Með lengra hjól en gengur og gerist Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 1. október 2021 09:42 Vel er hægt að mæla með nýjum smelli Unga besta og Milljón. stilla Í dag kemur út nýtt lag með rapparanum Unga besta sem hann skóp í samvinnu við taktprófastinn Milljón. Lagið kallast Hjólið mitt, og er óður til hins 209 sentímetra langa reiðhjóls Unga, sem hlýtur að teljast vel yfir meðallagi. Ungi besti er rapparanafn Björns Rúnarssonar, en hann sér sjálfur um vinnslu tónlistarmyndbandsins sem fylgir laginu. Milljón, sem er þekktur dags daglega sem Steini Milljón, heitir réttu nafni Þorsteinn Gunnar Friðriksson og beitir óbanginn bassanum með þungarokksveitinni Une Misère á milli hljóðvinnsluverkefna. Annar meðlimur sveitarinnar, Gunnar Ingi Jones, var einmitt á bak við tökuvélina í myndbandinu. Steini segir Björn hafa komið í stúdíóið til hans með einfalda ósk, takt á borð við Big Rings með Drake & Future. „Ég reyndi að verða að óskum hans en í ferlinu varð lagið að allt annarri skepnu en það sem við sáum fyrir okkur fyrst og við enduðum með þennan magnum opus.“ Þeir hafi í raun klárað lagið í ágúst í fyrra en röð tilviljana leiddi það af sér að það tók heilt ár að gefa það út. „Ég myndi vilja segja að ástæðan fyrir því sé að við séum fullkomnunarsinnar en við erum bara of mikil fiðrildi til að gefa út efni reglulega,“ segir Steini Milljón. Að vaska slíkan fák löðurmannlega er létt bón að afgreiða.stilla Ekki kúl að monta sig af bílum, rafmagns eður ei Birni þykir viðlagið, sem varð til inni í upptökuklefanum, í laginu samtímis vera einfalt og fáránlegt. Honum leiðist oft viðlög en þyki versin áhugaverðari. „En ég er í grunninn bara þungarokkstrommari sem fór að rappa. Ég er anti-popptónlist í grunninn. Sem er óheppilegt þar sem allir íslenskir rappar virðast vera að breytast í poppsöngvara þessa dagana,“ segir Björn og endurómar þar viðhorf sem finna má í umtalaðri dánarfregn íslensks rapps sem birtist fyrir um ári síðan. Lagið segir hann vera árás á hugmyndina um einkabílinn sem stöðutákn. Hann hafi verið notaður sem slíkur í rúma öld og þykir honum slíkt tímaskekkja. „Það er ekki kúl að monta sig af dýrum einkabíl, sama þótt það sé rafmagnsbíll.“ „Endapunkturinn hlýtur líka að vera að við hættum að metast um veraldlegar eignir okkar. En það mun taka langan tíma og gerast í mörgum litlum skrefum. Og fyrsta skrefið er augljóslega að byrja að metast um lengdina á reiðhjólunum okkar,“ segir Björn. Björn segist í grunninn bara vera þungarokkstrommari sem fór að rappa.stilla Meira en ár síðan kumpánarnir gáfu út tónlist, en áður hafa þeir sent frá sér stuttskífuna Þessi gömlu góðu sem innihélt m.a. hvellinn Drottinn minn dýri. Ekki er rappsamstarfið fyrsta ródeó þeirra félaga Steina og Björns saman, en áður voru þeir báðir meðlimir harðkjarnasveitarinnar In the Company of Men sem lagði upp laupana fyrir allnokkru síðan. Tengdar fréttir Föstudagsplaylisti Steina Milljón Þorsteinn Gunnar gefur í. 21. september 2018 11:50 Mest lesið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Króli trúlofaður Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Ungi besti er rapparanafn Björns Rúnarssonar, en hann sér sjálfur um vinnslu tónlistarmyndbandsins sem fylgir laginu. Milljón, sem er þekktur dags daglega sem Steini Milljón, heitir réttu nafni Þorsteinn Gunnar Friðriksson og beitir óbanginn bassanum með þungarokksveitinni Une Misère á milli hljóðvinnsluverkefna. Annar meðlimur sveitarinnar, Gunnar Ingi Jones, var einmitt á bak við tökuvélina í myndbandinu. Steini segir Björn hafa komið í stúdíóið til hans með einfalda ósk, takt á borð við Big Rings með Drake & Future. „Ég reyndi að verða að óskum hans en í ferlinu varð lagið að allt annarri skepnu en það sem við sáum fyrir okkur fyrst og við enduðum með þennan magnum opus.“ Þeir hafi í raun klárað lagið í ágúst í fyrra en röð tilviljana leiddi það af sér að það tók heilt ár að gefa það út. „Ég myndi vilja segja að ástæðan fyrir því sé að við séum fullkomnunarsinnar en við erum bara of mikil fiðrildi til að gefa út efni reglulega,“ segir Steini Milljón. Að vaska slíkan fák löðurmannlega er létt bón að afgreiða.stilla Ekki kúl að monta sig af bílum, rafmagns eður ei Birni þykir viðlagið, sem varð til inni í upptökuklefanum, í laginu samtímis vera einfalt og fáránlegt. Honum leiðist oft viðlög en þyki versin áhugaverðari. „En ég er í grunninn bara þungarokkstrommari sem fór að rappa. Ég er anti-popptónlist í grunninn. Sem er óheppilegt þar sem allir íslenskir rappar virðast vera að breytast í poppsöngvara þessa dagana,“ segir Björn og endurómar þar viðhorf sem finna má í umtalaðri dánarfregn íslensks rapps sem birtist fyrir um ári síðan. Lagið segir hann vera árás á hugmyndina um einkabílinn sem stöðutákn. Hann hafi verið notaður sem slíkur í rúma öld og þykir honum slíkt tímaskekkja. „Það er ekki kúl að monta sig af dýrum einkabíl, sama þótt það sé rafmagnsbíll.“ „Endapunkturinn hlýtur líka að vera að við hættum að metast um veraldlegar eignir okkar. En það mun taka langan tíma og gerast í mörgum litlum skrefum. Og fyrsta skrefið er augljóslega að byrja að metast um lengdina á reiðhjólunum okkar,“ segir Björn. Björn segist í grunninn bara vera þungarokkstrommari sem fór að rappa.stilla Meira en ár síðan kumpánarnir gáfu út tónlist, en áður hafa þeir sent frá sér stuttskífuna Þessi gömlu góðu sem innihélt m.a. hvellinn Drottinn minn dýri. Ekki er rappsamstarfið fyrsta ródeó þeirra félaga Steina og Björns saman, en áður voru þeir báðir meðlimir harðkjarnasveitarinnar In the Company of Men sem lagði upp laupana fyrir allnokkru síðan.
Tengdar fréttir Föstudagsplaylisti Steina Milljón Þorsteinn Gunnar gefur í. 21. september 2018 11:50 Mest lesið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Króli trúlofaður Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira