Kapphlaup um nýja bálstofu í uppsiglingu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 23. september 2021 19:00 Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir forsvarskona Bálfararfélags Íslands og Trés lífsins hyggst reisa Bálstofu en það gera líka Kirkjugarðar Reykjavíkurprófastsdæma að sögn forstjórans Þórsteins Ragnarssonar. Vísir/Egill Kapphlaup virðist vera í uppsiglingu milli Kirkjugarða Reykjavíkurprófastdæma og einkaaðila um byggingu nýrrar bálstofu. Forstjóri kirkjugarðana telur aðeins pláss fyrir eina bálstofu í landinu. Sífellt fleiri velja að láta brenna sig eftir sinn dag eða um fjórir af hverjum tíu landsmönnum og ennþá fleiri á höfuðborgarsvæðinu eða 55%. Einu líkbrennsluofnarnir í landinu eru í Bálstofunni í Fossvogi en þeir eru tveir og voru byggðir þar árið 1948. Líkkista á leið í líkbrennsluofn í bálstofunni í Fossvogi.Vísir/Egill Þórsteinn Ragnarsson forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma sem sér um bálstofuna segir að starfsleyfi fyrir stofuna hafi verið endurnýjað í sumar. Þá verði mengunarbúnaður ofnanna uppfærður eftir leiðbeiningar frá erlendum sérfræðingum á næstu misserum. Hann segir þó að á næstu árum verði hætt að nota þessa ofna. En til standi að byggja nýja bálstofu á Hallsholti við Gufuneskirkjugarð. „Það er búið að gera kostnaðaráætlun og rekstraráætlun sem verður kynnt nú í haust og við sjáum fram á að ný bálstofa á Hallsholti muni leysa af Bálstofuna í Fossvogi. Á meðan sú nýja er að rísa munum við reka bálstofuna í Fossvogi í fimm til átta ár í viðbót,“ segir Þórsteinn. Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir forsvarskona Bálfararfélags Íslands og Trés lífsins hyggst einnig byggja bálstofu og hefur fengið til þess lóð í Rjúpnadal í Garðabæ. „Þetta er sjálfseignarstofnun og er óhagnaðardrifin. Við áætlum að reisa hér í Rjúpnadal 1500 fermetra húsnæði sem hýsir þá fjölnota athafnasal og hugleiðslu og kyrrðarrými. Móttöku fyrir aðstandendur og svo bálstofuna sjálfa sem verður umhverfisvæn. Fyrir utan verður minningargarður þar sem fólk getur sett niður duftker og gróðursett tré í leiðinni. Það getur svo fylgst með trénu dafna til minningar um látinn ástvin,“ segir Sigríður. Telur eina bálstofu nægja fyrir landið Þórsteinn Ragnarsson hjá Kirkjugörðum Reykjavíkurprófastdæma telur að þessari bálstofu verði ofaukið. „Ein bálstofa er nóg fyrir Ísland. Það segja þeir sem til þekkja,“ segir Þórsteinn. Sigríður segist ekki ætla að láta deigan síga þó fyrirætlanir séu um byggingu annarrar bálstofu. Svæðið þar sem fyrirhugað er að reisa bálstofu í Rjúpnadal í Garðabæ „Við höldum bara okkar striki með bálstofu Trés lífsins í Garðabæ og svo er það bara þeirra sem reka hina bálstofuna að ákveða hvað þau gera,“ segir Sigríður. Hún býst við að fyrsta skóflustungan verði tekin fyrir jól og bálstofan verði risin eftir um tvö ár. Um fjármögnunina segir Sigríður: „Við erum með ósk um stofnkostnaðarstyrk hjá íslenska ríkinu og svo erum við með vilyrði fyrir láni hjá tveimur lífeyrissjóðum. Restin verður svo hópfjármögnuð,“ segir Sigríður bjartsýn að lokum. Kirkjugarðar Garðabær Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Sjá meira
Sífellt fleiri velja að láta brenna sig eftir sinn dag eða um fjórir af hverjum tíu landsmönnum og ennþá fleiri á höfuðborgarsvæðinu eða 55%. Einu líkbrennsluofnarnir í landinu eru í Bálstofunni í Fossvogi en þeir eru tveir og voru byggðir þar árið 1948. Líkkista á leið í líkbrennsluofn í bálstofunni í Fossvogi.Vísir/Egill Þórsteinn Ragnarsson forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma sem sér um bálstofuna segir að starfsleyfi fyrir stofuna hafi verið endurnýjað í sumar. Þá verði mengunarbúnaður ofnanna uppfærður eftir leiðbeiningar frá erlendum sérfræðingum á næstu misserum. Hann segir þó að á næstu árum verði hætt að nota þessa ofna. En til standi að byggja nýja bálstofu á Hallsholti við Gufuneskirkjugarð. „Það er búið að gera kostnaðaráætlun og rekstraráætlun sem verður kynnt nú í haust og við sjáum fram á að ný bálstofa á Hallsholti muni leysa af Bálstofuna í Fossvogi. Á meðan sú nýja er að rísa munum við reka bálstofuna í Fossvogi í fimm til átta ár í viðbót,“ segir Þórsteinn. Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir forsvarskona Bálfararfélags Íslands og Trés lífsins hyggst einnig byggja bálstofu og hefur fengið til þess lóð í Rjúpnadal í Garðabæ. „Þetta er sjálfseignarstofnun og er óhagnaðardrifin. Við áætlum að reisa hér í Rjúpnadal 1500 fermetra húsnæði sem hýsir þá fjölnota athafnasal og hugleiðslu og kyrrðarrými. Móttöku fyrir aðstandendur og svo bálstofuna sjálfa sem verður umhverfisvæn. Fyrir utan verður minningargarður þar sem fólk getur sett niður duftker og gróðursett tré í leiðinni. Það getur svo fylgst með trénu dafna til minningar um látinn ástvin,“ segir Sigríður. Telur eina bálstofu nægja fyrir landið Þórsteinn Ragnarsson hjá Kirkjugörðum Reykjavíkurprófastdæma telur að þessari bálstofu verði ofaukið. „Ein bálstofa er nóg fyrir Ísland. Það segja þeir sem til þekkja,“ segir Þórsteinn. Sigríður segist ekki ætla að láta deigan síga þó fyrirætlanir séu um byggingu annarrar bálstofu. Svæðið þar sem fyrirhugað er að reisa bálstofu í Rjúpnadal í Garðabæ „Við höldum bara okkar striki með bálstofu Trés lífsins í Garðabæ og svo er það bara þeirra sem reka hina bálstofuna að ákveða hvað þau gera,“ segir Sigríður. Hún býst við að fyrsta skóflustungan verði tekin fyrir jól og bálstofan verði risin eftir um tvö ár. Um fjármögnunina segir Sigríður: „Við erum með ósk um stofnkostnaðarstyrk hjá íslenska ríkinu og svo erum við með vilyrði fyrir láni hjá tveimur lífeyrissjóðum. Restin verður svo hópfjármögnuð,“ segir Sigríður bjartsýn að lokum.
Kirkjugarðar Garðabær Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Sjá meira