„Flest lið úti í heimi fá tveggja tíma æfingar en við erum ekki þar“ Sindri Sverrisson skrifar 29. september 2021 08:00 Hrafnhildur Ósk Skúladóttir og Anna Úrsúla Guðmundsdóttir í höfuðstöðvm Arion banka í gær. Þær eru í þjálfarateymi íslenska landsliðsins. vísir/Sigurjón Anna Úrsúla Guðmundsdóttir og Hrafnhildur Skúladóttir voru í íslenska landsliðinu sem komst á þrjú stórmót í handbolta fyrir um áratug síðan. Nú eru þær í þjálfarateymi landsliðsins og stýra B-landsliði, og vinna að því að koma Íslandi aftur á þann stað að eiga fullt erindi á stórmót. Guðjón Guðmundsson, Gaupi, hitti Önnu Úrsúlu eftir blaðamannafund í gær þar sem þjálfarateymi landsliðsins var kynnt. Anna var kölluð til landsliðsæfinga síðasta vor eftir nokkurra ára fjarveru en hefur nú lagt skóna á hilluna. Hvað finnst henni hafa vantað hjá kvennalandsliðinu síðustu ár? „Fljótt sagt þá er þetta ákveðin þrautseigja, fyrir utan það sem þarf að byrja með fyrr í ferlinu; æfingarnar. Hvernig liðið æfir saman og einnig einstaklingarnir hver fyrir sig. Líka hvernig félögin skipuleggja æfingar. Flest lið úti í heimi fá tveggja tíma æfingar, eru með atvinnumenn og taka kannski tvær æfingar á dag, en við erum ekki þar,“ segir Anna og vísar til íslensku Olís-deildarinnar, en viðtalið við hana má sjá hér að neðan: Klippa: Anna Úrsúla um stöðu íslenska landsliðsins „Við erum með áhugamannadeild. Það er ótrúlega erfitt að setja þessar kröfur á einstaklinganna, en margar þeirra sem eru í landsliðinu taka þessari kröfu ansi vel og eru margar byrjaðar á því að æfa ansi vel – flestar tvisvar á dag. Það vilja allir ná árangri og liðið er þannig uppsett að ef að metnaðurinn í leikmönnum er til staðar þá er alveg möguleiki á að liðið nái árangri.“ Anna telur að ýmislegt sé hægt að gera til að auka möguleika Íslands á að komast nær bestu landsliðum Evrópu: „Þessar tveggja tíma æfingar eru ótrúlega mikilvægar. Hérna á Íslandi er það þannig að stóru félögin, sem eru jafnvel með 2-3 boltagreinar hjá sér, að það er slegist um tíma inni í íþróttasalnum og lyftingasalnum. Það getur haft áhrif. Svo er þetta líka spurning um samspil æfinga og umhverfisins, og samspil HSÍ bæði með félagsliðum og leikmönnum, og að nýta þau úrræði sem eru í boði. Til dæmis að gamlir leikmenn eða landsliðsmenn komi inn í æfingar hjá yngri flokkum, séu svolítið til staðar og sýni möguleikana. Hífi þetta aðeins upp,“ segir Anna. Anna Úrsúla Guðmundsdóttir í leik á EM 2010. Hún hefur leikið á þremur stórmótum fyrir Íslands hönd.EPA/CLAUS FISKER Mikilvægt að huga að menntaskólakrökkunum Efniviðurinn er til staðar, ekki satt? „Ég tel það vera en auðvitað þykir mér ofboðslega leitt ef það hefur orðið brotthvarf úr íþróttinni vegna Covid. Við erum þó ekki þau einu sem upplifa það. Efniviðurinn er til staðar og kannski þurfum við að sækja hann líka. Til dæmis í menntaskólana því nú er það svo að menntaskólaaldurinn er erfiðastur. Okkur þarf að vera umhugað um þennan aldur, hjá körlum og konum, og passa fólkið á þessum aldri,“ segir Anna. En er langt í að við náum eins öflugu liði og þær Anna og Hrafnhildur voru hluti af fyrir áratug síðan? „Ég vona ekki. Ég held að þetta sé bara byrjunin á þessari leið. Ef maður er raunsær þá gerist það ekki í ár, en kannski eftir 2-3 ár. Ef að liðið heldur sér, og metnaðurinn og þrautseigjan er til staðar, þá er allt mögulegt. Að trú stelpnanna sé fyrir hendi, ekki bara þeirra sem eru valdar í landsliðin núna heldur í allri handboltahreyfingunni. Að allir ætli sér að stuðla að þessum árangri.“ Olís-deild kvenna Handbolti Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Sjá meira
Guðjón Guðmundsson, Gaupi, hitti Önnu Úrsúlu eftir blaðamannafund í gær þar sem þjálfarateymi landsliðsins var kynnt. Anna var kölluð til landsliðsæfinga síðasta vor eftir nokkurra ára fjarveru en hefur nú lagt skóna á hilluna. Hvað finnst henni hafa vantað hjá kvennalandsliðinu síðustu ár? „Fljótt sagt þá er þetta ákveðin þrautseigja, fyrir utan það sem þarf að byrja með fyrr í ferlinu; æfingarnar. Hvernig liðið æfir saman og einnig einstaklingarnir hver fyrir sig. Líka hvernig félögin skipuleggja æfingar. Flest lið úti í heimi fá tveggja tíma æfingar, eru með atvinnumenn og taka kannski tvær æfingar á dag, en við erum ekki þar,“ segir Anna og vísar til íslensku Olís-deildarinnar, en viðtalið við hana má sjá hér að neðan: Klippa: Anna Úrsúla um stöðu íslenska landsliðsins „Við erum með áhugamannadeild. Það er ótrúlega erfitt að setja þessar kröfur á einstaklinganna, en margar þeirra sem eru í landsliðinu taka þessari kröfu ansi vel og eru margar byrjaðar á því að æfa ansi vel – flestar tvisvar á dag. Það vilja allir ná árangri og liðið er þannig uppsett að ef að metnaðurinn í leikmönnum er til staðar þá er alveg möguleiki á að liðið nái árangri.“ Anna telur að ýmislegt sé hægt að gera til að auka möguleika Íslands á að komast nær bestu landsliðum Evrópu: „Þessar tveggja tíma æfingar eru ótrúlega mikilvægar. Hérna á Íslandi er það þannig að stóru félögin, sem eru jafnvel með 2-3 boltagreinar hjá sér, að það er slegist um tíma inni í íþróttasalnum og lyftingasalnum. Það getur haft áhrif. Svo er þetta líka spurning um samspil æfinga og umhverfisins, og samspil HSÍ bæði með félagsliðum og leikmönnum, og að nýta þau úrræði sem eru í boði. Til dæmis að gamlir leikmenn eða landsliðsmenn komi inn í æfingar hjá yngri flokkum, séu svolítið til staðar og sýni möguleikana. Hífi þetta aðeins upp,“ segir Anna. Anna Úrsúla Guðmundsdóttir í leik á EM 2010. Hún hefur leikið á þremur stórmótum fyrir Íslands hönd.EPA/CLAUS FISKER Mikilvægt að huga að menntaskólakrökkunum Efniviðurinn er til staðar, ekki satt? „Ég tel það vera en auðvitað þykir mér ofboðslega leitt ef það hefur orðið brotthvarf úr íþróttinni vegna Covid. Við erum þó ekki þau einu sem upplifa það. Efniviðurinn er til staðar og kannski þurfum við að sækja hann líka. Til dæmis í menntaskólana því nú er það svo að menntaskólaaldurinn er erfiðastur. Okkur þarf að vera umhugað um þennan aldur, hjá körlum og konum, og passa fólkið á þessum aldri,“ segir Anna. En er langt í að við náum eins öflugu liði og þær Anna og Hrafnhildur voru hluti af fyrir áratug síðan? „Ég vona ekki. Ég held að þetta sé bara byrjunin á þessari leið. Ef maður er raunsær þá gerist það ekki í ár, en kannski eftir 2-3 ár. Ef að liðið heldur sér, og metnaðurinn og þrautseigjan er til staðar, þá er allt mögulegt. Að trú stelpnanna sé fyrir hendi, ekki bara þeirra sem eru valdar í landsliðin núna heldur í allri handboltahreyfingunni. Að allir ætli sér að stuðla að þessum árangri.“
Olís-deild kvenna Handbolti Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Sjá meira