Bjór og mjöður, desertvín og sterkt á Bessastöðum Jakob Bjarnar skrifar 17. september 2021 16:50 Um átta þúsund gestir koma árlega í heimsókn til Bessastaða og stundum þarf að veita þar vín. Engin grunur er um misnotkun hvað varðar að starfsmaður hafi seilst eftir flösku hér og flösku þar til eigin nota. Skrifstofa forsetaembættsins hefur gefið út upplýsingar um núverandi birgðir forsetaembættisins af áfengum drykkjum. Um tveimur milljónum er varið að meðaltali árlega í áfengiskaup fyrir forsetaembættið. Í ljós kemur að þar eru nú um stundir 108 flöskur af léttvíni, 283 flöskur af bjór og miði og 50 flöskur af desertvíni og sterku áfengi. Í framhaldi af fyrirspurn Vísis þá má hér neðar sjá yfirlit yfir áfengiskaup forsetaembættisins eftir tegundum á tímabilinu 2010 – 2020. Vísir greindi frá ásökunum Sigurðar G. Guðjónssonar lögmanns þess efnis að starfsmaður forsætisembættisins hafi gengið í vínið eins og hann ætti það. Árni Sigurjónsson skrifstofustjóri sagði að engin skoðun slíku máli væri í gangi. Engar grunsemdir um misnotkun „Ekki hafa kviknað grunsemdir innan embættisins um misnotkun starfsmanns sem tengja má áfengiskaupum,“ segir nú í tilkynningu. Þar segir jafnframt að árið 2017 hafi verið samþykkt breyting á lögum um gjald af áfengi og tóbaki sem afnam fríðindi æðstu stofnana ríkisins. Frá 2017 hefur embætti forseta Íslands því greitt áfengisgjöld, sem það var áður undanþegið. Þá hefur áfengisverð einnig hækkað umtalsvert á liðnum árum. „Innlendum viðburðum á vegum embættis forseta hefur fjölgað á undanförnum árum, allt þar til farsóttin setti strik í reikninginn og hefur hvort tveggja haft áhrif á aðföng. Vert er og að vekja sérstaka athygli á því að árið 2019 sóttu Ísland heim í opinberum heimsóknum forseti Þýskalands og forseti Indlands, ásamt fjölmennu fylgdarliði og var forseti Íslands gestgjafi þeirra,“ segir í tilkynningunni. Átta þúsund gestir á Bessastöðum árlega Þá kemur fram að metið er að 8000 gestir komi til Bessastaða árlega til funda, í móttökur, málsverði, verðlaunaafhendingar eða til annarra viðburða og þiggi þar einhverjar veitingar: „Ekki er sérstaklega haldið utan um það hve margir gestir þiggja áfengan drykk, en þeir skipta þúsundum á ári hverju.“ Fram kemur að áfengisveitingar í formi léttvíns séu langalgengastar, en fyrir kemur að sterkt áfengi sé veitt á smærri viðburðum og er því jafnan hluti af vínlager embættisins. „Einnig má nefna að sumt af því sterka áfengi sem keypt hefur verið inn er íslensk framleiðsla nýtt í kynningarskyni í móttökum forseta í opinberum heimsóknum utanlands.“ Forseti Íslands Áfengi og tóbak Samfélagsmiðlar Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Sjá meira
Í ljós kemur að þar eru nú um stundir 108 flöskur af léttvíni, 283 flöskur af bjór og miði og 50 flöskur af desertvíni og sterku áfengi. Í framhaldi af fyrirspurn Vísis þá má hér neðar sjá yfirlit yfir áfengiskaup forsetaembættisins eftir tegundum á tímabilinu 2010 – 2020. Vísir greindi frá ásökunum Sigurðar G. Guðjónssonar lögmanns þess efnis að starfsmaður forsætisembættisins hafi gengið í vínið eins og hann ætti það. Árni Sigurjónsson skrifstofustjóri sagði að engin skoðun slíku máli væri í gangi. Engar grunsemdir um misnotkun „Ekki hafa kviknað grunsemdir innan embættisins um misnotkun starfsmanns sem tengja má áfengiskaupum,“ segir nú í tilkynningu. Þar segir jafnframt að árið 2017 hafi verið samþykkt breyting á lögum um gjald af áfengi og tóbaki sem afnam fríðindi æðstu stofnana ríkisins. Frá 2017 hefur embætti forseta Íslands því greitt áfengisgjöld, sem það var áður undanþegið. Þá hefur áfengisverð einnig hækkað umtalsvert á liðnum árum. „Innlendum viðburðum á vegum embættis forseta hefur fjölgað á undanförnum árum, allt þar til farsóttin setti strik í reikninginn og hefur hvort tveggja haft áhrif á aðföng. Vert er og að vekja sérstaka athygli á því að árið 2019 sóttu Ísland heim í opinberum heimsóknum forseti Þýskalands og forseti Indlands, ásamt fjölmennu fylgdarliði og var forseti Íslands gestgjafi þeirra,“ segir í tilkynningunni. Átta þúsund gestir á Bessastöðum árlega Þá kemur fram að metið er að 8000 gestir komi til Bessastaða árlega til funda, í móttökur, málsverði, verðlaunaafhendingar eða til annarra viðburða og þiggi þar einhverjar veitingar: „Ekki er sérstaklega haldið utan um það hve margir gestir þiggja áfengan drykk, en þeir skipta þúsundum á ári hverju.“ Fram kemur að áfengisveitingar í formi léttvíns séu langalgengastar, en fyrir kemur að sterkt áfengi sé veitt á smærri viðburðum og er því jafnan hluti af vínlager embættisins. „Einnig má nefna að sumt af því sterka áfengi sem keypt hefur verið inn er íslensk framleiðsla nýtt í kynningarskyni í móttökum forseta í opinberum heimsóknum utanlands.“
Forseti Íslands Áfengi og tóbak Samfélagsmiðlar Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Sjá meira