen lagði af stað með meira en 7.000 kaloríur af mat til að næra sig á ferðalaginu,“ segir í tilkynningunni. Þá segir að ferðinni hafi verið flýtt um tvo daga vegna slæmrar veðurspár. Þrátt fyrir það hafi McElveen þurft að hjóla í mótvindi mesta leiðina, í mikilli bleytu og kulda.
Hjólreiðar Akureyri Mýrdalshreppur Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Stærsta þorrablót landsins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Fleiri fréttir Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Sjá meira