Einkunnir Íslands: Dísirnar náðu mestu flugi í Dalnum Íþróttadeild Vísis skrifar 21. september 2021 21:04 Sveindís Jane Jónsdóttir og Glódís Perla Viggósdóttir geta verið stoltar af sinni frammistöðu í kvöld. Glódís þurfti að glíma við einn besta framherja heims, Vivianne Miedema, sem hér sækir að henni. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta komst ágætlega frá sínu í leiknum við Evrópumeistara Hollands á Laugardalsvelli í kvöld. Niðurstaðan varð þó 2-0 tap. Að mati íþróttadeildar Vísis stóðu þær Glódís Perla Viggósdóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir upp úr í kvöld. Sveindís skapaði mesta hættu fyrir íslenska liðið fram á við með sínum ógnarhraða og tækni, en Glódís stóð í ströngu í vörninni þar sem þær Ingibjörg Sigurðardóttir reyndu að hafa hemil á markamaskínunni Vivianne Miedema. Guðný Árnadóttir þreytti frumraun sína í byrjunarliði í mótsleik fyrir landsliðið og komst vel frá sínu. Innkoma hennar í stöðu hægri bakvarðar var það sem kom einna helst á óvart í uppstillingu Þorsteins Halldórssonar sem stýrði Íslandi í fyrsta sinn í mótsleik í kvöld eftir að hafa tekið við landsliðinu í byrjun árs. Hér að neðan má sjá einkunnir íslensku leikmannanna gegn Hollandi í kvöld: Sandra Sigurðardóttir, markvörður 6 Nokkuð örugg og gat lítið gert í mörkunum tveimur. Varði stundum vel í seinni hálfleiknum og verður ekki sökuð um tapið. Guðný Árnadóttir, hægri bakvörður 6 Miðvörðurinn í nýju hlutverki í fyrsta alvöru byrjunarliðsleik sínum í bláu treyjunni. Höndlaði hraða Lieke Martens vel en fór stundum ansi langt úr stöðu, væntanlega samkvæmt dagsskipun. Dugleg að koma fram en fyrirgjafirnar ekki nógu góðar. Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður 7 Frábær gegn Miedema og fylgdi henni eftir eins og skugginn þegar það var á hennar ábyrgð. Skilaði boltanum að vanda afar vel frá sér og var örugg í því sem hún gerði. Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður 5 Algjör nagli í varnarleiknum lengst af líkt og hún er vön en þarf að vanda betur sendingarnar út úr vörninni. Of langt frá Van de Donk í fyrra markinu og bakkaði stundum fullmikið frá andstæðingnum. Hallbera Guðný Gísladóttir, vinstri bakvörður 5 Stóð ágætlega fyrir sínu varnarlega en hafði lítið fram að færa framar á vellinum. Átti arfaslaka aukaspyrnu af fínum stað í fyrri hálfleik. Sveindís Jane Jónsdóttir, hægri vængmaður 7 Langhættulegasti leikmaður íslenska liðsins. Mikið leitað til hennar og hún lét vinstri bakverðinum Janssen líða illa. Vantaði örlítið upp á að spyrnurnar inn í teig skiluðu mörkum en ekki mikið af liðsfélögum þar. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, miðjumaður 6 Mesti orkubolti vallarins í fyrri hálfleik. Fyrirliðinn hljóp um allan völl og lét finna virkilega vel fyrir sér. Dró aðeins af henni í seinni hálfleiknum en varðist allan tímann vel. Alexandra Jóhannsdóttir, miðjumaður 4 Skilaði sínu ekki alveg nægilega vel sem aftasti miðjumaður og lenti stundum á eftir Hollendingunum en lét finna fyrir sér. Dagný Brynjarsdóttir, miðjumaður 5 Hefur oft verið meira áberandi og náði ekki að komast mikið í boltann. Stóð fyrir sínu varnarlega og var vel hreyfanleg um allan völl. Mikilvæg í föstum leikatriðum og komst í fínt færi í lok leiks. Agla María Albertsdóttir, vinstri vængmaður 6 Ógnaði með hraða sínum og góðum sendingum kanta á milli en komst ekki alveg nógu langt áleiðis. Bjó sér til gott færi undir lokin og var nálægt því að minnka muninn. Berglind Björg Þorvaldsdóttir, framherji 4 Eðli leiksins samkvæmt ekki mjög áberandi, gegn andstæðingi sem var meira með boltann. Gerði hins vegar ágætlega í að taka við sendingum fram miðjan völlinn og dreifa boltanum. Varamenn: Karólína Lea Vilhjálmsdóttir kom inn á fyrir Alexöndru á 63. mínútu 6 Kom sér strax í ágætt færi en var svo mikið í eltingarleik. Svava Rós Guðmundsdóttir kom inn á fyrir Berglindi á 63. mínútu 5 Tók við af Berglindi á toppnum og hljóp mikið en náði lítið að skapa. Amanda Jacobsen Andradóttir kom inn á fyrir Gunnhildi Yrsu á 90.+1 mínútu Spilaði of stutt til að fá einkunn. Karitas Tómasdóttir kom inn á fyrir Sveindísi á 90.+1 mínútu Spilaði of stutt til að fá einkunn. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir Leik lokið: Ísland - Holland 0-2 |Evrópumeistararnir of stór biti Ísland hóf undankeppni HM kvenna í fótbolta á 2-0 tapi gegn besta liði C-riðils, Evrópumeisturum Hollands, á Laugardalsvelli í kvöld. 21. september 2021 20:33 Guðný í fyrsta sinn í byrjunarliði landsliðsins í keppnisleik Guðný Árnadóttir er í byrjunarliði Íslands á móti Evrópumeisturum Hollands í undankeppni HM í kvöld. 21. september 2021 17:27 Mest lesið Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Fleiri fréttir Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna Sjá meira
Að mati íþróttadeildar Vísis stóðu þær Glódís Perla Viggósdóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir upp úr í kvöld. Sveindís skapaði mesta hættu fyrir íslenska liðið fram á við með sínum ógnarhraða og tækni, en Glódís stóð í ströngu í vörninni þar sem þær Ingibjörg Sigurðardóttir reyndu að hafa hemil á markamaskínunni Vivianne Miedema. Guðný Árnadóttir þreytti frumraun sína í byrjunarliði í mótsleik fyrir landsliðið og komst vel frá sínu. Innkoma hennar í stöðu hægri bakvarðar var það sem kom einna helst á óvart í uppstillingu Þorsteins Halldórssonar sem stýrði Íslandi í fyrsta sinn í mótsleik í kvöld eftir að hafa tekið við landsliðinu í byrjun árs. Hér að neðan má sjá einkunnir íslensku leikmannanna gegn Hollandi í kvöld: Sandra Sigurðardóttir, markvörður 6 Nokkuð örugg og gat lítið gert í mörkunum tveimur. Varði stundum vel í seinni hálfleiknum og verður ekki sökuð um tapið. Guðný Árnadóttir, hægri bakvörður 6 Miðvörðurinn í nýju hlutverki í fyrsta alvöru byrjunarliðsleik sínum í bláu treyjunni. Höndlaði hraða Lieke Martens vel en fór stundum ansi langt úr stöðu, væntanlega samkvæmt dagsskipun. Dugleg að koma fram en fyrirgjafirnar ekki nógu góðar. Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður 7 Frábær gegn Miedema og fylgdi henni eftir eins og skugginn þegar það var á hennar ábyrgð. Skilaði boltanum að vanda afar vel frá sér og var örugg í því sem hún gerði. Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður 5 Algjör nagli í varnarleiknum lengst af líkt og hún er vön en þarf að vanda betur sendingarnar út úr vörninni. Of langt frá Van de Donk í fyrra markinu og bakkaði stundum fullmikið frá andstæðingnum. Hallbera Guðný Gísladóttir, vinstri bakvörður 5 Stóð ágætlega fyrir sínu varnarlega en hafði lítið fram að færa framar á vellinum. Átti arfaslaka aukaspyrnu af fínum stað í fyrri hálfleik. Sveindís Jane Jónsdóttir, hægri vængmaður 7 Langhættulegasti leikmaður íslenska liðsins. Mikið leitað til hennar og hún lét vinstri bakverðinum Janssen líða illa. Vantaði örlítið upp á að spyrnurnar inn í teig skiluðu mörkum en ekki mikið af liðsfélögum þar. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, miðjumaður 6 Mesti orkubolti vallarins í fyrri hálfleik. Fyrirliðinn hljóp um allan völl og lét finna virkilega vel fyrir sér. Dró aðeins af henni í seinni hálfleiknum en varðist allan tímann vel. Alexandra Jóhannsdóttir, miðjumaður 4 Skilaði sínu ekki alveg nægilega vel sem aftasti miðjumaður og lenti stundum á eftir Hollendingunum en lét finna fyrir sér. Dagný Brynjarsdóttir, miðjumaður 5 Hefur oft verið meira áberandi og náði ekki að komast mikið í boltann. Stóð fyrir sínu varnarlega og var vel hreyfanleg um allan völl. Mikilvæg í föstum leikatriðum og komst í fínt færi í lok leiks. Agla María Albertsdóttir, vinstri vængmaður 6 Ógnaði með hraða sínum og góðum sendingum kanta á milli en komst ekki alveg nógu langt áleiðis. Bjó sér til gott færi undir lokin og var nálægt því að minnka muninn. Berglind Björg Þorvaldsdóttir, framherji 4 Eðli leiksins samkvæmt ekki mjög áberandi, gegn andstæðingi sem var meira með boltann. Gerði hins vegar ágætlega í að taka við sendingum fram miðjan völlinn og dreifa boltanum. Varamenn: Karólína Lea Vilhjálmsdóttir kom inn á fyrir Alexöndru á 63. mínútu 6 Kom sér strax í ágætt færi en var svo mikið í eltingarleik. Svava Rós Guðmundsdóttir kom inn á fyrir Berglindi á 63. mínútu 5 Tók við af Berglindi á toppnum og hljóp mikið en náði lítið að skapa. Amanda Jacobsen Andradóttir kom inn á fyrir Gunnhildi Yrsu á 90.+1 mínútu Spilaði of stutt til að fá einkunn. Karitas Tómasdóttir kom inn á fyrir Sveindísi á 90.+1 mínútu Spilaði of stutt til að fá einkunn.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir Leik lokið: Ísland - Holland 0-2 |Evrópumeistararnir of stór biti Ísland hóf undankeppni HM kvenna í fótbolta á 2-0 tapi gegn besta liði C-riðils, Evrópumeisturum Hollands, á Laugardalsvelli í kvöld. 21. september 2021 20:33 Guðný í fyrsta sinn í byrjunarliði landsliðsins í keppnisleik Guðný Árnadóttir er í byrjunarliði Íslands á móti Evrópumeisturum Hollands í undankeppni HM í kvöld. 21. september 2021 17:27 Mest lesið Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Fleiri fréttir Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna Sjá meira
Leik lokið: Ísland - Holland 0-2 |Evrópumeistararnir of stór biti Ísland hóf undankeppni HM kvenna í fótbolta á 2-0 tapi gegn besta liði C-riðils, Evrópumeisturum Hollands, á Laugardalsvelli í kvöld. 21. september 2021 20:33
Guðný í fyrsta sinn í byrjunarliði landsliðsins í keppnisleik Guðný Árnadóttir er í byrjunarliði Íslands á móti Evrópumeisturum Hollands í undankeppni HM í kvöld. 21. september 2021 17:27
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn