Tengdir Íslandi þurfa ekki að framvísa neikvæðu Covid-19 prófi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. september 2021 14:51 Veturinn er að færast yfir og er Ísland að stórum hluta hvítt í dag. Vísir/Vilhelm Felld verður niður krafa um að einstaklingar með tengsl við Ísland þurfi að framvísa neikvæðu Covid prófi við komu til landsins. Farþegar í tengiflugi sem ekki fara út fyrir landamærastöð verða einnig undanþegnir framvísun slíks vottorðs. Breytingarnar taka gildi 1. október. Sem fyrr þurfa þeir sem eru með tengsl við Ísland að fara í sýnatöku eftir komu til landsins, að undanskildum börnum sem fædd eru 2005 eða síðar. Þetta er meginefni breytinga á takmörkunum á landamærum vegna Covid-19 sem heilbrigðisráðherra hefur ákveðið í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis og er gert ráð fyrir að þær gildi til 6. nóvember næstkomandi. Greint er frá á vef ráðuneytisins. Í minnisblaði sóttvarnalæknis til ráðherra kemur fram að daglegum smitum innanlands hefur fækkað frá því að aðgerðir innanlands og á landamærum voru hertar í júlí og ágúst og innlögnum á sjúkrahús sömuleiðis. Hann segir ljóst að smit halda áfram að berast til landsins og að raðgreiningar Íslenskrar erfðagreiningar sýni að smit frá fáum einstaklingum, bólusettum og óbólusettum dugi til að setja af stað útbreiddan faraldur innanlands. Í ljósi reynslunnar undanfarið telur sóttvarnalæknir ráðlegt að lágmarka dreifingu veirunnar með takmörkunum á landamærum og segir virkar landamæravarnir forsendu þess að hægt verði að slaka að mestu á takmörkunum innanlands. Landamæratakmarkanir frá 1. október Farþegar með tengsl við Ísland þurfa ekki lengur að sýna vottorð um neikvætt Covid próf á landamærunum en sæta sýnatöku við komuna til landsins, hvort sem þeir eru bólusettir eða ekki. Óbólusettir farþegar þurfa sem fyrr að sýnatöku lokinni að sæta fimm daga sóttkví og fara í PCR próf við lok sóttkvíar. Bólusettir farþegar án tengsla við Ísland þurfa sem fyrr að framvísa vottorði um neikvætt Covid próf sem er ekki eldra en 72 klukkustunda í stað sýnatöku við komuna til landsins. Séu þeir óbólusettir þurfa þeir að auki að sæta tvöfaldri sýnatöku með fimm daga sóttkví á milli. Áfram gilda sömu reglur um bólusetta og um þá sem hafa vottorð um fyrri sýkingu. Ferðamenn þurfa áfram að forskrá sig Börn fædd 2005 eða síðar og tengifarþegar sem ekki fara út fyrir landamærastöð sæta engum takmörkunum vegna sóttvarna á landamærum. Minnt er á að ferðamönnum er skylt að forskrá sig fyrir komuna til landsins á vefnum Covid.is. Í minnisblaði sóttvarnalæknis er tillaga um að hætt verði að viðurkenna mótefnamælingar gegn SARS-CoV sem staðfestingu um afstaðna sýkingu af völdum COVID-19. Ráðherra hefur ákveðið að skoða þá tillögu nánar og afla frekari upplýsinga áður en endanleg ákvörðun þar að lútandi verður tekin. Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Sem fyrr þurfa þeir sem eru með tengsl við Ísland að fara í sýnatöku eftir komu til landsins, að undanskildum börnum sem fædd eru 2005 eða síðar. Þetta er meginefni breytinga á takmörkunum á landamærum vegna Covid-19 sem heilbrigðisráðherra hefur ákveðið í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis og er gert ráð fyrir að þær gildi til 6. nóvember næstkomandi. Greint er frá á vef ráðuneytisins. Í minnisblaði sóttvarnalæknis til ráðherra kemur fram að daglegum smitum innanlands hefur fækkað frá því að aðgerðir innanlands og á landamærum voru hertar í júlí og ágúst og innlögnum á sjúkrahús sömuleiðis. Hann segir ljóst að smit halda áfram að berast til landsins og að raðgreiningar Íslenskrar erfðagreiningar sýni að smit frá fáum einstaklingum, bólusettum og óbólusettum dugi til að setja af stað útbreiddan faraldur innanlands. Í ljósi reynslunnar undanfarið telur sóttvarnalæknir ráðlegt að lágmarka dreifingu veirunnar með takmörkunum á landamærum og segir virkar landamæravarnir forsendu þess að hægt verði að slaka að mestu á takmörkunum innanlands. Landamæratakmarkanir frá 1. október Farþegar með tengsl við Ísland þurfa ekki lengur að sýna vottorð um neikvætt Covid próf á landamærunum en sæta sýnatöku við komuna til landsins, hvort sem þeir eru bólusettir eða ekki. Óbólusettir farþegar þurfa sem fyrr að sýnatöku lokinni að sæta fimm daga sóttkví og fara í PCR próf við lok sóttkvíar. Bólusettir farþegar án tengsla við Ísland þurfa sem fyrr að framvísa vottorði um neikvætt Covid próf sem er ekki eldra en 72 klukkustunda í stað sýnatöku við komuna til landsins. Séu þeir óbólusettir þurfa þeir að auki að sæta tvöfaldri sýnatöku með fimm daga sóttkví á milli. Áfram gilda sömu reglur um bólusetta og um þá sem hafa vottorð um fyrri sýkingu. Ferðamenn þurfa áfram að forskrá sig Börn fædd 2005 eða síðar og tengifarþegar sem ekki fara út fyrir landamærastöð sæta engum takmörkunum vegna sóttvarna á landamærum. Minnt er á að ferðamönnum er skylt að forskrá sig fyrir komuna til landsins á vefnum Covid.is. Í minnisblaði sóttvarnalæknis er tillaga um að hætt verði að viðurkenna mótefnamælingar gegn SARS-CoV sem staðfestingu um afstaðna sýkingu af völdum COVID-19. Ráðherra hefur ákveðið að skoða þá tillögu nánar og afla frekari upplýsinga áður en endanleg ákvörðun þar að lútandi verður tekin.
Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira