Kvikmyndaleikstjórinn Baltasar Kormákur og sjónvarpsmaðurinn Egill Helgason voru á svæðinu en ráðhúsið er kjörstaður beggja.
„Mér finnst þetta frekar rólegt, þangað til ég sá ykkur,“ sagði Baltasar.
Egill sagði Æðisstrákana lyfta stemmningunni upp í hæðir. Hann hefði farið í bað áður en hann mætti í Ráðhúsið og væri til í tuskið.