Nokkrar tilgátur en enginn handtekinn eftir morðtilræði í Úkraínu Kjartan Kjartansson skrifar 23. september 2021 09:21 Volodýrmýr Zelenskíj í ræðustól á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær. Hann var kjörinn forseti Úkraínu árið 2019 á grundvelli loforða um að uppræta spillingu í landinu. AP/Eduardo Munoz Enginn hefur enn verið handtekinn eftir að óþekktir menn létu byssukúlum rigna yfir bíl eins nánasta ráðgjafa forseta Úkraínu í gær. Tilgátur eru um að óánægðir óligarkar eða jafnvel rússnesk stjórnvöld hafi fyrirskipað tilræðið. Serhij Shefir, háttsettur ráðgjafi og náinn vinur Volodýmýrs Zelenskíj, forseta Úkraínu, slapp ómeiddur þegar bifreið hans var veitt fyrirsát í skóglendi á milli tveggja þorpa utan við höfuðborgina Kænugarð í gær. Skotið var á bílinn með sjálfvirkum rifflum. Ökumaðurinn var ekki eins heppinn. Hann er sagður liggja alvarlega særður á sjúkrahúsi. Lögreglan segist hafa þrjár tilgátur um eðli árásarinnar og hvað vakti fyrir tilræðismönnunum. Tilræðinu kunni að hafa verið ætlað að setja þrýsting á ríkisstjórn landsins eða skapa pólitískan glundroða. Það gæti einnig hafa verið skipulagt af leyniþjónustu erlends ríkis. Denys Monastyrskíj, innanríkisráðherra, segir að markmið árásarmannanna hafi ekki verið að hræða heldur að drepa, að því er segir í frétt Reuters. Shefir sjálfur sagðist telja að tilræðinu hafi verið ætlað að ógna Zelenskíj forseta. „Ég held að þetta muni ekki hræða forsetann,“ sagði Shefir. Ætla ekki að lúffa fyrir ólígörkum Bandamenn Zelenskíj forseta hafa leitt líkur að því að einhver eða einhverjir af óligörkum landsins hafi lagt á ráðin um tilræðið. Ástæðan sé frumvarp Zelenskíj sem liggur fyrir úkraínska þinginu sem er ætlað að draga úr áhrifum óligarkana, hópi manna sem auðguðust gífurlega eftir fall Sovétríkjanna, í landinu. Aðrir segja ekki hægt að útiloka að stjórnvöld í Kreml kunni að hafa staðið að tilræðinu. Þau hafa stutt vopnaða aðskilnaðasinna sem berjast við stjórnarherinn í austanverðri Úkraínu allt frá því að Rússar innlimuðu Krímskaga árið 2014. Talsmaður rússnesku ríkisstjórnarinnar segir ásakanir um aðild hennar að tilræðinu gegn Shefir ekki eiga við nein rök að styðjast. Zelenskíj forseti var staddur á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York í gær Hann sagðist ekki vita hver bæri ábyrgð á tilræðinu en hét sterkum viðbrögðum. „Að senda mér skilaboð með því að skjóta vin minn er veikleikamerki,“ sagði forsetinn sem ætlaði að fljúga beint heim eftir ræðu sína á allsherjarþinginu. Forsetinn segist ekki ætla að kvika með frumvarp sitt gegn óligörkunum, þvert á móti „Þetta hefur ekki áhrif á styrkleika teymisins okkar, á þá stefnu sem ég hef tekið með teymi mínu að breyta, að hreinsa til í efnahagslífinu, að berjast gegn glæpum og stórum og áhrifamiklum auðhringjum,“ segir Zelenskíj. Úkraína Tengdar fréttir Skotið á aðstoðarmann Úkraínuforseta Ökumaður bifreiðar nánasta ráðgjafa forseta Úkraínu særðist þegar skotið var á bílinn í morgun. Ráðgjafinn slapp ómeiddur en úkraínskir embættismenn lýsa árásinni sem morðtilræði. 22. september 2021 11:21 Mest lesið Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Gylfi Ægisson er látinn Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Innlent Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Innlent Fleiri fréttir Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Sjá meira
Serhij Shefir, háttsettur ráðgjafi og náinn vinur Volodýmýrs Zelenskíj, forseta Úkraínu, slapp ómeiddur þegar bifreið hans var veitt fyrirsát í skóglendi á milli tveggja þorpa utan við höfuðborgina Kænugarð í gær. Skotið var á bílinn með sjálfvirkum rifflum. Ökumaðurinn var ekki eins heppinn. Hann er sagður liggja alvarlega særður á sjúkrahúsi. Lögreglan segist hafa þrjár tilgátur um eðli árásarinnar og hvað vakti fyrir tilræðismönnunum. Tilræðinu kunni að hafa verið ætlað að setja þrýsting á ríkisstjórn landsins eða skapa pólitískan glundroða. Það gæti einnig hafa verið skipulagt af leyniþjónustu erlends ríkis. Denys Monastyrskíj, innanríkisráðherra, segir að markmið árásarmannanna hafi ekki verið að hræða heldur að drepa, að því er segir í frétt Reuters. Shefir sjálfur sagðist telja að tilræðinu hafi verið ætlað að ógna Zelenskíj forseta. „Ég held að þetta muni ekki hræða forsetann,“ sagði Shefir. Ætla ekki að lúffa fyrir ólígörkum Bandamenn Zelenskíj forseta hafa leitt líkur að því að einhver eða einhverjir af óligörkum landsins hafi lagt á ráðin um tilræðið. Ástæðan sé frumvarp Zelenskíj sem liggur fyrir úkraínska þinginu sem er ætlað að draga úr áhrifum óligarkana, hópi manna sem auðguðust gífurlega eftir fall Sovétríkjanna, í landinu. Aðrir segja ekki hægt að útiloka að stjórnvöld í Kreml kunni að hafa staðið að tilræðinu. Þau hafa stutt vopnaða aðskilnaðasinna sem berjast við stjórnarherinn í austanverðri Úkraínu allt frá því að Rússar innlimuðu Krímskaga árið 2014. Talsmaður rússnesku ríkisstjórnarinnar segir ásakanir um aðild hennar að tilræðinu gegn Shefir ekki eiga við nein rök að styðjast. Zelenskíj forseti var staddur á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York í gær Hann sagðist ekki vita hver bæri ábyrgð á tilræðinu en hét sterkum viðbrögðum. „Að senda mér skilaboð með því að skjóta vin minn er veikleikamerki,“ sagði forsetinn sem ætlaði að fljúga beint heim eftir ræðu sína á allsherjarþinginu. Forsetinn segist ekki ætla að kvika með frumvarp sitt gegn óligörkunum, þvert á móti „Þetta hefur ekki áhrif á styrkleika teymisins okkar, á þá stefnu sem ég hef tekið með teymi mínu að breyta, að hreinsa til í efnahagslífinu, að berjast gegn glæpum og stórum og áhrifamiklum auðhringjum,“ segir Zelenskíj.
Úkraína Tengdar fréttir Skotið á aðstoðarmann Úkraínuforseta Ökumaður bifreiðar nánasta ráðgjafa forseta Úkraínu særðist þegar skotið var á bílinn í morgun. Ráðgjafinn slapp ómeiddur en úkraínskir embættismenn lýsa árásinni sem morðtilræði. 22. september 2021 11:21 Mest lesið Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Gylfi Ægisson er látinn Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Innlent Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Innlent Fleiri fréttir Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Sjá meira
Skotið á aðstoðarmann Úkraínuforseta Ökumaður bifreiðar nánasta ráðgjafa forseta Úkraínu særðist þegar skotið var á bílinn í morgun. Ráðgjafinn slapp ómeiddur en úkraínskir embættismenn lýsa árásinni sem morðtilræði. 22. september 2021 11:21