Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - Stjarnan 35-36 | Stjarnan sótti sigur í háspennuleik Dagur Lárusson skrifar 17. september 2021 22:35 Stjörnumenn fara sáttir á koddan í kvöld. Vísir/Hulda Stjarnan hafði betur gegn Aftureldingu í hreint ótrúlegum leik í 1.umferð Olís deildar karla í kvöld en lokatölur voru 35-36 en sigurmarkið kom úr vítakasti á loka sekúndunni. Það voru gestirnir í Stjörnunni sem byrjuðu leikinn mikið betur og í raun gengu berserksgang fyrstu mínúturnar á meðan lítið sem ekkert gekk í sóknarleik Aftureldingar. Í stöðunni 2-7 tók Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, leikhlé. Það leikhlé virtist þó breyta litlu þar sem forysta gestanna varð meiri eftir það en það var ekki fyrr en eftir leikhlé Stjörnunnar á 23. mínútu þar sem Afturelding fór að vakna almennilega. Þegar það leikhlé var tekið var staðan 12-16. Stjarnan skoraði fyrsta markið eftir leikhléið en næstu sex mörk komu síðan frá Aftureldingu og var því forystan komin til Aftureldingar í fyrsta sinn í leiknum. Staðan í hálfleik var svo 19-19. Í síðari hálfleiknum var það Afturelding sem byrjaði betur og var með forystuna lengst af og komst á tímabili í fjögurra marka forystu, 28-24. Gestirnir neituðu hins vegar að gefast upp og hleyptu Aftureldingu aldrei of langt frá sér. Við tók ótrúlegur lokakafli í leiknum þar sem liðin skiptust á að vera með forrystuna en það var svo að lokum Stjarnan sem að hreppti sigurinn með vítakasti á loka sekúndunni. Lokatölur í þessum markaleik, 35-36. Af hverju vann Stjarnan? Sigurinn hefði getað dottið báðum megin en það vildi svo til að hann datt fyrir Stjörnuna. Bæði lið áttu góða og slæma kafla en slæmi kafli Aftureldingar var eflaust ákveðinn vendipunktur í leiknum. Hefðu leikmenn Aftureldingar byrjað leikinn betur og spilað eins og þeir gerðu restina af leiknum þá hefðu þeir eflaust verið í betri stöðu til að vinna leikinn. Það má þó ekki taka neitt af Stjörnunni, heilt yfir voru þeir sterkari aðilinn og eru því vel að sigrinum komnir. Hverjir stóðu uppúr? Björgvin Hólmgeirsson fór fyrir sínu liði í kvöld og átti frábæran leik sem og Starri og Leó Snær. Í liði Aftureldingar voru það Guðmundur Bragi og Árni Bragi sem báru höfuð og herðar yfir aðra leikmenn liðsins hvað varðar markaskorun en Guðmundur skoraði þrettán mörk á meðan Árni skoraði níu Hvað gekk illa? Fyrstu mínúturnar í leiknum hjá leikmönnum Aftureldingar. Það var í raun ótrúlegt að horfa á suma tilburðina í sóknarleiknum fyrstu tíu mínúturnar, leikmenn að kasta frá sér boltanum trekk í trekk. Það var einhver skjálfti í þeim í byrjun leiks og það er hægt að líta á þessar upphafsmínútur sem ákveðinn vendipunkt í leiknum. Markvarslan var svo ekki mikil í þessum leik, hjá báðum liðum eins og Einar Hólmgeirsson sagði eftir leik, þannig það var eflaust eitthvað sem hefði þurft að ganga betur. Hvað gerist næst? Í næstu umferð á miðvikudaginn tekur Stjarnan á móti ÍBV í Garðabænum á meðan Afturelding tekur á móti Haukum á föstudaginn. Gunnar Magnússon: Með svona marga tapaða bolta er erfitt að vinna leiki Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, var ósáttur í leikslok.VÍSIR/DANÍEL Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, var að vonum svekktur í leikslok eftir tap gegn Stjörnunni þar sem sigurmarkið kom úr vítakasti á loka sekúndu leiksins. ,,Ótrúlega svekkjandi að vera komnir með frumkvæðið í leiknum en svo í raun erum við sjálfum okkur verstir. Við erum í yfirtölu þarna þegar við erum tveimur, þremur mörkum yfir þar sem við missum boltann þrisvar sinnum í röð. Í tveimur af þeim skiptum var það okkur sjálfum að kenna, það var rosalega dýr kafli því þá hleypum við þeim inn í leikinn. En svo í lokin gat þetta auðvitað fallið hvorum megin sem var,” byrjaði Gunnar á að segja. Gunnar var ekki sáttur með hversu oft lið hans tapaði boltanum og með varnarleikinn í heildina. ,,Ég er bara ekki ánægður með þetta, hundfúlt að tapa og eins og ég segi, varnarlega vorum við bara ekki nógu góðir og með svona marga tapaða bolta er erfitt að vinna leiki,” endaði Gunnar á að segja. Einar Hólmgeirsson: Einar Hólmgeirsson, þjálfari ÍR, var sáttur í leiksok en segir það áhyggjuefni að liðið fái á sig 35 mörk.vísir/ernir Einar Hólmgeirsson, aðstoðarþjálfari Stjörnunnar, var að vonum sáttur með sigur síns liðs gegn Aftureldingu í kvöld. ,,Já ég er mjög sáttur. Undirbúningurinn var mjög flottur og fyrri hálfleikurinn var vel spilaður af okkar hálfu, fyrir utan kannski lokakaflann. Fyrstu tuttugu mínúturnar er bara eitt það besta sem ég hef séð okkur spila í langan tíma en síðan dettum við aðeins niður á hælana og fórum að bakka aðeins undan þeim. Við vissum það auðvitað að Afturelding er með frábæra sókn og því áttum við að vita að þeir myndu koma til baka,” byrjaði Einar á að segja. Eftir frábæra byrjun Stjörnunnar í leiknum þá tók Afturelding við sér og átti frábæran kafla. ,,Þeir í rauninni vöknuðu bara á þeim kafla og voru ekki lengur að spila undir getu og þá fórum við að hætta að taka frumkvæðið, bæði sóknarlega og varnarlega og við biðum eftir þeim og það veit aldrei á gott, enda skutu þeir okkur á kaf. Sem betur fer hættum við þó ekki að skora þannig þetta var skemmtilegt fyrir áhorfendur, 19-19 í hálfleik. Einar var svo spurður út í það hvort honum þætti það áhyggjuefni hversu mörg mörk liðið fékk á sig í dag. ,,Auðvitað að einhverju leyti, en eins og ég segi þá eru þeir með frábært sóknarlið líka og ég öfundaði allaveganna ekki markmennina í dag því ég held að flest skotin hafi verið frá sex eða sjö metrunum,” endaði Einar á segja. Olís-deild karla Afturelding Stjarnan
Stjarnan hafði betur gegn Aftureldingu í hreint ótrúlegum leik í 1.umferð Olís deildar karla í kvöld en lokatölur voru 35-36 en sigurmarkið kom úr vítakasti á loka sekúndunni. Það voru gestirnir í Stjörnunni sem byrjuðu leikinn mikið betur og í raun gengu berserksgang fyrstu mínúturnar á meðan lítið sem ekkert gekk í sóknarleik Aftureldingar. Í stöðunni 2-7 tók Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, leikhlé. Það leikhlé virtist þó breyta litlu þar sem forysta gestanna varð meiri eftir það en það var ekki fyrr en eftir leikhlé Stjörnunnar á 23. mínútu þar sem Afturelding fór að vakna almennilega. Þegar það leikhlé var tekið var staðan 12-16. Stjarnan skoraði fyrsta markið eftir leikhléið en næstu sex mörk komu síðan frá Aftureldingu og var því forystan komin til Aftureldingar í fyrsta sinn í leiknum. Staðan í hálfleik var svo 19-19. Í síðari hálfleiknum var það Afturelding sem byrjaði betur og var með forystuna lengst af og komst á tímabili í fjögurra marka forystu, 28-24. Gestirnir neituðu hins vegar að gefast upp og hleyptu Aftureldingu aldrei of langt frá sér. Við tók ótrúlegur lokakafli í leiknum þar sem liðin skiptust á að vera með forrystuna en það var svo að lokum Stjarnan sem að hreppti sigurinn með vítakasti á loka sekúndunni. Lokatölur í þessum markaleik, 35-36. Af hverju vann Stjarnan? Sigurinn hefði getað dottið báðum megin en það vildi svo til að hann datt fyrir Stjörnuna. Bæði lið áttu góða og slæma kafla en slæmi kafli Aftureldingar var eflaust ákveðinn vendipunktur í leiknum. Hefðu leikmenn Aftureldingar byrjað leikinn betur og spilað eins og þeir gerðu restina af leiknum þá hefðu þeir eflaust verið í betri stöðu til að vinna leikinn. Það má þó ekki taka neitt af Stjörnunni, heilt yfir voru þeir sterkari aðilinn og eru því vel að sigrinum komnir. Hverjir stóðu uppúr? Björgvin Hólmgeirsson fór fyrir sínu liði í kvöld og átti frábæran leik sem og Starri og Leó Snær. Í liði Aftureldingar voru það Guðmundur Bragi og Árni Bragi sem báru höfuð og herðar yfir aðra leikmenn liðsins hvað varðar markaskorun en Guðmundur skoraði þrettán mörk á meðan Árni skoraði níu Hvað gekk illa? Fyrstu mínúturnar í leiknum hjá leikmönnum Aftureldingar. Það var í raun ótrúlegt að horfa á suma tilburðina í sóknarleiknum fyrstu tíu mínúturnar, leikmenn að kasta frá sér boltanum trekk í trekk. Það var einhver skjálfti í þeim í byrjun leiks og það er hægt að líta á þessar upphafsmínútur sem ákveðinn vendipunkt í leiknum. Markvarslan var svo ekki mikil í þessum leik, hjá báðum liðum eins og Einar Hólmgeirsson sagði eftir leik, þannig það var eflaust eitthvað sem hefði þurft að ganga betur. Hvað gerist næst? Í næstu umferð á miðvikudaginn tekur Stjarnan á móti ÍBV í Garðabænum á meðan Afturelding tekur á móti Haukum á föstudaginn. Gunnar Magnússon: Með svona marga tapaða bolta er erfitt að vinna leiki Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, var ósáttur í leikslok.VÍSIR/DANÍEL Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, var að vonum svekktur í leikslok eftir tap gegn Stjörnunni þar sem sigurmarkið kom úr vítakasti á loka sekúndu leiksins. ,,Ótrúlega svekkjandi að vera komnir með frumkvæðið í leiknum en svo í raun erum við sjálfum okkur verstir. Við erum í yfirtölu þarna þegar við erum tveimur, þremur mörkum yfir þar sem við missum boltann þrisvar sinnum í röð. Í tveimur af þeim skiptum var það okkur sjálfum að kenna, það var rosalega dýr kafli því þá hleypum við þeim inn í leikinn. En svo í lokin gat þetta auðvitað fallið hvorum megin sem var,” byrjaði Gunnar á að segja. Gunnar var ekki sáttur með hversu oft lið hans tapaði boltanum og með varnarleikinn í heildina. ,,Ég er bara ekki ánægður með þetta, hundfúlt að tapa og eins og ég segi, varnarlega vorum við bara ekki nógu góðir og með svona marga tapaða bolta er erfitt að vinna leiki,” endaði Gunnar á að segja. Einar Hólmgeirsson: Einar Hólmgeirsson, þjálfari ÍR, var sáttur í leiksok en segir það áhyggjuefni að liðið fái á sig 35 mörk.vísir/ernir Einar Hólmgeirsson, aðstoðarþjálfari Stjörnunnar, var að vonum sáttur með sigur síns liðs gegn Aftureldingu í kvöld. ,,Já ég er mjög sáttur. Undirbúningurinn var mjög flottur og fyrri hálfleikurinn var vel spilaður af okkar hálfu, fyrir utan kannski lokakaflann. Fyrstu tuttugu mínúturnar er bara eitt það besta sem ég hef séð okkur spila í langan tíma en síðan dettum við aðeins niður á hælana og fórum að bakka aðeins undan þeim. Við vissum það auðvitað að Afturelding er með frábæra sókn og því áttum við að vita að þeir myndu koma til baka,” byrjaði Einar á að segja. Eftir frábæra byrjun Stjörnunnar í leiknum þá tók Afturelding við sér og átti frábæran kafla. ,,Þeir í rauninni vöknuðu bara á þeim kafla og voru ekki lengur að spila undir getu og þá fórum við að hætta að taka frumkvæðið, bæði sóknarlega og varnarlega og við biðum eftir þeim og það veit aldrei á gott, enda skutu þeir okkur á kaf. Sem betur fer hættum við þó ekki að skora þannig þetta var skemmtilegt fyrir áhorfendur, 19-19 í hálfleik. Einar var svo spurður út í það hvort honum þætti það áhyggjuefni hversu mörg mörk liðið fékk á sig í dag. ,,Auðvitað að einhverju leyti, en eins og ég segi þá eru þeir með frábært sóknarlið líka og ég öfundaði allaveganna ekki markmennina í dag því ég held að flest skotin hafi verið frá sex eða sjö metrunum,” endaði Einar á segja.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti