Sport

Jurgen Klopp biðlar til breskra stjórnvalda: Finnið lausnir

Sigurður Orri Kristjánsson skrifar
jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool
jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool EPA-EFE/PETER POWEL

Jurgen Klopp, þjálfari Liverpool, hefur kallað eftir því að bresk stjórnvöld finni lausnir í málum Suður Amerískra landsliðsmanna sem leika í ensku úrvalsdeildinni.

Forsaga málsins er sú að knattspyrnusambönd nokkurra landa í Suður Ameríku hótuðu að kvarta til FIFA vegna þess að ensk úrvalsdeildarlið vildu banna leikmönnum að fara í landsliðsverkefni. Þetta hefði getað þýtt allt að fimm leikja bann fyrir leikmennina en þetta leystist á síðustu stundu.

Nú er sama staða að koma aftur upp en á næstunni verður leikið verður í Suður Ameríkuriðli undankeppninnar fyrir heimsmeistaramótið í Katar sem fer fram á næsta ári. Brasilíumenn eiga leik gegn Úrúgvæ þann 15. október. Í brasilíska liðinu eru þeir Alison Becker og Fabinho, leikmenn Liverpool, en Liverpool á leik gegn Watford þann 16. október. Ljóst er því að þeir félagarnir munu ekki spila gegn Watford.

Jurgen Klopp, þjálfari Liverpool er ósáttur við það hvernig málin eru að þróast og hann kalllaði í gær eftir því að bresk yfirvöld skærust í leikinn til þess að finna lausn á málunum en reglur vegna Kórónuveirunnar eru þannig að komi einstaklingur frá Suður Ameríku til Bretlands skal hann sæta sóttkví í 14. daga.

Ég veit að fólk er að vinna í þessu, en þetta er vandamál. Það er vandamál að Brasilímennirnir eigi að spila á þessum degi. Þetta er Liverpool vandamál og það er gott fyrir Wattford. Ég skil vel að rétthafar deildarinnar vilji spila þennan leik en stjórnvöld verða að skerast í leikinn og finna lausnir“, sagði Jurgen Klopp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×