Veður

Gular við­varanir fyrir landið allt vegna djúprar og öflugrar lægðar

Atli Ísleifsson skrifar
Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir fyrir allt landið ef frá er talið höfuðborgarsvæðið að deginum á morgun, þriðjudag.
Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir fyrir allt landið ef frá er talið höfuðborgarsvæðið að deginum á morgun, þriðjudag. Veðurstofan

Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir fyrir allt landið ef frá er talið höfuðborgarsvæðið á morgun, þriðjudag. Í fyrramálið er von á djúpri og öflugri lægð að landinu.

Á morgun mun ganga í austan og norðaustan fimmtán til 23 metra á sekúndu með rigningu og sums staðar slyddu norðantil.

„Eftir hádegi snýst í suðvestan 18-25 á sunnan- og austanverðu landinu en einnig dregur úr úrkomu. Aftur dregur úr vindi annað kvöld. Heldur kólnar og verður hitinn á bilinu 4 til 12 stig.“

Á vef Veðurstofunnar segir að ferðaveður verði víða varasamt og að fólk sé hvatt til að huga að lausamunum. Víða um landið megi reikna með mjög snörpum vindhviðum við fjöll.

Vindaspáin fyrir klukkan 16 á morgun.Veðurstofan



Fleiri fréttir

Sjá meira


×