Þorsteinn um mótherja kvöldsins: Þetta er gott sóknarlið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. september 2021 16:00 Þorsteinn Halldórsson er þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta. Skjámynd/S2 Sport Nú er komið að fyrsta stóra prófinu hjá landsliðsþjálfaranum Þorsteini Halldórssyni sem stýrir sínum fyrsta keppnisleik í kvöld á móti Evrópumeisturum Hollands. Hollenska liðið er í fjórða sæti á heimslistanum og vann silfur á síðasta HM og gull á síðasta EM. Það er því eitt besta kvennalandslið heims sem mætir á Laugardalsvöllinn í kvöld. „Þetta er gott sóknarlið og þær spila hátt upp á vellinum og vilja stýra leikjum. Sóknarlína þeirra er gríðarlega sterk og þær eru með hættulega leikmenn í öllum þeim stöðum. Það er í grunninn styrkleiki hollenska liðsins og við ætlum að reyna að nýta okkur það ef þær fara að reyna að sækja mjög mikið á móti okkur,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, í viðtali við Ríkharð Óskar Guðnason. Klippa: Viðtal við Þorstein Halldórsson Hverjir eru helstu veikleikar hollenska liðsins sem íslensku stelpurnar ættu að geta nýtt sér í kvöld? „Við gætum nýtt okkur það ef að þær eru komnar mjög hátt upp með liðið, þær vilja fara hátt upp með liðið og hátt upp með bakverðina og annað. Þá þurfa þær að verjast á stóru svæði þegar við vinnum boltann. Við eigum að geta nýtt okkur það ef við náum að halda leikmönnum framarlega líka. Við getum þá unnið boltann framarlega og spilað honum fram á við. Það er lykillinn að sigri á móti þeim á morgun,“ sagði Þorsteinn. Hollendingar hafa spilað töluvert fleiri leiki síðustu mánuði en íslensku stelpurnar. Skiptir það máli í kvöld? „Svona fyrirfram ætti það að vera betra fyrir þær en maður gerir sér ekki alveg grein fyrir hlutunum þegar þær eru komnar með nýjan þjálfara og það eru breytingar í gangi. Ég persónulega hefði ekki viljað fara beint í keppnisleik án þess að taka æfingaleik þó að liðið væri orðið rútenerað. Þú þarft alltaf að koma með þitt inn. Í sjálfu sér voru litlar breytingar í þeirra taktíska leik og hugmyndafræði í fyrsta leiknum hjá honum,“ sagði Þorsteinn. Það má sjá allt viðtalið við hann hér fyrir ofan. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir Gunnhildur Yrsa um ungu stelpurnar: Það góða við þær er að þær eru svo hugrakkar Íslenska kvennaalandsliðið er nú skemmtileg blanda af reyndari leikmönnum og ungum framtíðarstjörnum. Liðið hefur undankeppni HM 2023 í Laugardalnum í kvöld og fyrirliðinn stefnir á sigur. 21. september 2021 12:01 „Tel mjög líklegt að við skorum mörk á móti þeim“ Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, segir að sóknarfæri séu fyrir hendi gegn Hollandi. 20. september 2021 15:01 „Vonandi verður þetta bara passlegt, gott, íslenskt veður“ Veðrið er Þorsteini Halldórssyni, þjálfara íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, ekki efst í huga fyrir leikinn gegn Hollandi í undankeppni HM 2023 annað kvöld. 20. september 2021 13:00 „Fáum meira pláss á Íslandi“ Evrópumeistarar Hollands mættu til Íslands í gærkvöld í sárum eftir að hafa „aðeins“ gert 1-1 jafntefli við Tékkland á heimavelli á föstudaginn. Krafan er skýr hjá þeim um sigur á Laugardalsvelli á morgun. 20. september 2021 08:02 Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna Sjá meira
Hollenska liðið er í fjórða sæti á heimslistanum og vann silfur á síðasta HM og gull á síðasta EM. Það er því eitt besta kvennalandslið heims sem mætir á Laugardalsvöllinn í kvöld. „Þetta er gott sóknarlið og þær spila hátt upp á vellinum og vilja stýra leikjum. Sóknarlína þeirra er gríðarlega sterk og þær eru með hættulega leikmenn í öllum þeim stöðum. Það er í grunninn styrkleiki hollenska liðsins og við ætlum að reyna að nýta okkur það ef þær fara að reyna að sækja mjög mikið á móti okkur,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, í viðtali við Ríkharð Óskar Guðnason. Klippa: Viðtal við Þorstein Halldórsson Hverjir eru helstu veikleikar hollenska liðsins sem íslensku stelpurnar ættu að geta nýtt sér í kvöld? „Við gætum nýtt okkur það ef að þær eru komnar mjög hátt upp með liðið, þær vilja fara hátt upp með liðið og hátt upp með bakverðina og annað. Þá þurfa þær að verjast á stóru svæði þegar við vinnum boltann. Við eigum að geta nýtt okkur það ef við náum að halda leikmönnum framarlega líka. Við getum þá unnið boltann framarlega og spilað honum fram á við. Það er lykillinn að sigri á móti þeim á morgun,“ sagði Þorsteinn. Hollendingar hafa spilað töluvert fleiri leiki síðustu mánuði en íslensku stelpurnar. Skiptir það máli í kvöld? „Svona fyrirfram ætti það að vera betra fyrir þær en maður gerir sér ekki alveg grein fyrir hlutunum þegar þær eru komnar með nýjan þjálfara og það eru breytingar í gangi. Ég persónulega hefði ekki viljað fara beint í keppnisleik án þess að taka æfingaleik þó að liðið væri orðið rútenerað. Þú þarft alltaf að koma með þitt inn. Í sjálfu sér voru litlar breytingar í þeirra taktíska leik og hugmyndafræði í fyrsta leiknum hjá honum,“ sagði Þorsteinn. Það má sjá allt viðtalið við hann hér fyrir ofan.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir Gunnhildur Yrsa um ungu stelpurnar: Það góða við þær er að þær eru svo hugrakkar Íslenska kvennaalandsliðið er nú skemmtileg blanda af reyndari leikmönnum og ungum framtíðarstjörnum. Liðið hefur undankeppni HM 2023 í Laugardalnum í kvöld og fyrirliðinn stefnir á sigur. 21. september 2021 12:01 „Tel mjög líklegt að við skorum mörk á móti þeim“ Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, segir að sóknarfæri séu fyrir hendi gegn Hollandi. 20. september 2021 15:01 „Vonandi verður þetta bara passlegt, gott, íslenskt veður“ Veðrið er Þorsteini Halldórssyni, þjálfara íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, ekki efst í huga fyrir leikinn gegn Hollandi í undankeppni HM 2023 annað kvöld. 20. september 2021 13:00 „Fáum meira pláss á Íslandi“ Evrópumeistarar Hollands mættu til Íslands í gærkvöld í sárum eftir að hafa „aðeins“ gert 1-1 jafntefli við Tékkland á heimavelli á föstudaginn. Krafan er skýr hjá þeim um sigur á Laugardalsvelli á morgun. 20. september 2021 08:02 Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna Sjá meira
Gunnhildur Yrsa um ungu stelpurnar: Það góða við þær er að þær eru svo hugrakkar Íslenska kvennaalandsliðið er nú skemmtileg blanda af reyndari leikmönnum og ungum framtíðarstjörnum. Liðið hefur undankeppni HM 2023 í Laugardalnum í kvöld og fyrirliðinn stefnir á sigur. 21. september 2021 12:01
„Tel mjög líklegt að við skorum mörk á móti þeim“ Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, segir að sóknarfæri séu fyrir hendi gegn Hollandi. 20. september 2021 15:01
„Vonandi verður þetta bara passlegt, gott, íslenskt veður“ Veðrið er Þorsteini Halldórssyni, þjálfara íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, ekki efst í huga fyrir leikinn gegn Hollandi í undankeppni HM 2023 annað kvöld. 20. september 2021 13:00
„Fáum meira pláss á Íslandi“ Evrópumeistarar Hollands mættu til Íslands í gærkvöld í sárum eftir að hafa „aðeins“ gert 1-1 jafntefli við Tékkland á heimavelli á föstudaginn. Krafan er skýr hjá þeim um sigur á Laugardalsvelli á morgun. 20. september 2021 08:02