Auglýsa eftir snjóblásurum en spila líklega í boði liðs sem vill að þeir tapi Sindri Sverrisson skrifar 28. september 2021 12:30 Eins og sjá má er varla hægt að æfa fótbolta fyrir vestan þessa dagana og halda leikmenn Vestra því til Borgarness á morgun. Vinstri myndin er frá æfingu á Skeiðisvelli í Bolungarvík. Facebook/@Vestri.Knattspyrna „Hvað eru til margir snjóblásarar hér í bænum?“ Svo spyr Samúel Samúelsson í stjórn Vestra en Vestfirðingar ætla að reyna allt sem þeir geta til að geta spilað á Ísafirði um helgina, gegn Íslandsmeisturum Víkings í Mjólkurbikarnum. Það ræðst á næstu tveimur sólarhringum hvar undanúrslitaleikur Vestra og Víkings verður spilaður. Snjór er yfir grasvelli Vestra, Olís-vellinum, en Samúel og félagar ætla að freista þess að blása honum af á morgun ef aðstæður leyfa. Þeir þurfa að treysta á veðurguðina en góðar líkur eru á því að leikurinn verði spilaður á höfuðborgarsvæðinu. Til stóð að Kaplakrikavöllur yrði „varavöllur“ fyrir leikinn á laugardag en Samúel segir að hætt hafi verið við þær áætlanir. Nú sé útlit fyrir að spilað verði á Meistaravöllum, heimavelli KR, verði Olís-völlurinn ekki tilbúinn. Mikið er í húfi fyrir KR-inga sem vilja helst að Vestri tapi leiknum, því aðeins ef að Víkingur verður bikarmeistari mun KR fá sæti í Evrópukeppni á næstu leiktíð. Lítur ekki vel út en spáin að lagast „Við viljum grasvöll. Annars breytir okkur engu hvort við vinnum Víking í Reykjavík eða á Ísafirði,“ sagði Samúel léttur við Vísi í dag. „Við ætlum að gera heiðarlega tilraun til að gera völlinn hérna leikfæran. Þetta lítur ekki vel út en spáin er samt að lagast,“ sagði Samúel en eins og sjá má að ofan er völlurinn snævi þakinn. Leikmenn Vestra skokka á snævi þöktum Skeiðisvelli í Bolungarvík.Facebook/@Vestri.Knattspyrna „Það er spurning hvort þetta verði snjór eða klaki á morgun. Ef þetta verður snjór þá getum við blásið honum í burtu,“ sagði Samúel sem auglýsti á Facebook eftir snjóblásurum og fékk góð viðbrögð. Það er því ljóst að allt verður reynt til að Vestri fái að spila á heimavelli eins og þegar liðið sló Val út í síðustu umferð. Gefa svar í síðasta lagi á fimmtudagskvöld „Við vorum mest hræddir um að það yrði það mikil rigning á föstudag og laugardag að völlurinn yrði á floti. Nú á að vera þurrt á miðvikudag og fimmtudag, og á laugardag líka, sem gefur okkur smá bjartsýni. Við þurfum að gefa svar á fimmtudagskvöld um hvort við teljum að leikurinn geti farið fram á Ísafirði eða ekki. Ég geri svo ráð fyrir því að ef að við teljum að leikurinn geti farið hér fram þá muni KSÍ fá mann til að taka völlinn út. Lokaákvörðunin er ekki okkar en við gerum það sem við getum svo hægt verði að spila hérna,“ sagði Samúel. Æfa í Borgarnesi Í ljósi aðstæðna hafa leikmenn Vestra ekki getað æft með hefðbundnum hætti síðustu daga. Samúel grínast með að þeir geti helst æft sig í FIFA tölvuleiknum og hugarleikfimi. Leikmennirnir halda hins vegar suður í Borgarnes í fyrramálið og æfa þar á morgun og á fimmtudag. Á föstudag heldur hópurinn svo annað hvort heim á Ísafjörð eða til Reykjavíkur og æfir á leikstað fyrir leikinn mikilvæga. Mjólkurbikarinn Vestri Ísafjarðarbær Víkingur Reykjavík Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Í beinni: Ísland - Frakkland | Lokaleikur strákanna á EM Körfubolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Fótbolti Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Enski boltinn Fleiri fréttir Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Sjá meira
Það ræðst á næstu tveimur sólarhringum hvar undanúrslitaleikur Vestra og Víkings verður spilaður. Snjór er yfir grasvelli Vestra, Olís-vellinum, en Samúel og félagar ætla að freista þess að blása honum af á morgun ef aðstæður leyfa. Þeir þurfa að treysta á veðurguðina en góðar líkur eru á því að leikurinn verði spilaður á höfuðborgarsvæðinu. Til stóð að Kaplakrikavöllur yrði „varavöllur“ fyrir leikinn á laugardag en Samúel segir að hætt hafi verið við þær áætlanir. Nú sé útlit fyrir að spilað verði á Meistaravöllum, heimavelli KR, verði Olís-völlurinn ekki tilbúinn. Mikið er í húfi fyrir KR-inga sem vilja helst að Vestri tapi leiknum, því aðeins ef að Víkingur verður bikarmeistari mun KR fá sæti í Evrópukeppni á næstu leiktíð. Lítur ekki vel út en spáin að lagast „Við viljum grasvöll. Annars breytir okkur engu hvort við vinnum Víking í Reykjavík eða á Ísafirði,“ sagði Samúel léttur við Vísi í dag. „Við ætlum að gera heiðarlega tilraun til að gera völlinn hérna leikfæran. Þetta lítur ekki vel út en spáin er samt að lagast,“ sagði Samúel en eins og sjá má að ofan er völlurinn snævi þakinn. Leikmenn Vestra skokka á snævi þöktum Skeiðisvelli í Bolungarvík.Facebook/@Vestri.Knattspyrna „Það er spurning hvort þetta verði snjór eða klaki á morgun. Ef þetta verður snjór þá getum við blásið honum í burtu,“ sagði Samúel sem auglýsti á Facebook eftir snjóblásurum og fékk góð viðbrögð. Það er því ljóst að allt verður reynt til að Vestri fái að spila á heimavelli eins og þegar liðið sló Val út í síðustu umferð. Gefa svar í síðasta lagi á fimmtudagskvöld „Við vorum mest hræddir um að það yrði það mikil rigning á föstudag og laugardag að völlurinn yrði á floti. Nú á að vera þurrt á miðvikudag og fimmtudag, og á laugardag líka, sem gefur okkur smá bjartsýni. Við þurfum að gefa svar á fimmtudagskvöld um hvort við teljum að leikurinn geti farið fram á Ísafirði eða ekki. Ég geri svo ráð fyrir því að ef að við teljum að leikurinn geti farið hér fram þá muni KSÍ fá mann til að taka völlinn út. Lokaákvörðunin er ekki okkar en við gerum það sem við getum svo hægt verði að spila hérna,“ sagði Samúel. Æfa í Borgarnesi Í ljósi aðstæðna hafa leikmenn Vestra ekki getað æft með hefðbundnum hætti síðustu daga. Samúel grínast með að þeir geti helst æft sig í FIFA tölvuleiknum og hugarleikfimi. Leikmennirnir halda hins vegar suður í Borgarnes í fyrramálið og æfa þar á morgun og á fimmtudag. Á föstudag heldur hópurinn svo annað hvort heim á Ísafjörð eða til Reykjavíkur og æfir á leikstað fyrir leikinn mikilvæga.
Mjólkurbikarinn Vestri Ísafjarðarbær Víkingur Reykjavík Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Í beinni: Ísland - Frakkland | Lokaleikur strákanna á EM Körfubolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Fótbolti Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Enski boltinn Fleiri fréttir Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki