Úrslit: Chelsea - Man. City 0-1 | Jesus hetja City 25. september 2021 13:30 Gabriel Jesus fagnar marki sínu í dag EPA-EFE/Facundo Arrizabalaga Það var góð stemmning á Brúnni þegar heimamenn í Chelsea tóku á móti ríkjandi meisturum Manchester City. Leikurinn sjálfur var hins vegar ekki mikið fyrir augað. Chelsea gerði sér að góðu að fylgjast mestmegnis með leikmönnum Manchester City senda boltann sín á milli án þess þó að gera miklar tilraunir til þess að vinna boltann. Það var hins vegar ekki svo að gestirnir væru pollrólegir. Vitandi að Romelu Lukaku í framlínu Chelsea er alltaf líklegur til þess af refsa ef mistök eru gerð. Til þess kom þó ekki og engin alvöru færi litu dagsins ljós í fyrri hálfleik. Í síðari hálfleik opnaðist leikurinn aðeins og á 53. mínútu komst Gabriel Jesus í boltann eftir slakt skot frá Cancelo. Jesus var með þrjá varnarmenn á sér en náði samt að snúa sér og skjóta boltanum á milli þeirra og í vinstra markhornið ofarlega úr teignum. Mendy, markvörður Chelsea, var sem steinrunninn á marklínunni og staðan orðin 0-1. Heimamenn vöknuðu aðeins eftir þetta og áttu bæði Lukaku og Marcus Alonsos ágætis tilraunir en það var samt Jesus sem fékk besta færið þegar að hann fékk boltann fyrir opnu marki en Thiago Silva bjargaði á línu. Chelsea sótti nokkuð undir lokin en allt kom fyrir ekki og Manchester City vann mikilvægan sigur. 0-1. Úrslitin þýða að bæði liðin hafa þréttán stig eftir sex umferðir. Liverpool, sem hefur einnig þrettán nstig en á leik til góða, getur verið eitt á toppnum sigri liðið Brentford síðar í dag. Enski boltinn
Það var góð stemmning á Brúnni þegar heimamenn í Chelsea tóku á móti ríkjandi meisturum Manchester City. Leikurinn sjálfur var hins vegar ekki mikið fyrir augað. Chelsea gerði sér að góðu að fylgjast mestmegnis með leikmönnum Manchester City senda boltann sín á milli án þess þó að gera miklar tilraunir til þess að vinna boltann. Það var hins vegar ekki svo að gestirnir væru pollrólegir. Vitandi að Romelu Lukaku í framlínu Chelsea er alltaf líklegur til þess af refsa ef mistök eru gerð. Til þess kom þó ekki og engin alvöru færi litu dagsins ljós í fyrri hálfleik. Í síðari hálfleik opnaðist leikurinn aðeins og á 53. mínútu komst Gabriel Jesus í boltann eftir slakt skot frá Cancelo. Jesus var með þrjá varnarmenn á sér en náði samt að snúa sér og skjóta boltanum á milli þeirra og í vinstra markhornið ofarlega úr teignum. Mendy, markvörður Chelsea, var sem steinrunninn á marklínunni og staðan orðin 0-1. Heimamenn vöknuðu aðeins eftir þetta og áttu bæði Lukaku og Marcus Alonsos ágætis tilraunir en það var samt Jesus sem fékk besta færið þegar að hann fékk boltann fyrir opnu marki en Thiago Silva bjargaði á línu. Chelsea sótti nokkuð undir lokin en allt kom fyrir ekki og Manchester City vann mikilvægan sigur. 0-1. Úrslitin þýða að bæði liðin hafa þréttán stig eftir sex umferðir. Liverpool, sem hefur einnig þrettán nstig en á leik til góða, getur verið eitt á toppnum sigri liðið Brentford síðar í dag.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti