Valgeir skoraði eina mark leiksins á 79. mínútu en með sigrinum þá komust HK-ingar upp úr fallsæti fyrir lokaumferðina.
Þetta var fyrsta mark Valgeirs í deild og bikar á tímabilinu en þetta var leikur númer 21 hjá honum. Hann var búinn að gefa eina stoðsendingu í Pepsi Max deildinni en markið lét bíða eftir sér.
Um leið var þetta fyrsta mark Valgeirs í Pepsi Max deildinni síðan 27. júlí 2020 eða í meira en 420 daga. Á þeim tíma hafði strákurinn spilað 26 deildarleiki í röð án þess að skora.
Valgeir var því búinn að spila í 2054 mínútur í deildinni síðan að hann skoraði tvívegis á móti Fylki á Würth vellinum fyrir næstum því fjórtán mánuðum síðan.
Valgeir skoraði sjö deildarmörk á fyrstu 1850 mínútunum í efstu deild eða mark á 264 mínútna fresti.
Hér fyrir neðan má sjá þetta mikilvæga og langþráða mark Valgeirs.

Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.