Anfield mun hoppa upp í þriðja sæti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. september 2021 12:30 Stuðningsmönnum Liverpool í stúkunni mun fjölga á Anfield frá og með 2023-24 tímabilinu. Getty/Andrew Powell Liverpool hefur ákveðið að fara af fullum krafti í að stækka heimavöll sinn enn frekar en nýjustu framkvæmdirnar voru kynntar formlega í gær. Með þessum framkvæmdum, sem fara nú í gang, mun Liverpool fjölga áhorfendum á Anfield um sjö þúsund á hverjum leik en eftir þær munu 61 þúsund manns geta séð hvern leik liðsins á Anfield. We can confirm that plans for the proposed expansion of the Anfield Road Stand will move forward — Liverpool FC (@LFC) September 22, 2021 Eftir þessar breytingar verður Anfield því kominn upp í þriðja sæti yfir stærstu leikvelli ensku úrvalsdeildarinnar og þá munu aðeins Old Trafford hjá Manchester United og Tottenham Hotspur leikvangurinn taka fleiri áhorfendur. Old Trafford tekur 74,1 þúsund áhorfendur en Tottenham völlurinn 62,3 þúsund áhorfendur. Heimavöllur Liverpool er þessa stundina í sjötta sæti á eftir Emirates leikvangi Arsenal (60,7 þúsund áhorfendur), Ólympíuleikvangi West Ham (60 þúsund) og Ethiad leikvangi Manchester City (55 þúsund). Liverpool s plans for the proposed expansion of the Anfield Road End have been confirmed and construction will start next week.The redeveloped Anfield Road Stand is anticipated to be ready for the 2023-24 season and will add an extra 7,000 seats - total capacity 61,000. pic.twitter.com/lIuIFK1O5u— Watch LFC (@Watch_LFC) September 22, 2021 Borgarráð Liverpool gaf leyfi fyrir framkvæmdunum í sumar. Liverpool fékk einnig leyfi fyrir því að halda aukalega sex tónleika eða aðra stóra viðburði á leikvanginum fyrstu fimm tímabilin. Anfield stendur í miðju íbúðahverfi og því er ljóst að það getur verið mikið ónæði af viðburðum á vellinum. Stúkan sem verður endurnýjuð að þessu sinni er stúkan við Anfield Road eða sú sem snýr að Stanley Park garðinum. Eins og áður verður stúkan byggð upp fyrir aftan núverandi stúku og þær síðan sameinaðar yfir sumartímann til að trufla sem minnst áhorfendaðsókn að vellinum á sjálfu tímabilinu. Það heppnaðist mjög vel þegar stóra stúkan var stækkuð fyrir nokkrum árum. Nýja útgáfan af Anfield á að vera tilbúin fyrir 2023-24 tímabilið og mun kalla á 400 fleiri starfsmenn á hverjum leik. Enski boltinn Mest lesið Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Sjá meira
Með þessum framkvæmdum, sem fara nú í gang, mun Liverpool fjölga áhorfendum á Anfield um sjö þúsund á hverjum leik en eftir þær munu 61 þúsund manns geta séð hvern leik liðsins á Anfield. We can confirm that plans for the proposed expansion of the Anfield Road Stand will move forward — Liverpool FC (@LFC) September 22, 2021 Eftir þessar breytingar verður Anfield því kominn upp í þriðja sæti yfir stærstu leikvelli ensku úrvalsdeildarinnar og þá munu aðeins Old Trafford hjá Manchester United og Tottenham Hotspur leikvangurinn taka fleiri áhorfendur. Old Trafford tekur 74,1 þúsund áhorfendur en Tottenham völlurinn 62,3 þúsund áhorfendur. Heimavöllur Liverpool er þessa stundina í sjötta sæti á eftir Emirates leikvangi Arsenal (60,7 þúsund áhorfendur), Ólympíuleikvangi West Ham (60 þúsund) og Ethiad leikvangi Manchester City (55 þúsund). Liverpool s plans for the proposed expansion of the Anfield Road End have been confirmed and construction will start next week.The redeveloped Anfield Road Stand is anticipated to be ready for the 2023-24 season and will add an extra 7,000 seats - total capacity 61,000. pic.twitter.com/lIuIFK1O5u— Watch LFC (@Watch_LFC) September 22, 2021 Borgarráð Liverpool gaf leyfi fyrir framkvæmdunum í sumar. Liverpool fékk einnig leyfi fyrir því að halda aukalega sex tónleika eða aðra stóra viðburði á leikvanginum fyrstu fimm tímabilin. Anfield stendur í miðju íbúðahverfi og því er ljóst að það getur verið mikið ónæði af viðburðum á vellinum. Stúkan sem verður endurnýjuð að þessu sinni er stúkan við Anfield Road eða sú sem snýr að Stanley Park garðinum. Eins og áður verður stúkan byggð upp fyrir aftan núverandi stúku og þær síðan sameinaðar yfir sumartímann til að trufla sem minnst áhorfendaðsókn að vellinum á sjálfu tímabilinu. Það heppnaðist mjög vel þegar stóra stúkan var stækkuð fyrir nokkrum árum. Nýja útgáfan af Anfield á að vera tilbúin fyrir 2023-24 tímabilið og mun kalla á 400 fleiri starfsmenn á hverjum leik.
Enski boltinn Mest lesið Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Sjá meira