Funda í vikunni um mögulega sameiningu fjögurra Atli Ísleifsson skrifar 27. september 2021 13:39 Anton Kári Halldórsson formaður samstarfsnefndar og sveitarstjóri Rangárþings eystra. Stöð 2 Samstarfsnefnd um sameiningu sveitarfélaga á Suðurlandi mun funda um næstu skref síðar í vikunni eftir að tillaga um sameiningu Ásahrepps, Skaftárhrepps, Mýrdalshrepps, Rangárþings ytra og Rangárþings eystra var felld í Ásahreppi. Þetta segir Anton Kári Halldórsson formaður samstarfsnefndar og sveitarstjóri Rangárþings eystra. Í tilkynningu er haft eftir Antoni Kára að meirihluti kjósenda í fjórum af fimm sveitarfélögum samþykkir því að sveitarfélögin sameinist. „Einn valmöguleikinn hlýtur að vera að kosið verði aftur í þeim fjórum sveitarfélögum sem samþykktu og kannað hvort íbúar vilji að sameiningin gangi í gegn. Það gæti gerst tiltölulega hratt, til dæmis í desember eða janúar,“ segir Anton Kári. Einfaldur meirihluti ræður Um áttatíu prósent kjósenda í Ásahreppi greiddu atkvæði gegn sameiningunni, en þegar kosið er um sameiningu sveitarfélaga ræður einfaldur meirihluti greiddra atkvæða niðurstöðunni í hverju sveitarfélagi og er hún bindandi fyrir sveitarstjórn. Í tilkynningu frá samstarfsnefndinni segir að ef tillögu er hafnað í einhverju sveitarfélaganna, líkt og gerðist í Ásahreppi er málinu þar með lokið fyrir íbúa þess sveitarfélags. „Samkvæmt sveitarstjórnarlögum er sveitarstjórnum þeirra sveitarfélaga, þar sem tillagan er samþykkt, heimilt að ákveða að sameinast án þeirra sveitarfélaga þar sem tillögunni er hafnað. Skilyrði er að tillagan hafi verið samþykkt í að lágmarki 2/3 hluta þeirra sveitarfélaga sem tillagan varðar og að í þeim sveitarfélögum búi að minnsta kosti 2/3 hlutar íbúa sveitarfélaganna. Bæði skilyrði eru uppfyllt í þessu tilfelli, en sveitarstjórnirnar fimm höfðu lýst því yfir fyrir kosningar að þær myndu ekki nýta þessa heimild. Vilji sveitarstjórirnar skoða aðra sameiningarkosti þarf því að koma fram ný tillaga eða tillögur um sameiningarviðræður og gefa íbúum tækifæri til að kjósa að nýju,“ segir í tilkynningunni. Sveitarstjórnarmál Ásahreppur Rangárþing eystra Rangárþing ytra Skaftárhreppur Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Sameiningu hafnað í Ásahreppi en naumlega samþykkt annars staðar Tillögu um sameiningu Skaftárhrepps, Mýrdalshrepps, Rangárþings eystra, Rangárþings ytra og Ásahrepps var hafnað með miklum mun í Ásahreppi í kosningum sem fram fóru samhliða þingkosningum í gær. 26. september 2021 07:16 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Sjá meira
Þetta segir Anton Kári Halldórsson formaður samstarfsnefndar og sveitarstjóri Rangárþings eystra. Í tilkynningu er haft eftir Antoni Kára að meirihluti kjósenda í fjórum af fimm sveitarfélögum samþykkir því að sveitarfélögin sameinist. „Einn valmöguleikinn hlýtur að vera að kosið verði aftur í þeim fjórum sveitarfélögum sem samþykktu og kannað hvort íbúar vilji að sameiningin gangi í gegn. Það gæti gerst tiltölulega hratt, til dæmis í desember eða janúar,“ segir Anton Kári. Einfaldur meirihluti ræður Um áttatíu prósent kjósenda í Ásahreppi greiddu atkvæði gegn sameiningunni, en þegar kosið er um sameiningu sveitarfélaga ræður einfaldur meirihluti greiddra atkvæða niðurstöðunni í hverju sveitarfélagi og er hún bindandi fyrir sveitarstjórn. Í tilkynningu frá samstarfsnefndinni segir að ef tillögu er hafnað í einhverju sveitarfélaganna, líkt og gerðist í Ásahreppi er málinu þar með lokið fyrir íbúa þess sveitarfélags. „Samkvæmt sveitarstjórnarlögum er sveitarstjórnum þeirra sveitarfélaga, þar sem tillagan er samþykkt, heimilt að ákveða að sameinast án þeirra sveitarfélaga þar sem tillögunni er hafnað. Skilyrði er að tillagan hafi verið samþykkt í að lágmarki 2/3 hluta þeirra sveitarfélaga sem tillagan varðar og að í þeim sveitarfélögum búi að minnsta kosti 2/3 hlutar íbúa sveitarfélaganna. Bæði skilyrði eru uppfyllt í þessu tilfelli, en sveitarstjórnirnar fimm höfðu lýst því yfir fyrir kosningar að þær myndu ekki nýta þessa heimild. Vilji sveitarstjórirnar skoða aðra sameiningarkosti þarf því að koma fram ný tillaga eða tillögur um sameiningarviðræður og gefa íbúum tækifæri til að kjósa að nýju,“ segir í tilkynningunni.
Sveitarstjórnarmál Ásahreppur Rangárþing eystra Rangárþing ytra Skaftárhreppur Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Sameiningu hafnað í Ásahreppi en naumlega samþykkt annars staðar Tillögu um sameiningu Skaftárhrepps, Mýrdalshrepps, Rangárþings eystra, Rangárþings ytra og Ásahrepps var hafnað með miklum mun í Ásahreppi í kosningum sem fram fóru samhliða þingkosningum í gær. 26. september 2021 07:16 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Sjá meira
Sameiningu hafnað í Ásahreppi en naumlega samþykkt annars staðar Tillögu um sameiningu Skaftárhrepps, Mýrdalshrepps, Rangárþings eystra, Rangárþings ytra og Ásahrepps var hafnað með miklum mun í Ásahreppi í kosningum sem fram fóru samhliða þingkosningum í gær. 26. september 2021 07:16